Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Page 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Page 60
skal að því að koma á endur- og símenntun með fjarkennslu í samstarfi við háskólastofnanir. allt frá meðferð mikið veikra sjúklinga að stefnumótum heilbrigðisþjónustunnar í heild. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að margir þættir innan heilbrigðisþjónustunnar væru frábrugðnir í dreifbýli og þéttbýli og svo virtist sem lítill skilningur væri á þeim málum innan félagsins svo og almennt innan heilbrigðiskerfisins. Hópurinn kom því fram með tillögu um að skipuð yrði nefnd fulltrúa svæðisdeilda félagsins til að samræma tillögur og ályktanir frá svæðisdeildum og setja fram sér- staka stefnu um hjúkrun og heilbrigðisþjónustu í dreifbýli. Samantekt Nám hjúkrunarfræðinga og möguleikar þeirra á að stunda endur- og símenntun er þeim ofarlega í huga og nefna 5 hópar möguleika á framhaldsnámi, viðbótar- og símenntun fyrir hjúkrunarfræðinga sem eitt af brýnustu verkefnum á sínu sviði. Aukin áhersla á fyrirbyggjandi þjónustu og forvarnir kemur fram hjá hópunum sem fjölluðu um stefnu félagsins í geðheilbrigðismálum, heilbrigðisþjónustu aldraðra og heilsugæslu. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar og geðhjúkr- unarfræðingar benda á mikilvægi aukinnar þjónustu á heilsugæslustöðvum hvað varðar m.a. geðvernd og heilsugæslu í framhaldsskólum þar sem lögð er áhersla á forvarnir auk sálfélagslegs stuðnings. Þá benda geðhjúkrunarfræðingar á að auka þurfi geðhjúkrun inni í fangelsum. Þeir sem fjölluðu um stefnu í sjúkrahúsþjónustu og heilbrigðismálum í dreifbýli lögðu áherslu á að standa vörð um hagsmuni skjólstæðinga varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu og vaxandi gjaldtöku. Að lokum þótti hjúkrunarfræðingum brýnt að rödd þeirra heyrðist meira varðandi stefnumótun í heilbrigðis- þjónustunni og hjúkrunarfræðingar tæku virkari þátt í ákvörðunum sem teknar eru á öllum stigum þjónustunnar, 5 ÁYA Þann 15. janúar voru fimm ár frá stofnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, en þá voru Félag Háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og Félag íslenskra hjúkrunarkvenna lögð niður og allir hjúkrunarfræðingar sameinuðust í einu félagi. Engin afmælisveisla var haldin í tilefni dagsins, en þeir sem voru svo heppnir að leggja leið slna á skrifstofuna gátu átt von á að þeim yrði boðið upp á konfektmola í tilefni afmælisins. Lokaorð í framhaldi af stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum, sem samþykkt var á full- trúaþingi félagsins í maí 1997, var ákveðið að fag- og svæðisdeildir félagsins héldu áfram stefnumótunarvinnunni hver á sínu sviði. Mikil vinna og góð hefur farið fram í deildunum. Hluti þeirrar vinnu var kynntur og ræddur á hjúkrunarþinginu. Með þessari vinnu hefur verið lagður grunnur að ýtarlegri stefnumótun félagsins sem gerir það hæfara til að sinna tilgangi sínum sem er m.a. að vinna að bættu heilsufari landsmanna með því að stuðla að góðri hjúkrun og betri og hagkvæmari heilbrigðisþjónustu í landinu. Þessari vinnu er enn ekki lokið en það er von stjórnar félagsins að fagdeildirnar haldi áfram stefnu- mótunarvinnunni þannig að félagið eigi tiltæka heildstæða stefnu í hjúkrunar- og heilbrigðismálum sem nýtist við þróun og uppbyggingu heilbrigðismála á íslandi. Golfmót hjúkrunarfræðinga? Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa á undanförnum árum sýnt áhuga á að stofna golfklúbb hjúkrunarfræðinga. Meginstarfsemin yrði golfmót, sem haldið yrði árlega, og hugsanlega aðrar samverustundir á golfvöllum landsins. Allt eftir áhuga hjúkrunarfræðinga. Við undir- ritaðar höfum tekið að okkur að kanna áhuga á að þetta komi til framkvæmda. Biðjum við þær/þá sem áhuga hafa að hafa samband við okkur í síma eða með því að senda okkur tölvupóst. Sé áhugi fyrir hendi tökum við að okkur að kalla saman hóp áhugasamra og skipuleggja fyrsta mótið sumarið 1999. Golfkveðjur, Herdís Sveinsdóttir sími 553 3880 (hs) 525 4971 (vs) tölvupóstur herdis@rhi.hi.is Kristín Pálsdóttir sími 555 1382 (hs) 550 26 00 (vs) tölvupóstur kristinp@centrum.is 60 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.