Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 41
Einnig eru dæmi um að mat sé framkvæmt af yfir- mönnum (Roberts, 1998). Þá eru mörg dæmi um sam- bland af jafningjamati og mati yfirmanna. Endurmat fer fram reglulega, t.d. árlega eða oftar. Ferill í mati á framgangi þarf að vera Ijós svo og kröfur um gögn sem leggja þarf fram. Nauðsynlegt getur verið að veita umsækjendum aðstoð eða leiðbeiningar um framsetningu rökstuðnings í umsókn um framgang. Liggja verður Ijóst fyrir hvernig hægt er að áfrýja niðurstöðu sé viðkomandi ósáttur við það mat sem hann hefur fengið. Mikilvægt er að framgangi verði ekki settar fjárhagslegar skorður, þ.e.a.s að hjúkrunarfræðingar, sem uppfylla tilteknar for- sendur um framgang, fái hann en framgangur ekki háður fjárhagsstöðu stofnunar. Avinningur af klínísku framgangskerfi Alþjóðasamband hjúkrunarfræðinga hefur skilgreint hugs- anlegan ávinning fyrir heiibrigðisþjónustuna og hjúkrunar- fræðinga við að koma á klínísku framgangskerfi í hjúkrun: 1. Aukin hæfni í klínískri hjúkrun viðurkennd og metin til launa. 2. Gefur möguleika á að fá nýja hjúkrunarfræðinga til starfa. 3. Aukin festa í starfi. 4. Aukin starfsánægja. 5. Sköpun tækifæra til jafningjamats (peer review). 6. Aukinn áhugi á faglegum þroska og virkni í starfi. 7. Skapaðir möguleikar á framgangi í starfi. 8. Tryggð tiltekin hæfni í hverju þrepi í klínískum stiga. 9. Aukin gæði þjónustunnar. 10. Aukin framleiðni. 11. Markvissari nýting tækifæra til endurmenntunar. 12. Kostnaður vegna nýráðninga lækkar. 13. Hjúkrunarfræðingar eru opnari fyrir að miðla af þekk- ingu sinni þar sem slíkt er metið til launahækkunar. 14. Fyrirmyndir í klínísku starfi eru sjáanlegri og aðgangur að þeim er auðveldari. 15. Auðveldari rökstuðningur fyrir launahækkunum. 16. Hlutverk hjúkrunarfræðinga eru betur skilgreind. 17. Viðurkenning á rannsóknarhlutverki hjúkrunarfræðinga. 18. Markmið stofnunar og persónuleg/fagleg markmið hjúkrunarfræðinga fara saman (ICN ,1995). Samkvæmt aðlögunarnefndarsamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við stofnanir skal hafa samráð við félagið við þróun framgangskerfa fyrir hjúkrunarfræðinga og tilnefnir félagið fulltrúa sína í þá vinnu. í samræmi við markmið nýs launakerfis „að koma á skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofnana og starfsmanna þeirra" þurfa aðilar að hefja vinnu við mótun framgangskerfa fyrir hjúkrunarfræðinga með því að skil- greina og komast að samkomulagi hverjar þessar þarfir eru. Smíði framgangskerfis tekur síðan mið af þeirri niðurstöðu. í þessari samantekt hefur verið stiklað á stóru um klínísk framgangskerfi fyrir hjúkrunarfræðinga. Ýtarefni og aðrar heimildir er hægt að fá á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ýtarefni: Benner, P. (1984). From novice to expert. Excellence and power in clinical nursing practice. Mento Park, California; Addison-Wesley Publishing Company. Buchan, J. (1997) Clinical Ladders: The Ups and Downs. Int. Nurs. Rev.44,2, bls. 41-46. ICN (1995). Career Development forNurses, ICN Working Document. Margrét Gústafsdóttir (1988). Hugmyndafræði, rannsóknir og hjúkrunarþjónusta. Tímarit FHH, 5. árg., I.tbl., bls.16-22. Taylor, S., o.fl. (1988). Clinical Ladders: Rewarding Clinical Excellence. ANNA Journal, des.hefti 15., nr. 6., bls. 331-334. Aðrar heimildir: Doole, P. (1998). Approaches to Assessment: Peer Review Committee. í Proceedings of N2NO 1998 Forum - A Path for Partnership: Aligning Careers and Organisational Development. NZNO. Henderson, V. (1968/1995). “Excellence in nursing" A Virginia Henderson Reader: Excellence in Nursing, ed. E.J. Halloran (1995) Springer: New York. Lawless, J. (1998). Critical Success Factors in Clinical Career Devetop- ment Programmes. í Proceedings of NZNO 1998 Forum - A Path for Partnership: Aligning Careers and Organisational Development. NZNO. RCN Employment Information and Research Unit (1996). Employment Brief 7/96 - Competence and Clinical Ladders - an introduction and some exampies. Royal College of Nursing. Roberts, F. (1998). Approaches to Assessment: Senior Nurse Review Panel. I Proceedings of NZNO 1998 Forum - A Path for Partnership: Aligning Careers and Organisational Development. NZNO. Trim, S. (1998b). Clinical Career Development Programmes in New Zealand: An Overview. ( Proceedings of NZNO 1998 Forum - A Path for Partnership: Aligning Careers and Organisational Development. NZNO. Trim, S. (1998a). New Zealand Modeis of Remuneration. í Proceedings of NZNO 1998 Forum - A Path for Partnership: Aligning Careers and Organisational Development. NZNO. 80 ára afmæli í haust eru 80 ár liðin frá því að fyrsta félag hjúkr- unarfræðinga á íslandi var stofnað. Fyrsta fundargerð Fjelags íslenskra hjúkrunarfræðinga er til og vitað er að fundurinn var haldinn haustið 1919 en því miður fórst fyrir að skrá dagsetninguna. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun halda upp á tímamótin og því hefur verið skipuð afmælisnefnd. í henni eru Þor- gerður Ragnarsdóttir, formaður, Bergdís Kristjáns- dóttir og Pálína Sigurjónsdóttir. Þegar hefur verið ákveðið að efna til skemmtunar 6. nóvember á Hótel fslandi. Þar ætti útskriftarhópum að gefast gott tæki- færi til að hittast og skemmta sér saman. Dagskráin verður nánar auglýst síðar í Tímariti hjúkrunarfræð- inga. Nú þegar er tímabært að taka frá laugardaginn 6. nóvember 1999 og stefna á að fara á hjúkrunarball á Hótel íslandi. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.