Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 61
/ þessum pistli geta hjúkrunarfræðingar tjáð sig um allt er lýtur að forvörnum, hvað hægt er að gera til að bæta heilsuna og koma í veg fyrir sjúkdóma. Það er Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, BSc, sem ritar fyrsta pistilinn. Hvað er svona merkilegt við sojabaunir? Erum við öll eins? Nú á dögum, þegar maðurinn verður fróðari um umhverfi sitt og mismunandi lifnaðarhætti fólks, vekur það hann til umhugsunar um í hverju mismunurinn er fólginn. Eitt af því sem er öllum mönnum sameiginlegt er að þeir neyta fæðu nokkrum sinnum á dag til þess að halda lífi. í þessu sameiginlega atferli felst þó geysimikill munur, þ.e.a.s. efnisinnihald og samsetning fæðunnar. Það er hverjum manni mikilvægt að halda góðri heilsu sem lengst. Lífsgæði er erfitt að mæla en góð heilsa er þó það sem skiptir hvern og einn mestu máli til að halda vinnugetu, geta skapað sér hamingju og vera nýtur þjóðfélagsþegn. Sú staðreynd, að heilsa okkar byggist mikið til á því, hvað við borðum, er að verða nokkuð Ijós þar sem niður- stöður rannsókna á ýmsum fæðuefnum berast í síauknum mæli. Það er því mikið í húfi fyrir hvern og einn að fylgjast vel með og reyna að tileinka sér þær breytingar og úrræði sem niðurstöður rannsókna sýna. Ef við viljum varðveita heilsu okkar og byggja upp líkamann verðum við að vera reiðubúin til að gera raunhæft mat á okkar eigin matar- venjum og breyta þeim þegar við fræðumst um hvað er hollt og hvað ekki. Það er athyglivert að bera saman heilsu og fæðu Austurlandabúa við neysluvenjur okkar Vesturlandabúa. Rannsóknir sýna að Austurlandabúar fá mun síður krabbamein en Vesturlandabúar, einkum krabbamein í blöðruhálskirtli, brjóstum og ristli. Sama kemur í Ijós hvað varðar hjarta- og æðasjúkdóma. Beinþynning og beinbrot eru einnig mun fátíðari hjá þeim eystra. Hvað veldur? Rannsóknir hafa sýnt að fæðan virðist skipta miklu máli og er þar efst á blaði sojafæða, þ.e. sojabaunir og afurðir úr sojabaunum, s.s. sojaolía, tofu, miso, tamari eða soju- sósa, sojamjöl, sojamjólk, sojajógúrt o.fl. Sojabaunir innihalda ýmis efni sem rannsóknir hafa sýnt að hafa fjölþætt áhrif á frumur mannslíkamans. Má þar nefna: PRÓTEIN, TREFJAR, FÝTÖT, FÝTÓSTERÓL, SAPÓNÍN, LESITÍN og síðast en ekki síst ÍSÓFLAVÍN. Öll þessi efni hafa sýnt við rannsóknir að þau minnka blóðfitu, þ.e. kólesteról, og hafa þannig geysimikil áhrif til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma, s.s. of háan blóðþrýsting, kransæðastíflu, æðakölkun og æðablóðtappa. Sojaprótein, sojatrefjar og sojalesitín eru talin eiga hér mestan hlut að máli. Einnig hafa sojaefnin reynst góð vörn gegn krabba- meini og er þar ÍSOFLAVÍN hæst skráð. Árið 1986 uppgötvaðist efni sem kallað er GENISTEIN. Það er eitt megin-ísoflavínefnið í sojabaunum. Þetta efni virtist hafa áhrif á vöxt krabbameinsfruma, einkum í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli, lungum, húð og einnig hvítum blóðkornum (hvítblæði). Einnig verkaði genistein á skiptingu krabbameinsfruma og svo æðanýmyndun í æxlum, þ.e. kom í veg fyrir að æðar gætu myndast í krabbameinsæxlum þannig að æxlin gátu ekki vaxið vegna nokkurs konar næringar- og súrefnisskorts. Mikið hefur verið fjallað um beinþynningu hjá konum eftir breytingaskeið og konur hvattar til þess að neyta kalkríkrar fæðu til að byggja upp beinin. Við mannfólkið burðumst með um það bil 1,5 kíló af kalki í líkamanum, og 99% af því er í beinunum en 1 % flæðir um í blóðinu og er notað til ýmissa hluta, svo sem vöðvasamdráttar, flutnings á taugaboðum og blóðstorknunar. Beinin eru n.k. forðabúr kalks og ef kalk í blóði minnkar láta beinin í té það sem á vantar. Það er vitað mál sam- kvæmt lífeðlisfræði um vöxt og þroska beina, að eftir 30 til 35 ára aldur verða bein ekki byggð meira upp af kalki, sama hvað neyslan er mikil. Þess vegna er það svo nauðsynlegt að kalkneysla sé nægileg meðan á uppvexti líkamans stendur, þ.e. hjá börnum og unglingum. Þegar við eldumst töpum við öll kalki úr beinunum. Konur hafa minni bein og ekki eins þétt og karlar og verða því meira fyrir barðinu á lélegum kalkbúskap. Einnig koma þar til hormónaáhrif. En það má koma í veg fyrir beinþynningu á fleiri vegu en með kalkáti. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.