Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 78
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færí á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Þistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfóik, eitthvað sem hefur orðið höfundum tii hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Ingibjörg Þálmadóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta biaðs, skoraði á Steinunni Sigurðardóttur sem tekur hér upp þráðinn. ImOjiAÁ 1/yukruiAArfvÆðiiAAA Steinunn Sigurðardóttir Ég vil í upphafi óska öllum hjúkrunarfræðingum og nemum í hjúkrunarfræði gleðilegs ár og óska þess að þetta ár verði hjúkrunarstéttinni árangursríkt og ánægjulegt. Þessar vikurnar starfa ég ásamt sjö öðrum hjúkr- unarfræðingum í nefnd sem er að skoða skortinn á hjúkrunarfræðingum á heilbrigðisstofnunum og mun- um við benda á leiðir til úrbóta að nefndarstarfi loknu. í þessu starfi hef ég skoðað mikið af gögnum sem tengjast þessu efni og þótt æði margt athyglisvert. Það er tvennt sem ég vil koma inn á hér, annars vegar fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifast ár hvert og hins vegar ímynd stéttarinnar. Það er staðreynd að í mörg ár hefur vantað hjúkrunarfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnanir. Við sem teljumst stjórnendur í þessu „kerfi“ höfum marg- oft bent á skortinn en lítið hefur verið að gert. í mörg undanfarin ár, a.m.k. frá árinu 1970, hafa um 80 hjúkrunarfræðingar útskrifast að jafnaði á ári hverju. Á sama tíma hafa stofnanir fjölgað mjög stöðum hjúkrunarfræðinga og fjöldinn allur af nýjum stofnunum hefur hafið starfsemi. Einnig eru hjúkrun- arfræðingar mjög eftirsóttir starfsmenn á „almenna" vinnumarkaðinum, m.a. vegna góðrar menntunar. Það er nauðsynlegt að mennta mun fleiri hjúkr- unarfræðinga á hverju ári. Til þess að það sé fram- kvæmanlegt þarf að auka fjármagn til námsbraut- anna í hjúkrun, bæði í HÍ og HA. En það þarf einnig að bæta aðstöðu kennara og nemenda sem stunda þetta nám. Á undanförnum árum hefur félagið barist fyrir betri kjörum og nú í síðustu samningum orðið vel ágengt. Á undanförnum misserum hefur mikil umræða farið fram í fjölmiðlum um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og afleiðingar hans. Mikið af þessari umræðu hefur verið 78 á neikvæðum nótum og ekki gefið góða mynd af störfum í heilbrigðisþjónustunni. Ég velti því oft fyrir mér hvort stéttin hafi góða ÍMYND í þjóðfélaginu. Ég svara sjálfri mér oftast með neii. Þegar verið er að ræða við heilbrigðis- starfsmann er oftar en ekki rætt við reiða og svekkta starfsmenn sem eru yfir sig þreyttir á „kerfinu". Ég hugsa oft þegar ég horfi á þessa umræðu í sjónvarpinu að ef ég væri ung í dag þá myndi ég ekki mennta mig til þessara starfa. Ástæðan fyrir því að ég kem inn á þetta í þessu þankastriki er sú að mér finnst að ég og þú þurfum að bæta þá ÍMYND sem fjölmiðlar og við sjálf gefum af hjúkrunarstarfinu. Það er ýmislegt að í „kerfinu" og við þurfum að vinna saman að því að bæta það, en það er reyndar miklu fleira sem er jákvætt við okkar störf og við þurfum að hjálpast að við að draga það fram þannig að störfin við hjúkrun (á breiðum grundvelli) verði eftirsóknarverðari en þau eru í dag. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir, þeir eiga að hafa góð laun, búa við góða vinnuaðstöðu, hafa möguleika á góðri og fjölbreyttri endurmenntun og eiga að búa við örugga dagvistun barna sinna. Ef eitthvað af framansögðu er ekki til staðar hjá okkur í dag þá eigum við að sameinast um að lagfæra það en ekki að bíða hvert í sínu horni eftir því að einhver annar geri það. Að lokum óska ég hjúkrunarfræðingum velfarn- aðar í framtíðinni. Skorað er á Höllu Grétarsdóttur, hjúkrunarfræðing á deild A7, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, að skrifa næsta Þankastrik. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.