Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Side 32
Á Akureyri.
Það kom mér á óvart hve margir aldraðir íslendingar
tala ensku reiprennandi. Það gerði mér kleift að kanna
þunglyndi meðal þeirra með „Geriatric Depression Scale“-
prófi og veita viðeigandi meðferð.
Öldrunarhjúkrunarfræðingar á íslandi virðast fylgjast
með nýjungum í fræðum sínum gegnum fagfélögin.
Aðgangur að háskólanum, bókasafni og öðrum upplýs-
ingamiðlum gefa kost á einstaklingsnámi. Einhvern tímann
myndi mig langa til að koma aftur til íslands og deila
reynslu minni í öldrunarhjúkrun, reynslu sem gæti aukið
þekkingu og virðingu fyrir þessari sérstöku tegund hjúkr-
unar. Ég er byrjuð að safna saman upplýsingum sem við
notum hér í Kanada, og á íslandi skildi ég eftir nokkur
myndbönd um starf okkar hér vestanhafs.
Hjúkrunarfræðingar í Kanada hafa nýlega samið próf
fyrir námskeið í „Gerontological Nursing Certification
program" sem hefur verið sett upp nýlega. íslenskir hjúkr-
unarfræðingar gætu nýtt sér þetta með aðstoð Félags
hjúkrunarfræðinga í Kanada.
Ég er komin aftur til Kanada og hef verið að segja
starfsfélögum á Day Hospital, fjölskyldu og fleirum frá
ævintýrum mínum á íslandi. Góðar minningar og tilfinn-
ingar streyma fram um leið og þeir njóta íslenska rúg-
brauðsins sem ég baka í ofni yfir nótt, hlusta á íslenska
tónlist og sögur af landinu og skoða myndir.
Ég hlakka til að taka á móti íslenskum hjúkrunar-
fræðingum sem taka þátt í ráðstefnu kanadískra öldrunar-
hjúkrunarfræðinga þar sem ég mun fá tækifæri til að bjóða
þær velkomnar með sömu gestrisni og mér var sýnd.
Verið velkomnar til Kanada í maí eða hvenær sem þið
hafið tækifæri til að koma!
Mannekla í hjúkrun
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga kynnti skýrslu um
manneklu í hjúkrun á blaðamannafundi sem haldinn var
þann 15. mars. Skýrslan er unnin á vegum nefndar
stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og deildar
hjúkrunarforstjóra sjúkrahúsa innan félagsins. Hún er unnin
af þeim Steinunni Sigurðardóttur, Aðalbjörgu Finnboga-
dóttur, Ástu Möller, Ernu Einarsdóttur, Eygló Ingadóttur,
Guðrúnu Sigurðardóttur, Ingibjörgu Sveinbjörnsdóttur,
Ragnheiði Sigurðardóttur og Þóru Ákadóttur. Kynntar voru
tillögur nefndarinnar sem fela m.a. í sér að nemendafjöldi í
hjúkrunarfræðum verði aukinn um 30-40 árlega næstu 15
árin.
112
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999