Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 9
Árún K. Sigurðardóttir, svæfingahjúkrunarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, og Theódóra Gunnarsdóttir, svæfingahjúkrunarfræðingur við svæfingadeild FSA. H EIL B RI G Ð I YtMKCt Undirbúningur verðandi foreldra fyrir keisaraskurð: Könnun á uiðkorfim kvenna, sem skyldu fara í keisaraskurð, til {weð.slue^KÍ.s Á svæfingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur verið útbúin fræðslumappa í máli og myndum fyrir verðandi mæður og aðstandendur þeirra er verða afýmsum læknisfræðilegum ástæðum að eiga barn sitt með keisaraskurði. Markmiðið með fræðslumöppunni var að upplýsa verðandi foreldra um gang keisaraskurðarins og hvernig þeir gætu notið þess að sjá barn sitt koma í heiminn. Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvaða fræðslu konurnar töldu sig hafa fengið við það að skoða möppuna svo og hvort það væri eitthvað að þeirra áliti sem bæta mætti við eða breyta í möppunni. Spurt var með 12 opnum og lokuðum spurningum. Fjörtíu og ein kona tók þátt í könnuninni. Tölfræðiforritið Statistica var notað við tölfræðiútreikninga. Meðaltalsaukning á þekkingu að mati kvennanna sjálfra var 2,3 stig, með staðalfráviki 2,0 stig. Efeingöngu var miðað við þær 19 konur, sem ekki höfðu farið í keisaraskurð áður, kom í Ijós að þeim fannst þekking þeirra á keisaraskurði aukast að meðaltali um 3,5 stig við það að skoða möppuna, frá 0,5 til 6,5 stiga. Sex af þessum 19 konum fannst þekking þeirra aukast um helming eða 5 stig. Fræðslumappa sú, er útbúin var á svæfingadeild FSA, virðist hafa gert sitt gagn, það sýna helstu niðurstöður könnunarinnar og jákvæðar umsagnir kvennanna. Inngangur Á svæfingadeild FSA er áhugi á aö tryggja samfellda hjúkrun fyrir, í og eftir aðgerðir. Oft getur verið erfitt að koma því við að hitta sjúklinga á legudeildum því þeir leggjast oft inn á sjúkrahús eftir að starfsdegi svæfinga- hjúkrunarfræðinga lýkur. Til að koma til móts við þarfir kvenna, sem fara í áætlaðan keisaraskurð, og aðstand- enda þeirra var útbúin fræðslumappa í máli og myndum. Markmiðið með fræðslumöppunni var að upplýsa verðandi foreldra um gang keisaraskurðarins og hvernig þeir gætu notið þess að sjá barnið koma í heiminn. Einnig það að sýna hinum verðandi foreldrum að hugmyndafræði okkar á svæfingadeildinni er að gera keisaraskurðinn eins ánægjulegan og líkan fæðingu og framast er unnt. Mænu- deyfing er mest notuð við fyrirframákveðinn keisaraskurð, móðirin er þá vakandi með föðurinn eða annan aðstand- anda sér við hlið. Þegar móðirin er vakandi geta hún og faðirinn oft fengið barnið til sín fyrr en ella. Keisaraskurð- urinn verður þar með líkari fæðingu þar sem móðirin tekur þátt í atburðinum. Fræðsla fyrir keisaraskurð Því hefur verið haldið fram (Elerud og Menyes, 1993; Fawcett o. fl., 1993) að verðandi foreldrar séu ekki fræddir nægilega fyrir keisaraskurð. Áhrif þess geta verið meiri kvíði fyrir því sem í vændum er og að konurnar kjósi fremur svæfingu heldur en mænudeyfingu (Elerud og Menyes, 1993). Fawcett (1990) komst að raun um að foreldrum (15 pörum), sem eignast höfðu börn með keisaraskurði, fannst erfiðast að konan var svæfð og að faðirinn fékk ekki að vera viðstaddur en einnig fannst þeim vanta betri upplýsingar. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum sjúklingafræðslu og nú er talið Ijóst að fræðsla sjúklinga, til dæmis fyrir aðgerðir, hafi jákvæð áhrif á líðan sjúklings eftir aðgerð (Fiathaway, 1986). Þessar rannsóknir sýna að fræðsla getur stytt sjúkrahúslegu en til þess að svo megi verða þarf sjúklingafræðslan að innihalda ákveðin atriði, s.s. skynjun á tilteknum atburði eða útskýringu á fram- kvæmd hans. Johnson og fleiri hafa sýnt fram á að skyn-, hegðunar- og framkvæmdaupplýsingar hjálpi einstak- lingnum að laga sig að miklu álagi, t.d. skurðaðgerð (vitnað til í Moore, 1994). Samkvæmt þeirra kenningum veitir skyn-, hegðunar- og framkvæmdafræðsla sjúklingi skýra mynd af komandi atburðum. Það sem á að gerast verður þá raunverulegra í huga sjúklings og hann getur betur gert sér grein fyrir hvers má vænta og það dregur þá einnig úr kvíða hans (Garvin, Fluston og Baker, 1992; Moore, 1994). Skynupplýsingar fáum við um skynfærin, t.d. með því 9 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.