Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 63
Nýr barnaspítali "H ri kas i k.s Eftirfarandi bréf var sent til yfirmanna Landspítalans og barnaspítala Hringsins um miðjan janúar 1999 frá stjórn Félags ísienskra hjúkrunarfræðinga og stjórn fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga vegna umræðna í fjölmiðlum um byggingu nýs barnaspítala. „Á undanfömum vikum hefur verið fjallað um byggingu nýs barnaspítala á Landspítalanum í fjölmiðlum. Hafa ábendingar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um að nokkuð vanti á aðstöðu fyrir skjólstæðinga og starfsmenn í nýrri byggingu m.a. verið til umfjöllunar. Talsmenn barna- spítalans hafa haldið því fram opinberlega að athuga- semdir félagsins byggist á misskilningi og vanþekkingu. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fagdeild barnahjúkrunarfræðinga innan félagsins hafa ákveðið að elta ekki ólar við slík ómakleg ummæli í garð félagsins á þeim vettvangi sem þau voru viðhöfð heldur fylgja eftir athugasemdum sínum um byggingu barnaspítalans með bréfi þessu til yfirmanna stofnunarinnar. Aðbúnaður sjúkra barna og aðstandenda þeirra og starfsaðstaða heilbrigðisstarfsfólks, sem sinnir veikum börnum á Landspítalanum, hefur um langt árabil verið óviðunandi. Þeim sem hafa notið þjónustu barnadeildar- innar hefur sviðið aðstöðuleysið en um leið hefur hæfni og alúð starfsfólk barnadeildarinnar verið lofuð. Því er það sérstakt fagnaðarefni að bygging barnaspítala er hafin og tilhlökkunarefni að sjá fram á bættan aðbúnað og aðstöðu þeirra er þangað leita og þar starfa. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gert athuga- semdir við aðbúnað skjólstæðinga og starfsfólks á fyrirhug- uðum spítala. Engum blandast hugur um að þeir sem hafa komið að skipulagsvinnu hafa lagt sig alla fram til að gera það besta úr því rými sem barnaspítalanum er ætlað. í anda þeirra vinnubragða, sem yfirmenn spítalans hafa lýst, að samráð verði haft við alla aðila sem hagsmuna eiga að gæta, skyldi ætla að framkomnum ábendingum væri fagnað í stað þess að gera lítið úr þeim. Mismunandi skoðanir og sjónarmið liggja að baki ábendingum og athugasemdum og séu þær rökstuddar má gera kröfu til að tekið sé tillit til þeirra. í siðareglum hjúkrunarfræðinga segir að þeir eigi fyrst og fremst að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Það setur þær skyldur á herðar hjúkrunarfræðingum að koma á framfæri athugasemdum sínum telji þeir hagsmuni skjól- stæðinga vera fyrir borð borna. Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga hefur margsinnis fjall- að um byggingu og skipulag barnaspítala. í apríl á síðasta ári ritaði fagdeildin byggingarnefnd barnaspítala Hringsins þar sem bent var á nokkur veigamikil atriði sem taka þurfi til athugunar. Þessar ábendingar eru enn í fullu gildi. Það er því sérstakt fagnaðarefni að stýrihópur um byggingu barnaspítala hefur nýlega óskað eftir formlegu samstarfi við fagdeild barnahjúkrunarfræðinga til að yfirfara skipulag spítalans m.t.t. búnaðar og þarfa þeirra sem koma til með að njóta þjónustu og starfa á barnaspítalanum. Fyrstu hugmyndir um byggingu barnaspítala miðuðu að því að spítalinn yrði miðstöð alhliða heilbrigðisþjónustu við börn. Fjölmargir samráðsfundir, málþing og ráðstefnur fagaðila og foreldrafélaga sjúkra barna gerðu tilraunir til að skilgreina þarfir sjúkra barna, aðstandenda og starfsfólks sem yrðu miðpunktur ákvarðana um skipulag spítalans. í fyrstu hugmyndum var gengið út frá að spítalinn yrði helm- ingi stærri en sú bygging sem nú er byrjað að reisa. Það er því Ijóst að allmargt hefur orðið að víkja. í fyrirhugaðri byggingu er t.d. einungis gert ráð fyrir aðstöðu til minni háttar skurðaðgerða og smærri röntgenskoðana, en að öðru leyti verði börn flutt til skurðaðgerða og röntgen- myndatöku um langan veg í aðalbyggingu sjúkrahússins. í nýjum barnaspítala er ekki gert ráð fyrir slysamóttöku barna né aðstöðu vegna geðsjúkra barna sem þó er eitt brýnasta verkefni íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Það er því gagnrýnt að barnaspítalinn er ekki nægilega stór til að rýma á einum stað þá þjónustu sem veik börn þurfa á að halda. Sameining öldrunardeilda sjúkrahúsanna í Reykjavík og flutningur þeirra á Landakotsspítala hefur verið nefnd sem ein athyglisverðasta og best heppnaða aðgerð innan heilbrigðisþjónustunnar hin síðari ár. Með þeirri breytingu, að stóru sjúkrahúsin í Reykjavík hafa verið flutt undir eina yfirstjórn, gefast tækifæri til að skoða kosti við að sameina barnadeildir sjúkrahúsanna. Verði það talinn álitlegur kostur út frá faglegu og rekstrarlegu sjónarmiði má benda á að rúm fyrir börn á barnadeildum sjúkrahúsanna tveggja eru samtals um 85 talsins (60 á Landspítala og 25 á SHR) en á nýjum barnaspítala er gert ráð fyrir 60 rúmum. Því hefur verið haldið fram að nýr barnaspítali geti rúmað starfsemi barnadeildar SHR, m.a. vegna aukins rýmis í dag- og göngudeildum í nýjum barnaspítala, en um það eru skiptar skoðanir. Það er því ánægjulegt að með 63 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.