Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 35
hvergi minnst á þátt hjúkrunar í góðum árangri þeirra. Læknar minnast sjaldan á þátt hjúkrunarinnar, virðast líta á þann þátt sem gefinn, en það er okkar hlutverk að halda mikilvægi hjúkrunarinnar á lofti. Hjúkrunin hefur verið svo til ósýnileg en við verðum að gera hana sýnilegri og það gerum við m.a. með því að tala um hjúkrunina, ræða um hvað við erum að gera og hvernig við gerum það. Við höfum ekki haft sterka rödd en því verðum við að breyta. Við erum sérfræðingar í því að hlúa að öðrum og við höfum ýmislegt fram að færa varðandi það hvað best sé að gera fyrir sjúklinginn hverju sinni.“ En er ekki skortur á hjúkrunarfræðingum í Noregi eins og hér á landi? „Ég held að það sé nóg til af menntuðum hjúkr- unarfræðingum," svarar hún. „Við þurfum hins vegar að kanna hvað við höfum gert til að halda þeim í vinnu, hvernig sjúkrahúsin eru skipulögð og við þurfum að endurskoða hlutverk yfirmanna. Við verðum að bjóða hjúkrunarfræðing- um upp á möguleika á starfsframa, auka símenntunarnám- skeið og bjóða upp á ýmsa aðra starfsþjálfun. Of mikið vinnuálag og einhæfni í starfi eykur líkurnar á því að hjúkr- unarfræðingar segi upp störfum og leiti annað. Hjúkrunar- fræðingar vinna oft og tíðum undir miklu álagi og þeir þurfa umönnun eins og aðrir og það er hlutverk stjórnenda að sjá um að þörfum þeirra sé fullnægt og þeir séu ánægðir í starfi. Þeir þurfa að fá faglega og persónulega hvatningu." Hún leggur áherslu á mikilvægi þessara menntunar- og félagslegu þátta í því að halda í starfsfólk sjúkrahúsanna. „Við lifum á þeim tímum þar sem mjög margt er hægt að gera fyrir sjúklinginn, m.a. vegna tækniframfara og ýmiss konar nýjunga á sviði læknavísindanna. Þessar breytingar hafa átt sér stað um heim allan, ekki bara í Noregi, og því er kominn tími til að kanna hvernig við getum nýtt mennt- un og þekkingu starfsfólks á þann hátt sem nýtist sjúklingnum best og í því tilliti þurfum við að athuga hvernig innra skipulag sjúkrastofnana og hlutverk stjórn- enda getur veitt sem besta þjónustu. Sjúklingar eru mun betur upplýstir nú en áður og við krefjumst betri þjónustu. Við viljum fá að vita um ýmsa meðferðarmöguleika og hvaða afleiðingar þeir hafa. Hvaða lyf er verið að ráðleggja okkur að taka og hverjar helstu aukaverkanir eru. Læknar og hjúkrunarfræðingar verða að vera opnari og miðla upplýsingum til sjúklinganna. Það veitir ekki bara betri þjónustu, það sparar einnig peninga." Og hún tekur dæmi af sjálfri sér er hún þurfti að fara í aðgerð á auga. Hún segist hafa fengið upplýsingar um aðgerðina en ekki nægar, ýtarlegri upplýsingar hefðu dreg- ið úr áhyggjum og auðveldað daglegt líf eftir aðgerðina. „Af hverju var mér t.d. ekki sagt að ég þyrfti að taka með mér sólgleraugu þar sem ég þoldi ekki Ijósbirtuna fyrst á eftir? Einfaldar upplýsingar sem þessar hefðu auðveldað mér lífið, og hvað má þá segja um aðra sem fara í stærri og flóknari aðgerðir? Tökum sem dæmi konu sem þarf að láta fjarlægja annað brjóstið vegna krabbameins. Það er hægt að draga heilmikið úr kvíða og áhyggjum með fræðslu og upplýsingum. Kona, sem fer í slíka aðgerð án þess að hlúð sé að henni eða hún upplýst nægilega, gæti fundið fyrir þunglyndi á eftir, gæti jafnvel lent inni á sjúkra- stofnun vegna þess. Góð hjúkrun er því ekki eingöngu spurning um líðan sjúklingsins heldur getur hún einnig sparað samfélaginu stórfé. Og það er okkar verkefni að koma þessum skilaboðum á framfæri.“ Féiag fagfólks um hjarta- og luiA-^tíAtnAurkœf- ÍHAU Þann 27.11. sl. var í Reykjavík stofnað félag fagfólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu, en meginmark- mið félagsins er að auka samstarf fagfólks sem starfar við eða vill styðja endurhæfingu hjarta- og lungnasjúklinga, styrkja forvarnir og hvetja til fræðslu og rannsókna um hjarta- og lungnaendurhæfingu. Félaginu er því ætlað að vera sameiginlegur vett- vangur þeirra fagstétta sem með einum eða öðrum hætti taka þátt í hjarta- og lungnaendurhæfingu, s.s. lækna, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga, lífeðlisfræð- inga, næringarfræðinga, íþróttafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sjúkraliða og fl. Stjórn félagsins, sem kosin var á stofnfundi, skipa: Hans Jakob Beck læknir, Arna Elísabet Karlsdóttir sjúkraþjálfari, bæði á Reykjalundi og HL-stöðinni í Hátúni, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á SHR, Axel Sigurðsson, læknir á Lsp., og Svava Engilbertsdóttir, næringarfræðingur á SHR. Þegar hafa rúmlega fimmtíu manns skráð sig sem stofnfélaga, en ákveðið hefur verið að þeir sem gangi í félagið fyrir 1. mars nk. skuli teljast til stofnfélaga. Félagsgjald er hóflegt, eða 1000 kr. á ári. Stjórn félagsins vill hvetja alla áhugasama til þátttöku og getur veitt nánari upplýsingar. Umsóknir, sem þurfa að vera skriflegar, skal senda til Hans J. Beck eða Örnu E. Karlsdóttur á Reykjalund, 270 Mosfellsbæ (bréfasími 5668240). Á umsókn skal tilgreina auk fulls nafns og heimilsfangs starfsheiti, vinnustað og netfang ef við á. Stjórn FHLE Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.