Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 40
Henderson, en hún lýsir þremur stigum faglegrar færni. Efsta stiginu lýsir hún á eftirfarandi hátt (í endursögn ÁM): „Hinn þroskaði, færi hjúkrunarfræðingur...er sá sem sýnir skjólstæðingum sínum umhyggju og næmi, hefur náð full- komnum tökum á tæknilegum hluta hjúkrunar og notar - eða hefur tækifæri til að nota - sína eigin tilfinningalegu og tæknilegu færni á einstakan hátt sem hæfir sérhæfðum þörfum skjólstæðingsins og aðstæðum hverju sinni." (Henderson 1968/1995:9). Hvað er klínískt framgangskerfi? „Klínískt framgangskerfi greinir á kerfisbundinn hátt stig- vaxandi hæfni og færni hjúkrunarfræðings í klínískri hjúkr- un og eftir atvikum einnig önnur hlutverk hjúkrunarfræð- inga í stjórnun, kennslu og rannsóknum" (Buchan,1997). Kerfi, sem eiga að meta hæfni einstaklinga innan tiltek- ins starfshóps, viðurkenna að mismunandi þjálfun og frammistaða einstaklinga sé til staðar. Sé slíkt kerfi tengt launum er gert ráð fyrir mismunandi launum eftir hæfni viðkomandi. Hæfni hefur verið skilgreind sem hegðun sem er nauðsynleg til að ná tilteknum eftirsóknarverðum mark- miðum. Hægt er að sýna fram á hæfni og lýsa hvernig tiltekin hegðun/hæfni leiðir til árangurs (þ.e. hún er mælan- leg). Hæfni er meira en þekking og verkleg færni; hana er hægt að öðlast með þjálfun eða persónulegum þroska í starfi (RCN, 1996). Einkenni klínísks framgangskerfis Helstu einkenni klínísks framgangskerfis eru: 1. Það er samsett af skilgreindum forsendum sem meta mismunandi hæfni. 2. Klínískar forsendur eru fyrst og fremst metnar, en einnig eftir atvikum stjórnun, kennsla og rannsóknir. 3. Önnur atriði, sem eru metin, eru t.d. starfsreynsla, sérþekking/sérhæfni, menntun, frammistaða, sérstök verkefni sem viðkomandi tekur að sér, þátttaka í starfi utan sem innan stofnunar t.d. í fag- og stéttarfélögum, skrif í fagtímarit o.fl. 4. Kerfið er yfirleitt þróað fyrir hverja stofnun fyrir sig af klínískum hjúkrunarfræðingum og stjórnendum. 5. Kerfið er tengt við laun. 6. Hjúkrunarfræðingur sækir sjálfur um framgang. 7. Mat fer fram á frammistöðu/hæfni hjúkrunarfræðings, og það er þyggt á skilgreindum forsendum (Trim,1998a; Taylor et.al.,1988; Buchan,1997). Ákjósanlegar aðstæður fyrir klínískt framgangskerfi Hjúkrunarfræðingar á Nýja-Sjálandi hafa á undanförnum árum hrint í framkvæmd klínískum framgangskerfum á heilbrigðisstofnunum. Var, líkt og hér á landi, tekin ákvörð- un um það í kjarasamningum félagsins og vinnuveitenda. Félag hjúkrunarfræðinga á Nýja-Sjálandi styður fram- 40 kvæmd klínísks framgangskerfis ef eftirfarandi þættir eru fyrir hendi: 1. Skýrar starfslýsingar 2. Virkt frammistöðumatskerfi 3. Gæðastaðlar fyrir hjúkrun á stofnuninni. 4. Stuðningur stofnunar við endurmenntun hjúkrunar- fræðinga. 5. Aðlögunardagskrár á deildum. 6. Aðgangur að sérhæfðri þekkingu og færni. 7. Samhæfingaraðili sem vinnur með hjúkrunarfræðingum við þróun, framkvæmd og viðhald framgangskerfisins (Trim, 1998b). Kröfur til klínískra framgangskerfa Til að takist að hrinda klínískum framgangskerfum í fram- kvæmd er mikilvægt að ákveðnar aðstæður séu fyrir hendi. í fyrsta lagi þarf stjórnkerfið (utan og innan stofn- unarinnar) að vera reiðubúið að hrinda því í framkvæmd og styðja við þróun þess, stjórnunarlega og fjárhagslega. í öðru lagi er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar séu tilbúnir að takast á við það og hafa trú á að það verði þeim til góðs, bæði í faglegum og kjaralegum skilningi. Sjálft kerfið þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Hlutlægni. Kerfið metur á eins hlutlægan hátt og hægt er stigvaxandi færni hjúkrunarfræðinga. 2. Sanngirni. Mat þarf að vera áreiðanlegt, þ.e.a.s. hjúkr- unarfræðingur á að geta vænst sömu útkomu f mati tveggja eða fleiri óháðra aðila. 3. Gagnsæi. Ljóst verður að vera hvað metið er. 4. Skrifræði í lágmarki. Framgangsferill þarf að vera ein- faldur. Flókinn framgangsferill, t.d. mörg matsstig eða stórar matsnefndir sem viðkomandi þarf að standa frammi fyrir og rökstyðja framgang, dregur úr vilja og þátttöku hjúkrunarfræðinga. 5. Sveigjanleiki. Kerfið þarf að vera nægjanlega sveigjan- legt til að geta aðlagast og breyst er vandkvæði koma upp. (Lawless,1998) Hvernig fer mat fram Mat á hjúkrunarfræðingum í framgangskerfi er hægt að framkvæma á mismunandi hátt. Algengast er að fram fari jafningjamat þar sem nefnd hjúkrunarfræðinga í klínískum störfum metur framgang jafningja sinna. Dæmi um fram- kvæmd jafningjamats er eftirfarandi: Umsækjandi sækir formlega um framgang með skriflegum rökstuðningi. Gögn hans eru lögð fyrir nefnd almennra hjúkrunarfræð- inga og er umsækjandi e.t.v. kallaður fyrir nefndina til viðtals. Gætt er að því að nefndarmenn meti ekki nána samstarfsmann eða þá sem þeir hafa starfað með. Yfir- menn eru hlutlausir stuðningsaðilar nefndar og umsækj- anda. Samskipti um niðurstöðu eða óskir um frekari gögn fara fram skriflega. Umsækjandi getur áfrýjað niðurstöðu til annars aðila til úrskurðar (Doole, 1998). Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.