Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 16
vellíðan barnsins sjálfs heldur líka á vellíðan annarra fjölskyldumeðlima. Umönnun er því skilgreind í þessari rannsókn sem það að hafa stjórn á astmanum og astma- meðferðinni; að sjá um llkamlegar, andlegar og þroska- farslegar þarfir barnsins með astmann sem og að sjá um líkamlegar og andlegar þarfir annarra barna í fjölskyldunni; að skipuleggja daglegar athafnir barnsins með astmann; að veita maka sínum (eða sambýlismanni/konu) andlegan stuðning; og að sinna eigin vinnu á sama tíma og að hugsa um ungt barn með langvarandi astma. Rannsóknir I Bandaríkjunum hafa sýnt að fjölskyldur, sem eiga börn með astma á skólaaldri, upplifa mikla streitu (Bussing & Burket, 1993; Hamlett, Pellegrini & Katz, 1992; Tavormina, Boll, Dunn, Luscomb & Taylor, 1981), forðast að ræða opinskátt um ágreining innan fjölskyld- unnar (Blasio, Molinari, Peri & Taverna, 1990), upplifa hegðunarvandamál meðal barnanna (Hamlett, Pellegrini & Katz, 1992) og nota oftar neikvæð tjáskipti og meiri gagnrýni í samskiptum við fjölskyldumeðlimi heldur en fjölskyldur sem eiga heilbrigð börn (Schöbinger, Florin, Reichbauer, Lindermann &Zimmer, 1993). Rannsakendur á fjölskyldum ungbarna og ungra barna með astma hafa lagt áherslu á fjölskylduálag og foreldrahlutverkið sem áhættuþátt fyrir að ung börn fái astmakast. Komið hefur í Ijós að álag innan fjölskyldna hefur haft áhrif á hegðun foreldranna og á astmakast hjá ungum börnum sem eru í hættu að fá astma af erfðafræðilegum sökum (Klinnert, Mrazek & Mrazek, 1994; Mrazek, Mrazek & Klinnert, 1995). Áhrif af fjölskylduálagi og hegðun foreldra á þróun astmakasts voru rannsökuð af Klinnert, Mrazek og Mrazek (1994) hjá 150 börnum sem voru í hættu að fá astma sökum erfða. Þegar álag mæðranna og uppeldisaðferðir voru metnar í tengslum við astmakast hjá barninu kom í Ijós að 5,3% af börnum fengu astmaköst í fjölskyldum þar sem lítið álag var til staðar og viðeigandi uppeldisaðferðir notaðar, en 25% af börnum fengu astmaköst þar sem fjölskyldur upplifðu mikið álag og áttu við vandamál að etja í tengslum við foreldrahlutverkið. Til að minnka streitu hjá fjölskyldum sem eiga börn með astma hafa meðferðarrannsóknir (intervention studies) verið gerðar þar sem fræðsla um stjórnun á astmaeinkennum hefur verið þróuð. Þessi tegund af rannsóknum hefur aukist undanfarin 10 ár og hafa flestar rannsóknirnar miðast við meðferð fjölskyldna barna á skólaaldri með astma. Meðferðarrannsóknir skólabarna, sem miða að því að auka sjálfsumönnun og að þekkja fyrstu einkenni astmans, hafa sýnt marktækt færri spítala- innlagnir og marktækt færri komur á slysadeild fyrir með- ferðarhópana (Alexander, Younger, Cohen & Crawford, 1988; Fitzpatrick, Coughlin & Chamberline, 1992; Lewis, M., Lewis, C., Leake, Monahan, & Rachelefsky, 1996). Eins hafa rannsóknir, sem miða að því að veita fjölskyldum upplýsingar um stjórnun á astmaeinkennum, leitt í Ijós 16 marktækt minni ótta og kvíða hjá foreldrum í tengslum við hósta eða sog og blísturshljóð hjá barninu samanborið við foreldra sem fengu engar upplýsingar um stjórnun á astmaeinkennum (Clark, Feldman, Evans, Millman, Wailewski, & Valle, 1981). Rannsóknir, sem miða sérstaklega að fræðslu til fjöl- skyldna sem eiga barn 6 ára eða yngra með astma þar sem áhersla er lögð á foreldrahlutverkið, umönnun barn- anna og stjórnun á astmaeinkennum, hafa ekki fengið eins mikla athygli fræðimanna eins og rannsóknir á eldri börnum. Einungis ein rannsókn, sem vitað er um, hefur fjallað um umönnunarálag fjölskyldna þegar foreldrar eiga ungt barn með astma. Eiser og samstarfsmenn (1991) rannsökuðu 27 fjölskyldur 3-5 ára barna með astma og 37 fjölskyldur heilbrigðra barna. Foreldrar barnanna með astma sögðu að barnið þeirra væri oftar veikt og fengi oftar kvef og aðrar umgangspestir en foreldrar heilbrigðu barnanna. Mæður barna með astma sögðust eiga í meiri erfiðleikum með barnið þegar þær væru að versla og feður barna með astma sögðust eiga í meiri erfiðleikum með barnið á kvöldin og á nóttunni en feður heilbrigðu barn- anna. Umönnunarálag foreldra tengt astmalyfjanotkun barnsins og meðhöndlun astmakasts hjá barninu var þó ekki metið í þessari rannsókn. Ekki er vitað hvernig fjölskyldum gengur að sinna og annast um barn með langvarandi astma né heldur hvað veldur því að sumar fjölskyldur aðlagast umönnunarhlut- verkinu auðveldar en aðrar fjölskyldur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka umönnunarálag hjá mæðrum og feðrum sem eiga barn 6 ára eða yngra með astma. Hugmyndaramminn, sem stuðst var við í rannsókninni, var seiglulíkanið um fjölskylduálag, breytingar og aðlögun að streituvaldandi lífsatburðum (McCubbin & McCubbin, 1993; 1996). Samkvæmt seigluiíkaninu felur fjölskyldu- aðlögun í sér allar þær breytingar sem fjölskyldan gerir yfir ákveðið tímabil til þess að endurskipuleggja fjölskyldu- starfsemina og auka vellíðan meðal fjölskyldumeðlimanna. Eftirfarandi rannsóknarspurning var sett fram: Hvaða umönnunarþættir eru tímafrekastir og erfiðastir fyrir mæður og feður sem eiga barn 6 ára eða yngra með astma? AÐFERÐ Úrtak Sjötíu og fimm mæður og 62 feður, sem bjuggu í miðríkjunum og á austurströnd Bandaríkjanna, tóku þátt í rannsókninni. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni voru að (a) foreldrarnir ættu barn 6 ára eða yngra sem hefði læknisfræðilega verið greint með astma; (b) barnið með astmann hefði enga aðra líkamlega eða andlega sjúk- dóma; og (c) foreldrarnir gætu lesið og skilið ensku. Meðalaldur mæðranna var 32,69 ár (SF=5,18) og voru mæðurnar á aldursbilinu 22 til 44 ára. Meðalaldur feðr- anna var 35,33 ár (SF=2,57) og voru feðurnir á aldrinum Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.