Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Page 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Page 49
 / i / n uKrun Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa er ekki nýr af nál- inni. Allt frá árinu 1942 hefur verið rætt um skort á lærðum hjúkrunarfræðingum, eða hjúkrunarkonum eins og þær nefndust þá, en það ár kemur fram í tímariti hjúkrunar- kvenna að skorturinn hafi verið 10%. í ársbyrjun 1998 tók stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga ákvörðun um að gera könnun á skorti á hjúkrun- arfræðingum til starfa. Niðurstöðurnar voru birtar í júníhefti Tímarits hjúkrunarfræðinga. Á vorfundi deildar hjúkrunar- forstjóra innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1998 voru umræður um þetta efni. Á fundinum var samþykkt ályktun um að deildin skipaði nefnd í samráði við stjórn sem fengi það hlutverk að skoða ástæður fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum til starfa og koma með tillögur til úrbóta. í nefndina voru skipaðir eftirtaldir aðilar. Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga: Ásta Möller, formaður, Aðal- björg Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur hjá félaginu, og Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur á SFIR. Frá deild hjúkrunarforstjóra: Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunar- fræðingur á Sjúkrahúsi Akraness, sem jafnframt tók að sér formennsku í nefndinni, Erna Einarsdóttir, starfandi hjúkr- unarforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og Þóra Ákadóttir, starfsmannastjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Á fyrsta fundi nefndarinnar, sem haldinn var 1. september 1998, var ákveðið að fjölga í nefndinni og bættust þá við Ragnheiður Sigurðardóttir, hjúkrunarfamkvæmdastjóri á Landspítalanum, Guðrún Sigurðardóttir og Eygló Inga- dóttir, hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum. Nefndin ákvað að skoða sérstaklega eftirfarandi þætti: 1. Taka saman athuganir og kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum á vinnumarkaði hjúkrunar- fræðinga og um skort á hjúkrunarfræðingum til starfa. 2. Gera athugun á núverandi stöðu vinnumarkaðar hjúkr- unarfræðinga, atvinnuþátttöku þeirra og líklegri þróun á næstu árum. 3. Meta þörf fyrir hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofn- unum. 4. Greina ástæður fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum til starfa og setja fram tillögur til að bæta úr skorti á hjúkr- unarfræðingum í framtíðinni. í skýrslunni kemur fram að mannekla í hjúkrun er um 14% á heilbrigðisstofnunum miðað við stöðuheimildir, en það jafngildir því að hjúkrunarfræðinga vanti í 300 stöðu- gildi. Að mati félagsins og hjúkrunarforstjóra vantar um 425 stöðuheimildir á heilbrigðisstofnanir á íslandi þannig að samtals vantar rúmlega 700 hjúkrunarfræðinga í fullt starf á heilbrigðisstofnanir hér á landi. í könnun, sem gerð var á högum og viðhorfum háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga 1986 og unnin var af þeim Ástu Thoroddsen, Jónu Siggeirsdóttur og Lauru Sch. Thorsteinsson, kom í Ijós að helstu ástæður fyrir því, að hjúkrunarfræðingar hætta að starfa við hjúkrun, eru léleg laun, en 97,7% telja það mikilvæga eða mjög mikilvæga ástæðu þess að hætta í starfi. 88,8% nefna slæman vinnutíma sem mikil- væga eða mjög mikilvæga ástæðu. 74% nefna léleg skil- yrði til að viðhalda þekkingu sinni og 70,5% segja lélega starfsaðstöðu ráða miklu eða mjög miklu um það hvort þeir myndu hætta að starfa við hjúkrun. Þegar hjúkrunar- fræðingar voru beðnir um að raða helstu ástæðum fyrir því, að þeir myndu hætta störfum, í forgangsröð, settu langflestir léleg laun í fyrsta sæti eða 56,8%, síðan komu heimilisaðstæður, 10,4%, og erfiður vinnutími, 8,8%. í könnun á högum hjúkrunarfræðinga, sem gerð var á vegum Hjúkrunarfélags íslands 1983 af Þórólfi Þórlindssyni o.fl., kemur í Ijós sú tilhneiging að hjúkrunarfræðingar hverfa úr fullu starfi í hlutastarf. í óbundnu vali komu fram megin- ástæður þess að hjúkrunarfræðingar eru í hlutastarfi. Þar nefna 75% að vaktavinna samræmist illa heimilisstörfum, 65% tala um mikið vinnuálag, 63% óreglulegan vinnutíma og 30% vandamál við barnagæslu. í bundnu vali telja hjúkr- unarfræðingar meginástæður hlutastarfs vera: vaktavinnu sem samræmist illa heimilisstörfum, eða svo segja 34%, mikið vinnuálag nefna 18%, 16% segja léleg laun megin- ástæðuna og 8% tala um óreglulegan vinnutíma. Tillögur nefndarinnar til að bæta úr manneklu í hjúkrun fela m.a. í sér að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. Lagt er til að fjármagn vegna náms í hjúkrunarfræði verði aukið þannig að nemendafjöldi á ári verði 120-130 í stað 90. Þannig verði á næstu 15 árum hægt að manna þau stöðugildi sem nú vantar í og fjölga hjúkrunarfræðingum. Auglýsingaherferð í samstarfi Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og heilbrigðisyfirvalda verði haldin til að kynna störf hjúkrunarfræðinga á raunsannan og jákvæðan hátt. Markhópurinn verði ungt fólk sem stendur frammi fyrir vali á ævistarfi. Menntastofnanir hjúkrunarfræðinga endur- skipuleggi verklegt nám hjúkrunarnema m.t.t. fjölgunar nemenda og nýti fleiri heilbrigðisstofnanir til verklegrar þjálfunar. Heilbrigðisstofnanir endurskipuleggi starfsemi sína m.t.t. fjölgunar nemenda í verklegu námi. Fjármagn til 129 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.