Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 38
inu, stór athugun sem Matthías aðstoðarlandlæknir hefur unnið að. Hvað hefst af því? Það fer eftir þínum lífsstíl hvernig þín heilsa er. Og þetta byrjar strax í skólunum, hópur fólks hefur efni á því að leyfa börnum sínum að vera í íþróttum, tónlistarnámi, öðrum listum eða tómstunda- starfi. Þeir sem hafa ekki efni á því hanga í sjoppum og fara að reykja og eru líklegri til að velja sér óheppilegan lífsstíl. Þessi tvískipting er sköpuð strax í skólunum. Ég hefði gjarnan viljað að hjúkrunarfræðingar tækju meira á þessum málum því skólahjúkrunarfræðingar hafa sagt mér frá þessum mikla mun. Lög um almannatryggingar voru sett til að koma í veg fyrir að fólk stæði fyrir utan kerfið en nú virðast sumir bara hafa gleymt því, þó þeir tali fallega fyrir kosningar." Hann segir okkur þó hafa farið fram á ýmsum sviðum, svo sem varðandi tannheilsu. „Við erum farin að skila börnum betur tenntum úr skólakerfinu, börn eru hætt að fá falskar í fermingargjöf. En ef við skoðum hvernig fimm og sex ára börn koma í skólana þá er enn mikill munur á börnum hér á landi og á Norðurlöndunum. Okkar börn eru með mun fleiri holur, en nágrannar okkar eru farnir að snúa sér meira að tannvernd. Það þarf að taka málin mun fastari tökum hér til að ráða bót á þessu.“ Ólafur hefur barist mikið fyrir forvörnum og hann telur að hjúkrunarfræðingar ættu að gegna þar mikilvægu hlut- verki. „Þeir geta séð um bólusetningar, vera með ung- barna- og mæðravernd ásamt Ijósmæðrum, reykinga- varnir, og á heilsugæslustöðvunum ættu að vera stöðugt í gangi, a.m.k. einu sinni á ári, reykingarvarnanámskeið. Þetta ættu hjúkrunarfræðingar að sjá um, t.d. í samvinnu við kennara. Hjúkrunarfræðingar mættu einnig snúa sér að slysavörn og beinvernd í auknum mæli, lærbrot eru t.d. mjög tíð hér á landi, við erum með hæstu brotatölur í heimi og þetta má rekja til beinþynningar sem má m.a. rekja til mataræðis og ónógrar hreyfingar. Meiri samvinna er nauðsynleg milli lækna og hjúkrunarfræðinga, t.d. varðandi sameiginlegan stofugang, til að tryggja betur að allir viti hvað á að gera. Annars skapast óvissa fyrir sjúklinga." Hann dregur fram línurit um kransæðasjúkdóma, sýnir það átak sem gert hefur verið í þeim efnum og segist vilja sjá það sama varðandi beinvernd. „Forvarnir hafa skipt hér verulegu máli. Gott forvarnastarf hefur skilað sér í lægri slysatíðni barna, dánartíðni á börnum frá fæðingu til 14 ára hefur lækkað um 50% á árunum ’81-’95.“ Hann bendir einnig á að bólusetningar hafi haft í för með sér að helm- ingi færri börn fæddust nú heyrnarlaus en áður var. Hann er einnig á þeirri skoðun að öldrunarþjónustan eigi að vera að miklu leyti í höndum hjúkrunarfræðinga. „Hjúkrunarfræðingum má einnig treysta fyrir endurnýjun lyfja o.fl. þess háttar.” Hann er spurður út í ár aldraðra sem nú er gengið í garð. „Ja, ég er nú orðinn sjötugur og það gengur ekki yfir. Einkunnarorð mín hefur verið að slá ellinni á frest. Mér finnst 38 t.d. að Hjúkrunarfélagið ætti að styðja okkur í því að taka upp sveigjanlegan eftirlaunaaldur. Við höfum lagt fram niðurstöður sem sýna mjög rækilega að fólk sem er 50 - 70 ára í dag er miklu hressara en fólk á sama aldri fyrir 15-20 árum. Þetta sýna niðurstöður víða um heim, t.d. frá Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi og víðar. Að hvaða leyti? Blóðþrýst- ingurinn er lægri, fólk hefur betra öndunarþol, kólesterólið er lægra og það á að baki lengri skólagöngu. Hvernig stendur á þessu? Fólk reykir minna, hreyfir sig meira og þess vegna finnst mér eðlilegt að fólk geti valið um hvort það vilji hætta að vinna eða fara ef til vill á hálf eftirlaun.” Hann segist hafa komið með tillögur um sveigjanlegan eftirlaunaaldur fyrir Alþingi 1991. Hjúkrunarfélagið hefði gjarnan mátt styðja tillögurnar sem voru samþykktar sem þingsályktunartillaga en síðan hefði ekkert gerst. „Ég komst að því um daginn að Davíð Oddsson tók þetta upp þegar hann var borgarstjóri, eftir þessa umræðu í þinginu sagði hann við borgar- starfsmenn sem voru komnir á aldur að þeir gætu fengið hálft starf. Mér er sagt að R-lisinn hafi afnumið regluna! Það er ekki jafnmikið að gera hjá öllum eftirlaunaþegum, ég á ekki í vandræðum með að finna mér eitthvað að gera, en það er stór hópur fólks sem hefur ekki að neinu að hverfa þegar það hættir störfum.” Talið berst að lokum að heilsufari kvenna, lungna- krabba sem er orðinn alvarlegt heilsuvandamál hér á landi, orðinn algengari en brjóstakrabbi hjá konum, enda eru reykingar algengar. „Vinnutími kvenna hefur stóraukist sl. 30 ár. Konur vinna í dag lengri vinnudag en karlar ef tekin eru með heimilisstörf. Streita hefur aukist mjög og líkamsfita, sérstaklega meðal framakvenna. Ég held að útivinnandi konur séu alltaf með samviskubit ef þær hafa ung börn á framfæri! Það er alltaf verið að andskotast í þeim, af hverju getið þið bara ekki verið heima með börnin ykkar? Menn verða náttúrlega að skilja að eftir að konum var hleypt í skóla, þá nægir þeim ekki eldhúsumhverfið. Það er útilokað mál. Ég er alveg á því að staða margra kvenna hefur versnað.” Tími okkar er á þrotum, Ólafur er á leið í hádegismat með fyrrverandi starfsfélögum og svo hefur hann ákveðið að taka stefnuna á Ólafsfjörð, leysa af þar eins og hann gerði forðum. Hjón nokkur, sem voru orðin hundrað ára, gömul komu til prestsins og spurðu hvort þau gætu fengið skilnað. Þresturinn varð að vonum undrandi og spurði hvers vegna þau hefðu ekki beðið um þetta fyrr. Gömlu hjónin litu hvort á annað og sögðu svo: „Æi, við vildum ekkert vera að þessu meðan börnin voru á lífi“. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.