Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 12
að bæta við fræðsiu um hvað gerðist þegar þær kæmu aftur á legudeild af vöknun. Neðst á spurningalista voru nokkrar línur þar sem kon- urnar gátu komið með athugasemdir. í þeim dálki töldu þrjár konur að gott hefði verið að fá þessa fræðslu fyrr, til dæmis í mæðraverndinni. Fjórar nefndu hve gott hefði verið fyrir eiginmenn þeirra að skoða fræðslumöppuna. Ein þeirra sagði: „Mér fannst mjög gott að geta sýnt manni og 18 ára syni keisaramöppu. Mér fannst það hjálpa eigin- manni að undirbúa sig fyrir keisaraskurð. Mér finnst nauðsynlegt að hafa svona rnöppu." Einnig nefndu þrjár konur að kvíði þeirra hefði minnkað við það að skoða keisaramöppuna og ein konan sagði að hún hefði ætlað í svæfingu en snúist hugur við það að skoða möppuna. Ein kona, sem boðið var að skoða fræðslumöppuna, afþakkaði það. Hún kvaðst ekki treysta sér til að sjá fræðsluna. En í könnun var kona sem skrifaði: „Myndirnar eru góðar. En mér fannst sumar mynd- irnar dálítið ógeðslegar. Mér finnst engu mega breyta í möppunni. Alls ekki taka í burtu ógeðslegu myndirnar. Þetta er bara svona." Tölfræðiforritið var líka látið reikna út fylgni milli breyta. Marktæk fylgni reyndist vera á milli aukins aldurs og fjölda fæðinga (r = 0,40). Ef konurnar höfðu ekki farið í keisara- skurð áður, þá jókst þekking þeirra marktækt meira við það að skoða möppuna en hinna (r = 0,48). Einnig var marktækur munur á væntingum kvennanna til keisara- skurðar því þær sem höfðu farið áður í keisaraskurð sögðu hann oftar vera eins og þær hefðu búist við (r = 0,35). Umfjöllun Huglæg reynsla okkar af þessu verkefni er að samvinna milli svæfinga- og fæðingardeilda hafi heldur aukist. Það sýnir okkur að svæfingahjúkrunarfræðingar eru mikilvægir við að tryggja samfellda hjúkrun. Einnig er það tilfinning svæfingahjúkrunarfræðinga á FSA, að eftir að fræðslu- mappan var útbúin komi mæður betur undirbúnar undir keisaraskurðinn en áður. Konunum viðist yfirleitt líða vel og þær þekkja almennt atburðarás keisaraskurðar og þeim kemur ekki margt á óvart. Samskipti mæðra og hjúkrunar- fræðinga verða markvissari því ekki þarf að byrja frá grunni að fræða hina verðandi móður um keisaraskurðinn. Auðveldar þetta umönnum og hjúkrun kvennanna og það eykur starfsánægju. Okkar reynsla er sú að ef eitthvað óvænt kemur upp sé auðveldara að ná tökum á aðstæð- um því að konan er rólegri. Athugasemdir margra mæðr- anna styrkja þessa skoðun. Ekki fundust heimildir við lesefnisleit um áhrif þess að 12 veita konum og aðstandendum þeirra fræðslu um fyrirframákveðinn keisaraskurð eftir að inn á sjúkrahús er komið. Burritt og Fawcett gerðu bækling um keisaraskurð sem dreift var til verðandi foreldra í foreldrafræðslu fyrir barnsburð, óháð því hvort um keisaraskurð var að ræða eða ekki. í bæklingnum voru hegðunar-, skyn- og fram- kvæmdaupplýsingar. Þau 18 pör, sem höfðu reynslu af keisaraskurði, voru spurð um bæklinginn og svöruðu 15 konur og 13 karlar að hann hefði mikið upplýsingagildi (vitnað til í Fawcett, 1990). Er það í samræmi við niður- stöður úr þessari könnun. í athugasemdum frá fjórum konum kom einnig fram að þeim fannst gott að feðurnir skoðuðu fræðslumöppuna því það auðveldaði þeim undir- búning fyrir keisaraskurðinn. Ef feðurnir skoða umrædda fræðslumöppu gera þeir sér betur grein fyrir atburðarás keisaraskurðar og þá verða þeir færari um að veita konum sínum stuðning í aðgerðinni. Konurnar í könnuninni bentu á að meiri fræðslu vantaði um keisaraskurð almennt á meðgöngu. Fawcett (1994) komst að því að þær konur (n = 224) sem tóku þátt í markvissri fræðslu (tveggja klukkutíma) almennt um keisaraskurð á meðgöngunni höfðu jákvæðari reynslu af keisaraskurði en hinar sem fengu einungis hefðbundna fræðslu (n= 135). í þessari könnun jókst þekking þeirra sem ekki höfðu farið í keisaraskurð áður, mun meira en hinna sem höfðu reynsluna, við það að skoða fræðslu- efnið. Gefur það okkur þá vísbendingu að leggja beri sérstaka áherslu á að sýna þeim konum, sem ekki hafa farið áður í keisaraskurð, fræðsluefnið. Til þess að hin verðandi móðir geti tekið þátt í fæðingu barns síns með keisaraskurði er nauðsynlegt að hún sé vakandi. Oft virðist gæta ótta í sambandi við mænudeyf- ingar, eins og kom fram hjá einni konunni í könnuninni. Rannsóknir hafa sýnt að dvölin á skurðstofu eða aðgerðarferlið sjálft veldur sjúklingunum oft mestum kvíða (Brown, 1990; Hathaway, 1986) og að sjúklingar kjósa oft að taka lítinn þátt í eigin meðferð inni á skurðstofum (Leino-Kilpi og Vuorenheimo, 1993). í þessari könnun kom fram að 13 konum fannst keisaraskurðurinn auðveldari en þær höfðu vænst. Ekki fundust neinar heimildir um breytingar á viðhorfi til mænudeyfingar eða aðgerðarferlis vegna fræðslu. Því má álykta að almennt þurfi að rann- saka betur hvort fræðsla fyrir mænudeyfingu og aðgerðir hafi áhrif á viðhorf einstaklingsins til deyfingarinnar og aðgerðarferlisins og þá hvers konar áhrif. Eins og áður kom fram voru það fjórar konur sem ekki töldu sig hafa fengið neina fræðslu frá fagaðilum fyrir keisaraskurðinn. Nauðsynlegt er að fagfólk aðstoði konur, sem eru að fara í áætlaðan keisaraskurð, við lestur fræðsluefnis og svari spurningum þeirra. Það getur dregið úr kvíða eða ótta. Fyrir suma getur fræðslan verkað ógnvekjandi þannig að einstaklingurinn kjósi jafnvel að sleppa fræðslunni eins og var með eina konu hér. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.