Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 62
Rannsóknir hafa sýnt að þær þjóðir sem neyta mikilla dýrapróteina og innbyrða hvað mest kalk verða mest fyrir barðinu á beinþynningu og mjaðmabrotum, en það eru Bandaríkjamenn og Vestur-Evrópubúar. Rannsóknirnar hafa sýnt að samspil er milli próteina og kalks eftir því hvaðan próteinin koma, þ.e. hvort þau koma úr dýraríki eða jurtaríki. Fæða, sem inniheldur sojaprótein, reynist viðhalda jafnvægi í kalkbúskap hvað best. Þetta á Heilbrigðisstofnun Isafjarðarbæ Hjúkrunarfræðíngar í heilsugæslu Tvö stöðugildi hjúkrunarfræðinga eru laus til umsóknar við Heilbrigðisstofnunina, ísafjarðarbæ með höfuðaðsetur við heilsu- gæslustöðina á ísafirði. Um er að ræða fullt starf eða hlutastörf eftir nánara samkomulagi. Verkefnin eru á sviði skólahjúkrunar, heimahjúkrunar og almennrar heilsugæslu í tengslum við starfsemi stofnunarinnar í sveitarfélaginu öllu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Anette Högnason, hjúkrunarforstjóri og/eða Guðjón S. Brjánsson framkvæmdastjóri í vs. 450 4500 Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði leitar jafnframt að hjúkrunarfræðingum til sumarafleysinga og í fastar stöður frá 1. júlí eða 1. september 1999. Vinnuaðstaða á FSÍ er til fyrirmyndar og aðbúnaður sjúklinga og starfsfólks óvíða betri. Um er að ræða hjúkrun á almennri hand- og lyflækningadeild, fæðingadeild, öldrunarlækningadeild og við slysahjúkrun. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri FSl, Hörður Högnason, í síma 450 4500 Ljósmóðurfræði háskólaárið 1999-2000 Nám í Ijósmóðurfræði. Frestur til að sækja um innritun til náms í Ijósmóðurfræði rennur út 15. mars n.k. Umsækjendur skulu hafa próf í hjúkrunarfræði viðurkennt í því landi sem það er stundað og íslenskt hjúkrunarleyfi frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að taka 8 nemendur inn í námið. Til að námsskrá í Ijósmóðurfræði á fslandi sé í samræmi við námsstaðla Evrópusambandsins og kröfur sem gerðar eru á háskólastigi séu uppfylltar þurfa hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa lokið BS-prófi að Ijúka 16 eininga fornámi. Upplýsingar um fornám, reglur um val nemenda og skipulag námsins er að finna í Kennsluskrá Háskóla íslands. Umsóknum ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf, meðmæli, afrit af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi ásamt greinargerð umsækjanda um áhuga á námi í Ijómóðurfræði og hvernig sá áhugi þróaðist skal skila fyrir 15. mars á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Láru Erlingsdóttur, fulltrúa, eftir hádegi alla virka daga. Sími 525-4217 reyndar aö hluta til við um aðrar tegundir bauna og próteina úr jurtaríkinu almennt, en rannsóknir á soja- baunum sýna að þær hafa mest áhrif. Ísóflavínefni sojabaunar eru stundum kölluð „phyto- östrógen", þ.e. jurtaöstrógen, og eru talin eiga mestan þátt í góðri heilsu Austurlandakvenna á breytingaskeiði, einkum góðu hormónajafnvægi og beinþéttni. Það er Ijóst að mikið er hægt að fjalla um fæðu ef soja- baunir einar sér hafa þau áhrif sem ætia má samkvæmt ofanskráðu. Við ættum að huga að öllu sem við getum varðandi hollar neysluvenjur. Einhvern veginn þurfum við að koma markmiðum Manneldisráðs ofan í okkur, þ.e. „fimm á dag“ (fimm skammtar af grænmeti og ávöxtum). Fjölbreytileiki í fæðu skiptir miklu máli. Sojabaunir og jurtafæða er nauðsynleg tilbreyting í okkar vestræna samfélagi ef við eigum að geta státað af góðri heilsu samfara hárri elli. Heimildir: Messina M, Messina V, Stetchell K. (1994): The Simple Soybean and your health. Avery Publishing Group. Garden City Park. New York. Rúmur mílljarður króna tíl rannsóknarhóps undir stjórn íslensks læknis Novo Nordisk sjóðurinn veitti í janúar styrk, sem nemur rúmlega einum milljarði íslenskra króna, til norræns rannsóknarhóps á sviði sykursýki. Þetta er einn stærsti rannsóknarstyrkur sem veittur hefur verið til læknisfræðilegra rannsókna í heiminum. Með veitingu styrksins hefur Novo Nordisk sjóður- inn hleypt af stokkunum norrænu rannsóknarverkefni með það að markmiði að hjálpa fjölmörgum sykur- sjúkum sem eiga á hættu að fá fylgikvilla er valda nýrnabilun og blindu. í rannsóknarhópnum, sem tók á móti styrk Novo Nordisk sjóðsins úr hendi hennar hátignar Margrétar Þórhildar Danadrottningar, eru sérfræðingar í fremstu röð úr fjölda vísindageina, þar á meðal sameinda- líffræði, frumulíffræði og erfðavísindum. Hópnum, sem eru vísindamenn frá háskólunum í Helsinki, Stokk- hólmi, Uppsölum og Gautaborg, er stjórnað af Karli Tryggvasyni, prófessor í læknisfræðilegri efnafræði við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. 62 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.