Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 74
S J Ú KRAH Ú S REYKJAVÍ KU R Hjúkrun Þekking í þína þágu Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru lausar stöður á hjúkrunarsviði. Boðið er upp á margvísleg spennandi atvinnutækifæri fyrir metnaðargjarna og glaðlynda hjúkrunarfræðinga. Sjúkrahús Reykjavíkur er fjölbreyttur vinnustaður þar sem hjúkrunarfræðingum gefst tækifæri til að þjálfa huga og hönd í hinum fjölmörgu sérgeinum hjúkrunar. Mörg tækifæri gefast til símenntunar og þátttöku í rannsóknarvinnu. Við leggjum áherslu á vinsamlegt og faglegt starfsumhverfi þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín. Geðsvið Á geðsviði er rekin þjónusta í Fossvogi, á Hvítabandi og að Arnarholti við bráðveika og langveika geðfatlaða. Þjónustan er í formi innlagna, dagvistunar, hópvinnu og endurhæfingar. Þar gefst tækifæri til að kynna sér mörg mismunandi meðferðarform á flóknum og krefjandi viðfangsefnum. Geðsvið SHR hefur sérstöðu vegna nálægðar við slysa- og bráðamóttöku SHR. Nánari upplýsingar veitir Guðný Anna Arnþórsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 525-1405 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Lyflækníngasvið Á lyflækningasviði eru almennar og sérhæfðar lyflækningadeildir með mjög fjölbreytt verkefni. Þar er einnig barnadeild sem leggur áherslu á heildstæða þjónustu við börn og fjöiskyldur þeirra. Nánari upplýsingar veitir Áslaug Þóra Karlsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1555 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Endurhæfingar- og taugasvið Að Grensásdeild eru sjúklingar með ýmsa taugasjúkdóma og verkjavandamál ásamt sjúklingum sem þarfnast umfangsmikillar endurhæfingar vegna sjúkdóma eða slysa. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1652 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Skurðlækningasvið Á skurðlækningasviði eru legudeildir fyrir aðgerðasjúklinga, skurðstofur, svæfingadeild, gjörgæsludeild, sótthreinsunardeild, göngudeild og dagdeild. Dæmi um aðgerðir sem gerðar eru á sjúkrahúsinu eru heila- og taugaaðgerðir, háls-, nef- og eyrnaaðgerðir, brjósthols- og kviðarholsaðgerðir, bæklunaraðgerðir og aðgerðir á þvagfærum. Tækifæri til aukinnar þekkingar og þjálfunar eru því fjölmörg og spennandi. Nánari upplýsingar veitir Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1305 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Slysa- og bráðasvið Deildir slysa- og bráðasviðs sinna mörgum spennandi og krefjandi verkefnum. Má þar nefna móttöku og hjúkrun bráðveikra og slasaðra, forgangsröðun, símaráðgjöf, áfallahjálp og hjúkrun þolenda kynferðisofbeldis. Göngudeild G-3 sinnir eftirliti og ráðgjöf. Gæsludeild sinnir eftirliti og meðferð fyrsta sólarhring eftir innlögn. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarrframkvæmdastjóri, í síma 525-1705 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Qldrunarsvið Deildir öldrunarsviðs eru flestar staðsettar á Landakoti, ein legudeild er í Fossvogi. Starfsemin er mjög fjölbreytt. Unnið er í teymisvinnu við að finna bestu meðferðarúrræði fyrir hvern einstakling og fjölskyldu hans. Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1888 eða deildarstjórar í síma 525-1800. Kiörár Tilgangur kjörárs er að veita nýjum hjúkrunarfræðingum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur markvissa aðlögun og faglegan stuðning á nýjum vinnustað. Þeir hjúkrunarfræðingar sem skrá sig á kjörár starfa í 1 ár í 80-100% starfi, velja tvær valdeildir (5,5 mán. x 2) og eina sérdeild í 2 vikur. Markviss aðlögun, fyrirlestrar og lesdagar er hluti af dagskrá kjörárs. Boðið er upp á reglubundna fundi með reyndum hjúkrunarfræðingum. Verið velkomin að leita upplýsinga á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í Fossvogi í síma 525-1221 eða beint hjá viðkomandi hjúkrunarframkvæmdastjóra eða deildarstjóra. Laun samkvæmt gildandi samningum viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. 74 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.