Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 74
S J Ú KRAH Ú S REYKJAVÍ KU R Hjúkrun Þekking í þína þágu Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru lausar stöður á hjúkrunarsviði. Boðið er upp á margvísleg spennandi atvinnutækifæri fyrir metnaðargjarna og glaðlynda hjúkrunarfræðinga. Sjúkrahús Reykjavíkur er fjölbreyttur vinnustaður þar sem hjúkrunarfræðingum gefst tækifæri til að þjálfa huga og hönd í hinum fjölmörgu sérgeinum hjúkrunar. Mörg tækifæri gefast til símenntunar og þátttöku í rannsóknarvinnu. Við leggjum áherslu á vinsamlegt og faglegt starfsumhverfi þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín. Geðsvið Á geðsviði er rekin þjónusta í Fossvogi, á Hvítabandi og að Arnarholti við bráðveika og langveika geðfatlaða. Þjónustan er í formi innlagna, dagvistunar, hópvinnu og endurhæfingar. Þar gefst tækifæri til að kynna sér mörg mismunandi meðferðarform á flóknum og krefjandi viðfangsefnum. Geðsvið SHR hefur sérstöðu vegna nálægðar við slysa- og bráðamóttöku SHR. Nánari upplýsingar veitir Guðný Anna Arnþórsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 525-1405 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Lyflækníngasvið Á lyflækningasviði eru almennar og sérhæfðar lyflækningadeildir með mjög fjölbreytt verkefni. Þar er einnig barnadeild sem leggur áherslu á heildstæða þjónustu við börn og fjöiskyldur þeirra. Nánari upplýsingar veitir Áslaug Þóra Karlsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1555 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Endurhæfingar- og taugasvið Að Grensásdeild eru sjúklingar með ýmsa taugasjúkdóma og verkjavandamál ásamt sjúklingum sem þarfnast umfangsmikillar endurhæfingar vegna sjúkdóma eða slysa. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1652 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Skurðlækningasvið Á skurðlækningasviði eru legudeildir fyrir aðgerðasjúklinga, skurðstofur, svæfingadeild, gjörgæsludeild, sótthreinsunardeild, göngudeild og dagdeild. Dæmi um aðgerðir sem gerðar eru á sjúkrahúsinu eru heila- og taugaaðgerðir, háls-, nef- og eyrnaaðgerðir, brjósthols- og kviðarholsaðgerðir, bæklunaraðgerðir og aðgerðir á þvagfærum. Tækifæri til aukinnar þekkingar og þjálfunar eru því fjölmörg og spennandi. Nánari upplýsingar veitir Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1305 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Slysa- og bráðasvið Deildir slysa- og bráðasviðs sinna mörgum spennandi og krefjandi verkefnum. Má þar nefna móttöku og hjúkrun bráðveikra og slasaðra, forgangsröðun, símaráðgjöf, áfallahjálp og hjúkrun þolenda kynferðisofbeldis. Göngudeild G-3 sinnir eftirliti og ráðgjöf. Gæsludeild sinnir eftirliti og meðferð fyrsta sólarhring eftir innlögn. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarrframkvæmdastjóri, í síma 525-1705 eða deildarstjórar í síma 525-1000. Qldrunarsvið Deildir öldrunarsviðs eru flestar staðsettar á Landakoti, ein legudeild er í Fossvogi. Starfsemin er mjög fjölbreytt. Unnið er í teymisvinnu við að finna bestu meðferðarúrræði fyrir hvern einstakling og fjölskyldu hans. Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525-1888 eða deildarstjórar í síma 525-1800. Kiörár Tilgangur kjörárs er að veita nýjum hjúkrunarfræðingum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur markvissa aðlögun og faglegan stuðning á nýjum vinnustað. Þeir hjúkrunarfræðingar sem skrá sig á kjörár starfa í 1 ár í 80-100% starfi, velja tvær valdeildir (5,5 mán. x 2) og eina sérdeild í 2 vikur. Markviss aðlögun, fyrirlestrar og lesdagar er hluti af dagskrá kjörárs. Boðið er upp á reglubundna fundi með reyndum hjúkrunarfræðingum. Verið velkomin að leita upplýsinga á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í Fossvogi í síma 525-1221 eða beint hjá viðkomandi hjúkrunarframkvæmdastjóra eða deildarstjóra. Laun samkvæmt gildandi samningum viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. 74 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.