Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Síða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Síða 23
Anna Gyða Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur, M.Sc. 'Hjúkruft. 'SjwklÍK.^A sem fá verkjameðferð með epidúral legg e-f-tir ^kuv’ðAð^óv'ðív' Verkjameðferð eftir skurðaðgerðir, þar sem verkjalyfin eru gefin með legg í epidúral bilið, þ.e. utan mænubasts, hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum og er í vaxandi mæli notuð hérlendis. Meðferð þessi stillir verki oft betur og hefur yfirleitt færri hliðarverkanir en hefðbundin meðferð með sterkum verkjalyfjum (t.d. morfíni, petidíni, Ketogan®) í sprautuformi. íslenska þýðingin yfir þessa meðferð, þ.e. utanmænu- bastsverkjameðferð, verður ekki notuð í grein þessari þar sem hún er óþjál og lítt notuð á sjúkrahúsum. Mestmegnis verður notast við epidúral (utan mænubasts) og intrathecal (innan mænubasts) verkjameðferð. Þegar epidúral meðferð er veitt er hætta á fylgikvillum ekki mikil en mikilvægt er að uppgötva þá strax og gera viðeig- andi ráðstafanir. Meðferðin byggist því á stöðugu eftirliti. Til skamms tíma var epidúral meðferð eftir aðgerðir einungis veitt á gjörgæslu eða vöknun, en með réttu vali á sjúklingum, reglulegu eftirliti og skráningu, viðeigandi skriflegum reglum um viðbrögð við fylgikvillum, skipulagi þar sem ábyrgð á þessari meðferð er á einni hendi (svæfingalækna) og með stöðugri fræðslu fyrir þá hjúkrunarfræðinga og lækna sem annast sjúklinga, sem fá þessa meðferð, er nú orðið talið óhætt að veita þessa meðferð á almennum legudeildum. Epidúral verkjameðferð Verkjameðferð með epidúral legg byggist á að ópíumlík verkjalyf (t.d. morfín eða fentanyl) eru gefin sem næst verkunarstaðnum, þ.e. viðtökum í bakhorni mænunnar. Næst þá betri (lengri og jafnari) verkun en eftir öðrum gjafaleiðum og er unnt að komast af með minni lyfja- skammta og eru þá ekki sömu líkur á hvimleiðum hliðar- verkunum, s.s. syfju/sleni eða minnkun á þarmahreyfingum. Verkjadeyfandi áhrif staðdeyfilyfja við epidúral svæðið byggjast á að þau koma í veg fyrir taugaboð í útlægum taugum sem liggja að mænunni. Minni skammtar hafa fyrst og fremst áhrif á boð í skyntaugum, stærri skammtar geta einnig haft áhrif á hreyfitaugar. Rannsóknir hafa sýnt að epidúral meðferð eftir aðgerðir með staðdeyfilyfjum hefur aðra jákvæða kosti í för með sér, s.s. að minnka hættu á blóðtappa í fótum og að flýta fyrir þarmahreyf- ingum eftir kviðarholsaðgerðir. Vegna samverkunar (synergism) eru ópíumlík verkjalyf oft gefin með staðdeyfilyfjum í epidúral legginn hvort sem er í sídreypi eða stökum skömmtum (bólusum). Adrenalíni er stundum bætt í þessar lyfjablöndur til að auka staðbundna verkun, auk þess sem það hefur sjálfstæð verkjastillandi áhrif. Svokölluð svæðisbundin (segmental) epidúral meðferð hefur rutt sér til rúms hérlendis og byggist á að blanda af verkjalyfjum með lágri þéttni hvers lyfs er gefin í sídreypi sem næst því mænusvæði (segmenti) sem deyfa á. Meðferðin byggist á að leggurinn er lagður beint á viðkom- andi svæði, t.d. brjóst (thorax) svæðið, og í lyfjablöndunni er æðaherpandi lyf sem gerir verkunina enn staðbundnari. Fyrri aðferðir fólust í því að leggurinn var lagður fyrir neðan mænuna (við eða fyrir neðan L2) og síðan þræddur upp sem næst svæðinu sem deyfa átti. Þetta, ásamt því að styrkur staðdeyfilyfsins var talsvert meiri, gerði það að verkum að deyfingin var miklu ómarkvissari (dreifðari) og skýrir að algengt var að sjúklingar áttu í erfiðleikum með að standa í fætur og með þvaglát því taugar á þeim svæðum voru einnig deyfðar. Mæna * vv*'/ • 1 >7S )y/ýr/k i-£»' 'I Intrathecal (innan —- '7' 2^>XXvA\\ II '^ýv'K- | X Dúra (mænubast) Epidúral (utan mænubasts) bil Epidúru- _ leggur Milli- hryggjarband Gulband Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 23

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.