Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 59
2. Aukin þátttaka hjúkrunarfræðinga í siðferðilegum ákvörðunum (ethical dilemma). Nauðsynlegt er að efla framhaldsnám í gjörgæsluhjúkr- un vegna vöntunar á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum og þar sem sífellt veikari og eldri sjúklingar liggja á gjörgæslu- deildum og flóknari tækni bætist við á hverju ári. Vfða á Norðurlöndunum er meirihluti hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum með sérmenntun. Hér á landi er hlut- fallið innan við 10%. Bjóða þarf upp á vandað gjörgæslunám hér á landi og hvetja og auðvelda starfandi hjúkrunarfræðingum að sækja slíkt nám. Auka þarf þátttöku gjörgæsluhjúkrunarfræðinga í ákvarðanatöku varðandi meðferð mikið veikra sjúklinga, t.d. varðandi andlát eða áframhaldandi meðferð. Ákjósan- legt væri að koma á einhvers konar teymisvinnu eða siðanefnd á deildum. Einnig þarf að hvetja almenning til virkari þátttöku í ákvörðunum varðandi slíkar aðstæður. Til að sem bestur árangur náist þarf samvinnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagdeildar gjörgæsluhjúkr- unarfræðinga, stjórnenda sjúkrahúsa, Háskóla Íslands/Endurmenntunarstofnunar og fleiri fagaðila. Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í sjúkra- húsþjónustu. Helstu áherslur eða brýnustu verkefni í sjúkrahúsþjónustu: 1. Tegundir og staðsetning sjúkrahúsa • hátæknisjúkrahús • almenn sjúkrahús • sérhæfð sjúkrahús, s.s. barnasjúkrahús, endurhæfing og öldrunarþjónusta. Nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins er að Ijúka störf- um varðandi stefnumótun í sjúkrahúsþjónustu á landinu. Mikilvægt er að niðurstöðum nefndarinnar verði framfylgt. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og deild hjúkrunar- forstjóra eru lykilaðilar í að þrýsta á að þeim verði framfylgt. 2. Samfella í sjúkrahúsþjónustu Aukin samfella í þjónustu milli deilda innan sjúkrahúsanna, milli þeirra og annarra heilbrigðisstofnana, sjúkrahús- tengdrar heimaþjónustu og sjálfstætt starfandi hjúkrunar- fræðinga er nauðsynleg. Mikilvægt er að brjóta niður múra miili deilda og stofn- ana, samræma pappíra sjúklinga og að þeir fylgi sjúkling- um, auka samvinnu og samnýtingu sérfræðiþekkingar. 3. Áhrif á stjórn sjúkrahúsa • mjög brýnt að rödd hjúkrunarfræðinga heyrist • kynna markvisst þjónustuna/þörf fyrir stjórnun • hjúkrunarfræðingar tjái sig markvissar í fjölmiðlum • gefa betri ímynd af heilbrigðisþjónustunni út á við • standa vörð um hagsmuni sjúklinga vegna vaxandi gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu og ósamræmis í henni. Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslu. Helstu áherslur eða brýnustu verkefni í heilsugæslu: 1. Vinna að faglegri samræmingu heilsugæsluþjónust- unnar og skráningu hennar. 2. Forvarnir; leggja sérstaka áherslu á að efla skólaheilsu- gæslu og koma á heilsugæslu í framhaldsskólum. 3. Auka sálfélagslegan stuðning og geðvernd. Auka vægi þjónustu við nýbúa. 4. Auka möguleika heilsugæsluhjúkrunarfræðinga til að viðhalda og auka þekkingu og færni. 5. Samræming í mæðravernd. Til að ná árangri þarf að auka vægi heilsugæslunnar innan heilbrigðiskerfisins þannig að hægt sé að efla þjón- ustuna og gera hana markvissari og árangursríkari. Ein leið gæti verið að setja fram skýra stefnumörkun í heilsugæsluþjónustu og einhver einn aðili, s.s. forvarnar- stofnun, hafi umboð til að samræma og skipuleggja þjón- ustu heilsugæslunnar. Þeir sem þurfa að koma að verkefninu eru: heilbrigðis- ráðuneytið, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og fagdeildir þess, Læknafélag íslands, landlæknisembættið o.fl. aðilar. Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkr- unar- og heilbrigðismálum í dreifbýli. Helstu áherslur eða brýnustu verkefni í hjúkrunar- og heil- brigðismálum í dreifbýli: 1. Tryggt verði jafnrétti í aðgengi að þjónustunni óháð búsetu, efnahag, stöðu, kyni og aldri. 2. Tryggð verði réttarstaða sjúklinga gagnvart heilbrigðis- þjónustunni, virðing borin fyrir mannhelgi og sjálfs- ákvörðunarrétti sjúklings/aðstandenda. 3. Tryggð verði samfelld og heildræn heilbrigðisþjónusta fyrir þá er mest þurfa á að halda. 4. Tryggt verði að grunnþjónusta verði að mestu leyti kostuð af almannafé. 5. Efla samvinnu og samhæfingu milli heilbrigðissviðs og félagsmálasviðs og samvinna ríkis og sveitafélaga styrkt í þessum málaflokkum. 6. Tryggja að hjúkrunarfræðingar verði sterkara afl í ákvörðunartöku um heilbrigðismál, sem tryggja best hagsmuni einstaklingsins og samfélagsins varðandi jafnan rétt í aðgengi og réttmæta kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni. 7. Efla þverfaglega teymisvinnu heilbrigðisstarfsmanna á öllum sviðum. 8. Menntun og hæfni hjúkrunarfræðinga f dreifbýli verður á margan hátt að vera fjölhæfari en í þéttbýli. Stefnt 59 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.