Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 60
skal að því að koma á endur- og símenntun með fjarkennslu í samstarfi við háskólastofnanir. allt frá meðferð mikið veikra sjúklinga að stefnumótum heilbrigðisþjónustunnar í heild. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að margir þættir innan heilbrigðisþjónustunnar væru frábrugðnir í dreifbýli og þéttbýli og svo virtist sem lítill skilningur væri á þeim málum innan félagsins svo og almennt innan heilbrigðiskerfisins. Hópurinn kom því fram með tillögu um að skipuð yrði nefnd fulltrúa svæðisdeilda félagsins til að samræma tillögur og ályktanir frá svæðisdeildum og setja fram sér- staka stefnu um hjúkrun og heilbrigðisþjónustu í dreifbýli. Samantekt Nám hjúkrunarfræðinga og möguleikar þeirra á að stunda endur- og símenntun er þeim ofarlega í huga og nefna 5 hópar möguleika á framhaldsnámi, viðbótar- og símenntun fyrir hjúkrunarfræðinga sem eitt af brýnustu verkefnum á sínu sviði. Aukin áhersla á fyrirbyggjandi þjónustu og forvarnir kemur fram hjá hópunum sem fjölluðu um stefnu félagsins í geðheilbrigðismálum, heilbrigðisþjónustu aldraðra og heilsugæslu. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar og geðhjúkr- unarfræðingar benda á mikilvægi aukinnar þjónustu á heilsugæslustöðvum hvað varðar m.a. geðvernd og heilsugæslu í framhaldsskólum þar sem lögð er áhersla á forvarnir auk sálfélagslegs stuðnings. Þá benda geðhjúkrunarfræðingar á að auka þurfi geðhjúkrun inni í fangelsum. Þeir sem fjölluðu um stefnu í sjúkrahúsþjónustu og heilbrigðismálum í dreifbýli lögðu áherslu á að standa vörð um hagsmuni skjólstæðinga varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu og vaxandi gjaldtöku. Að lokum þótti hjúkrunarfræðingum brýnt að rödd þeirra heyrðist meira varðandi stefnumótun í heilbrigðis- þjónustunni og hjúkrunarfræðingar tæku virkari þátt í ákvörðunum sem teknar eru á öllum stigum þjónustunnar, 5 ÁYA Þann 15. janúar voru fimm ár frá stofnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, en þá voru Félag Háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og Félag íslenskra hjúkrunarkvenna lögð niður og allir hjúkrunarfræðingar sameinuðust í einu félagi. Engin afmælisveisla var haldin í tilefni dagsins, en þeir sem voru svo heppnir að leggja leið slna á skrifstofuna gátu átt von á að þeim yrði boðið upp á konfektmola í tilefni afmælisins. Lokaorð í framhaldi af stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum, sem samþykkt var á full- trúaþingi félagsins í maí 1997, var ákveðið að fag- og svæðisdeildir félagsins héldu áfram stefnumótunarvinnunni hver á sínu sviði. Mikil vinna og góð hefur farið fram í deildunum. Hluti þeirrar vinnu var kynntur og ræddur á hjúkrunarþinginu. Með þessari vinnu hefur verið lagður grunnur að ýtarlegri stefnumótun félagsins sem gerir það hæfara til að sinna tilgangi sínum sem er m.a. að vinna að bættu heilsufari landsmanna með því að stuðla að góðri hjúkrun og betri og hagkvæmari heilbrigðisþjónustu í landinu. Þessari vinnu er enn ekki lokið en það er von stjórnar félagsins að fagdeildirnar haldi áfram stefnu- mótunarvinnunni þannig að félagið eigi tiltæka heildstæða stefnu í hjúkrunar- og heilbrigðismálum sem nýtist við þróun og uppbyggingu heilbrigðismála á íslandi. Golfmót hjúkrunarfræðinga? Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa á undanförnum árum sýnt áhuga á að stofna golfklúbb hjúkrunarfræðinga. Meginstarfsemin yrði golfmót, sem haldið yrði árlega, og hugsanlega aðrar samverustundir á golfvöllum landsins. Allt eftir áhuga hjúkrunarfræðinga. Við undir- ritaðar höfum tekið að okkur að kanna áhuga á að þetta komi til framkvæmda. Biðjum við þær/þá sem áhuga hafa að hafa samband við okkur í síma eða með því að senda okkur tölvupóst. Sé áhugi fyrir hendi tökum við að okkur að kalla saman hóp áhugasamra og skipuleggja fyrsta mótið sumarið 1999. Golfkveðjur, Herdís Sveinsdóttir sími 553 3880 (hs) 525 4971 (vs) tölvupóstur herdis@rhi.hi.is Kristín Pálsdóttir sími 555 1382 (hs) 550 26 00 (vs) tölvupóstur kristinp@centrum.is 60 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.