Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 20
alvarlegs astma til aö leggja til atriði á spurningarlistann sem tilheyrðu sérstaklega fjölskyldum ungra barna með astma og eins til að staðfesta innihaldsréttmæti fyrir þessa gerð af upprunalega mælitækinu. í þessari rannsókn var alphaáreiðanleiki fyrir mæðurnar 0,92 og 0,89 fyrir feðurna. Aðferð og greining gagna Foreldrum, sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar, var boðin þátttaka í rannsókninni af klínískum sérfræðingum í hjúkrun sem unnu á deildum og göngudeildum stofnan- anna, eða af rannsakandanum sjálfum. Foreldrar, sem tilbúnir voru til að taka þátt í rannsókninni, fengu svo spurn- ingalistana með sér heim og voru þeir hvattir til að svara sjálfstætt öllum listunum (þ.e. óháð skoðun hvort annars). Öll gögnin voru greind með því að nota tölfræðipakk- ann SPSS (Statistical Package for the Social Sciences). Gögnin voru greind með það fyrir augum að svara rannsóknarspurningunum og tilgátunum sem settar höfðu verið fram. Niðurstöðurnar, sem kynntar eru hér í þessari rannsókn, eru einungis hluti af stærra rannsóknarverkefni um „aðlögun fjölskyldna sem eiga barn 6 ára eða yngra með langvarandi astma". Niðurstöður Tímafrekasti umönnunarþátturinn, sem tilgreindur var af mæðrum ungra barna með astma, var að veita barninu andlegan stuðning (meðaltal=3,36);SF=1,17). Aðrir tíma- frekir umönnunarþættir voru að meðhöndla aga- og hegð- unarvandamál hjá unga barninu með astmann (meðal- tal=3,13;SF=1,19); að styðja við þroska barnsins (meðal- tal=3,12;SF=1,20); meðhöndla astmakast (meðal- tal=3,09;SF=1,12) og að skipuleggja atburði fyrir fjölskyld- una (meðaltal=3,01 ;SF=1,42) (sjá mynd 1). Þrír erfiðustu umönnunarþættirnir fyrir mæðurnar voru að meðhöndla eigin þreytu samhliða því að sinna barninu með astmann (meðaltal=3,05;SF=1,29); meðhöndla astmakast (meðal- tal=3,01 ;SF=1,19) og að meðhöndla aga- og hegðunar- vandamál (meðaltal=3,01;SF=1,18). Önnur erfið umönn- unarstörf, sem mæðurnar upplifðu voru að vakna á nóttunni til að hugsa um barnið (meðaltal=2,72;SF=1,32); komast yfir að sinna vinnu eða skóla utan heimilis og að skipuleggja astmameðferð á sama tíma (meðaltal=2,63;SF=1,39) og að meðhöndla hegðunarvandamál tengt notkun á astmalyfjum (meðaltal=2,61;SF=1,52) (sjá mynd 2). Fyrir feðurna voru tveir tímafrekustu umönnunarþættirnir að styðja við þroska barnsins (meðaltal=2,87;SF=0,88) og að veita barninu með astmann andlegan stuðning (meðaltal 2,86;SF=0,90). Aðrir tímafrekir umönnunarþættir, sem feðurnir nefndu voru að veita maka sínum eða sambýliskonu andlegan stuðning (meðaltal 2,65;SF=0,79) meðhöndla aga- og hegðunarvandamál hjá barninu (meðaltal=2,60;SF=0,71); veita öðrum börnum andlegan stuðning (meðal- tal=2,56;SF=1,14); og að fylgjast með síðari viðvörunar- 20 Mynd 1. Umönnunarþættir sem tóku mestan tíma hjá mæðrum ■ Veita baminu (með astma) andlegan ■ Fást við aga- og hegðunarvandamál (t.d. grát. óværð, erfiðleika með svefn) Styðja við þroska bamsins (t.d. skiptast á leikföngum, geta leikið sér fallega við önnur böm o.s.frv.) ■ Meðhöndla astmakast (þ.e. fylgja meðferð skv. fyrirmælum. gefa lyf, ákveða hvort bamið þurfi að fara til læknis o.s.frv.) ■ Skipuleggja atburði fyrir fjölskylduna (t.d. afþreyingu, máltíðir, hvfld, citthvað fyrir bömin til að hafa fyrir stafni o.s.frv.) Mynd 2. Erfiðustu umönnunarþættimir fyrir mæður ■ Mcðhöndla eigin þreytu samhliða þvf að sinna baminu ■ Meðhöndla astmakast (t.d. veita baminu meðferð skv. fyrirmælum, lyf, ákveða hvort þörf sé á að fara með bamið til læknis o.s.frv.) ■ Sinna aga- og hegðunarvandamálum (t.d. gráti, óværð, erfiðleikum með svefn) ■ Vakna á nóttunni til að hugsa um bamið ■ Komast yfir að sinna vinnu eða skóla utan heimilis og að skipuleggja astma- mcðferð á sama tfma (t.d. fara úr vinnu eða skóla til að gefa úðalyf eða að finna cinhvem sem er fær um að gefa lyfið) ■ Fást við hegðunarvandamál tengd notkun á astmalyfjum einkennum astmans (meðaltal=2,40;SF=1,00) (sjá mynd 3). Erfiðasti umönnunarþátturinn að mati feðranna var að meðhöndla astmakast hjá barninu (meðaltal=2,57;SF=1,13). Aðrir erfiðir umönnunarþættir voru að meðhöndla aga- og hegðunarvandamál (meðaltal=2,53;SF=0,80); styðja við þroska barnsins (meðaltal=2,52;SF=1,02); veita maka eða sambýliskonu andlegan stuðning (meðaltal=2,48;SF=1,14); og að skipuleggja atburði fyrir fjölskylduna (meðal- tal=2,36;SF=0,99) (sjá mynd 4). Umfjöllun Niðurstöður á umönnun foreldranna gefa nýjar upplýsingar um það hvernig fjölskyldur skipuleggja umönnun fyrir ungt barn með astma. Báðir foreldrarnir töldu það að veita unga barninu með astmann andlegan stuðning vera tímafrekasta umönnunarþátturinn. Aðrir tímafrekir og erfiðir umönn- unarþættir fyrir báða foreldrana voru tengdir því að meðhöndla aga- og hegðunarvandamál hjá barninu. Niður- stöðurnar um erfiðleika við meðhöndlun hegðunar- vandamála hjá ungum börnum með astma eru studdar í fræðunum. Eiser, Eiser, Town og Tripp (1991) fundu í sinni rannsókn að mæður 3ja til 5 ára barna með astma upplifðu meiri erfiðleika þegar þær voru að versla en mæður heilbrigðra barna; og feðurnir í þeirri sömu rannsókn sögðu að börn þeirra væru erfiðari í kringum háttatímann og á nóttunni en feður heilbrigðra barna. Hugsanleg skýring á hegðunarvandamálum hjá ungum börnum með astma er tengd aukaverkunum af astmalyfjum, en í þeirri rannsókn Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.