Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 32
kannski fjórða hlutverkið að taka þátt í stjórnun. Þessi þáttur bættist við hjá mér síðustu árin, ýmis nefndarstörf og þess háttar sem hafa líklega skilað mér hingað að embætti landlæknis, þó það hafi aldrei verið ætlunin!" Sigurður vann fyrst á Borgarspítalanum og fór þaðan á Landspítalann '93. „Ég er búinn að vera hér á skrifstofu landlæknis með annan fótinn frá 1. desember, ég þurfti þennan mánuð til að losa mig út úr alls kyns hlutum, þungri göngudeild, tveggja metra háum stafla af lækna- bréfum og ýmsu þess háttar. Auðvitað sakna ég spítalans og fólksins þar, ég sakna þess eflaust meira en það mín.“ Hann hefur unnið talsvert við rannsóknir, bæði grunnrann- sóknir á rannsóknarstofu á sviði lyfjafræði og bakteríufræði og við ýmsar faraldursfræðilegar rannsóknir. „Ég flutti með mér það sem ég hafði lært í Bandaríkjunum, vann heilmikið með tilraunasýkingar í dýrum, músum og rottum. Svo hef ég líka verið heilmikið að vinna við rannsóknir á mönnum, þetta hafa ekki bara verið bakteríur og mýs heldur líka menn, við höfum unnið ýmsar faraldursfræðilegar rannsóknir, ég hef getað unnið með mjög stórum hópi af fólki, fengið stúdenta til samstarfs þannig að það hefur verið mjög gaman." Kennslu hefur hann stundað frá því hann kom heim, „byrjaði að kenna við Háskólann ’89 og hef fengist heil- mikið við skipulagningu kennsiu, bæði varðandi námskeið í læknadeildinni og á Borgarspítalanum þar sem ég vann fyrst og svo á Landspítalanum. Við byrjuðum að vinna hugmyndir að gerð fræðasviðs við Borgarspítalann. Það var svo haldið áfram með þær á Landspítalanum og þar er nú reynt að koma upp aðstöðu sem hjálpar þeim sem áhuga hafa á að stunda rannsóknir, fræðasviðið er enn í heilmikilli þróun og vinnslu." Aðspurður segir hann að starf landlæknis leggist vel í sig. „Þetta var þó ekki mín hugmynd upphaflega heldur var farið að tala um þetta við mig fyrir þremur eða fjórum árum. Upprunalega var gerð sú krafa til landlæknis að hann væri sérmenntaður í embættislækningum samkvæmt lögum, lýðheilsu sérmenntun, og það er ágætt, en flestir voru sammála um að landlæknir hefði svo mörg önnur hlutverk að það yrði að velja hann úr allri stéttinni og mér fannst alltaf tiltekinn kostur að maður í þessu starfi kæmi af verkstæðisgólfinu, úr klíníkinni. Síðan var lögunum þreytt í fyrra eða hitteðfyrra og þá gátu miklu fleiri komið til greina varðandi starfið. Þetta er gífurlega heillandi starf, býður upp á óendanlega möguleika að koma að skipulagningu heil- brigðisþjónustunnar, bæta hana, breyta henni og taka þátt í þeirri þróun sem hún á eftir að ganga í gegnum." Hann segist ætla að reyna að stunda kennslu og eittthvað af rannsóknum meðfram starfi landlæknis. Mikilvægustu verkefnin fram undan Sigurður segir of snemmt að ræða mikilvægustu verkefnin fram undan í smáatriðum. „En þessi stofnun býður upp á mjög mikla möguleika varðandi rannsóknir, svo sem 32 faraldursfræði og lýðheilsu. Hér í gegnum embættið fer mjög mikið af upplýsingum og Ólafur forveri minn hefur unnið mikilvægt starf á því sviði. Okkur langar mjög mikið til að efla rannsóknarstarfið hér. Eitt af því sem hefur lítið verið rannsakað er að meta árangur tiltekinna aðgerða, svokallað „outcomes research” og á því sviði er hægt að vinna miklar upplýsingar sem nýtast bæði hér á landi og annars staðar.” Hann bætir við að stærsta hlutverk landlæknisembætt- isins sé að veita heilbrigðisyfirvöldum og ríkistjórninni ráð varðandi þróun heilbrigðisþjónustu. „Eftir því sem upplýs- ingar okkar eru betri og því betur sem við vinnum úr þeim, þvl betri verða þau ráð sem við getum gefið. Við viljum því vinna rannsóknir sem hafa ekki bara skírskotun til íslands heldur líka alþjóðlega skírskotun, eitthvað sem við getum birt í alþjóðlegum tímaritum, fengið rannsóknarniðurstöður sem gagnast fleirum en okkur." Hann vitnar í lýðheilsu- stofnun Finna þar sem svipaðar rannsóknir eru unnar, sem gagnast nágrannalöndunum ekki síður. „Við höfum allar forsendur hér á landi og kannski betri til að gera svipaða hluti. En til að gera þetta þurfum við peninga.” Hann segir íslendinga fúsa til að taka þátt í rann- sóknum. „Við viljum gjarnan láta gott af okkur leiða, við erum svolitlir mannkynsfrelsarar stundum, það er eitt séreinkenni sem gerir okkur að íslendingum. Því ætti að vera auðvelt að skoða ýmsa hópa með tilliti til þeirra aðgerða sem gerðar eru til að bæta kjör og heilsu. Þannig mætti t.d. skoða hér þann hóp sem stendur utan við samfélagið, t.d. geðfatlað fólk sem er oft og tíðum heimilislaust og er hér á landi komið undir nágranna, ætt- ingja, vini, jafnvel stundum algjörlega heimilislaust, býr í bílum eins og kom fram í sjónvarpsfréttum fyrir jólin. Það eru alls kyns aðgerðir sem hægt er að beita til að gera hag þessa fólks betri, við náum vel utan um þennan hóp og getum metið þær aðgerðir sem gerðar eru til að bæta hag þeirra. í stórborgunum er miklu minni aðgangur að þeim sem eru heimilislausir og því er erfiðara að meta hvað við getum best gert til að hjálpa fólki sem er í þessum vanda." Hvað varðar önnur mikilvæg verkefni þá segir hann að snúa þurfi viðhorfi lækna og hjúkrunarfólks til heilsugæsl- unnar við. „Mikill uppgangur var í heilsugæslu á íslandi fyrir 20 árum og tók Ólafur forveri minn að öðrum ólöstuðum einna mestan þátt í þeirri þróun. Það var gífurlega mikill slag- kraftur í þessu og dugnaður og framsýni, ungir læknar úr mínum árgangi og árgöngunum í kring smituðust af þessu og heimilislækningar urðu mjög eftirsóttar. Núna fer ungt fólk ekki í heimilislækningar og þessu þurfum við að breyta. Þetta er eitt af stóru verkefnunum sem blasa við. Það eru margar leiðir sem er hægt að fara, það þarf að gera það faglega eftirsóknarvert að vera í dreifbýli og sinna vandamálum fólksins þar og ég held að það gerist ekki nema með því að sameina heilusgæslustöðvar úti á landsbyggðinni, að fleiri læknar og hjúkrunarfólk starfi saman í teyrni.” Einyrkjabúskapur lækna, það að einn læknir sé í Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.