Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Qupperneq 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Qupperneq 29
samfellda þjálfun í að fjalla um manneskjur og meðhöndla þær á tæknilegan hátt, sem væri að vísu geysilega árangursríkt, en stangaðist gjörsamlega á við venjulega siðræna afstöðu til mannsins. Hversdagsleg siðræn við- horf væru numin úr gildi vegna þess að tækniþjálfunin væri í fyrirrúmi. Ég vitna í þennan unga lækni vegna þess að mér finnst hann lýsa ástandi og viðhorfum sem ég heyri hjúkrunar- fræðinga vera hvað óánægðasta með: Sjúklingum er rúllað í gegnum spítalana eins og hverju öðru tæknilegu fyrirbæri og um leið og búið er að kippa gangverkinu í lag eru þeir sendir út aftur. Því fyrr sem það tekst, því sneggri sem tæknimennirnir á spítalanum eru, því betra. Þetta eru atriði sem ég held og vona að muni áfram vekja óánægju hjúkrunarfræðinga. Ánægja með slíkt ástand er við hæfi í verksmiðjum eða á verkstæðum, en í hjúkrun sinnum við fólki af holdi og blóði sem er gætt tilfinningum, vilja og hugsun. Virðingarleysi gagnvart fólki á að vekja óánægju. Þannig getur óánægja verið vísbending um að eitthvað sé að og sé hún greind sem slík er hægt að virkja hana til að breyta málum til hins betra. Ef hægt er að tala um niðurstöðu af þessum vanga- veltum mínum er hún í stuttu máli þessi. Hjúkrunarfræð- ingar verða að skoða væntingar sínar. Til hvers ætlast þeir, af sér sjálfum og öðrum, og hversu raunhæft er það? Þeir sem reyna að bjarga heiminum upp á eigin spýtur vakna iðulega upp við vondan draum þegar þeir uppgötva að kraftarnir eru á þrotum en verkefnin óþrjótandi. Þeir sem bíða með hendur í skauti eftir að aðrir leysi vandamálin verða óvirkir þolendur, uppfullir af beiskju og vonbrigðum. Þess vegna þarf hver og einn að líta í eigin barm og leitast við að greina á milli þess sem er í hans valdi og þess sem hann fær ekki breytt og varast í því sambandi bæði vanmat og ofmat á getu sinni. Hjúkrunarfræðingar þurfa að sundurgreina þau atriði sem vekja óánægju, kalla hlut- ina réttum nöfnum, láta í sér heyra og vinna úr óánægjunni á viðeigandi stöðum. Við höldum auðvitað áfram að berj- ast fyrir betri launum en látum ekki óánægju með launakjör seytla út um allt því þannig eyðileggjum við fyrst og fremst fyrir okkur sjálfum. Hjúkrunarfræðingar þurfa líka að gæta þess þegar þeir bera kjör sín saman við aðra hópa að horfa á heildarmyndina en ekki eingöngu þann hluta hennar sem gefur hagstæða útkomu hverju sinni. Laun eru ekki eingöngu krónur í vasann, þau eru einnig viðurkenning fyrir starfið og þess vegna eru lág laun oft túlkuð sem vanmat eða lítilsvirðing. Um fátt hafa hjúkr- unarfræðingar rætt af meiri hita síðastliðið ár en kjaramál, og þó svo að menn séu misjafnlega sáttir vona ég að þeir nýti nú krafta sína í önnur mál. Vissulega skipta launin máli en það er ekki hægt að byggja upp sterka sjálfsmynd eða tryggja starfsánægju með laununum einum saman. Aðrir mikilvægir þættir, sem stuðla að starfsánægju, eru til dæmis þeir að finna tilgang með því sem maður gerir, að takast á við krefjandi viðfangsefni, að fá og nýta tækifæri til símenntunar, að eiga samskipti við samstarfsfólk og sjúklinga, að njóta viðurkenningar annarra og eiga kost á þverfaglegu samstarfi á ólíkum vinnustöðum. Það er hins vegar á ábyrgð hvers og eins hvernig hann spilar úr þessum þáttum. Gleymum því ekki að við eyðum okkar bestu stundum í vinnunni og það eru forréttindi að geta nýtt þær til starfa sem maður hefur áhuga á. Því þurfum við að varðveita áhugann eins og hverja aðra gersemi. Heimildir: Epiktets (1955) handbók, Hver er sinnar gæfu smiður, þýðandi dr. Broddi Jóhannesson, Reykjavík. Skírnir (1998), tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag. Greinin er byggð á erindi sem var flutt á haustfundi hjúkrunarráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur 1998. 7^ £ FOSSVOGI Þegar andíát bar ab köndum Útjararstoja Kirlzjugarðanna Fossvogi Sími 551 1266 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.