Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 12
stigi viðurkennir einstaklingurinn vandamálið og getur oft lýst því og nauðsyn þess að hætta að reykja. Sumir telja að þeir geti ekkert gert sjálfir til að leysa vandamálið og aðrir verði því að leysa það fyrir þá. Tilraunir þeirra sem hafa hætt hafa mistekist vegna óraunhæfra væntinga, t.d. til nikótínlyfja. „Viðskiptavinurinn" hefur þegar reynt allar „vörurnar" í hillunni og það verður því erfitt að finna nýjar vörur. Damkjær telur það ekki hafa góð áhrif á fólk að gera samkomulag um að hætta að reykja heldur þurfi að hvetja fólk til að halda áfram að íhuga reykleysi og vera meðvitað um hvað geti hjálpað því áleiðis. Þetta stig getur staðið í mörg ár. C. Undirbúnings- og framkvæmdastig - Kaupandi Á þessu stigi eru reykingar viðurkenndar sem vandamál og einstaklingurinn er tilbúinn að takast á við þær. Hann stefnir nú markvisst að því að hætta að reykja og vill að það takist. Hann er virkur og tilbúinn að ákveða tíma og undirbúa reykbindindi. Á framkvæmdastiginu hættir hann. Nú finnur hann sjálfur lausnir með hliðsjón af fyrri reynslu. Því er mikilvægt fyrir meðferðaraðila að kanna fyrri reynslu. Hann þarf að finna út jákvæðu og neikvæðu atriðin og beina athyglinni að því jákvæða. Á þessum stigum er einstaklingurinn móttækilegastur fyrir upplýsingum og stuðningi. Hægt er að tala um að skjólstæðingurinn sé nú „kaup- andinn" sem vilji góðar vörur frá afgreiðslumanninum. Hann spyr og vill fá skýr svör eins og hvað hann eigi að gera ef hann verður eirðarlaus eða líður illa og hvernig eigi að nota nikótínlyfin. Á þessum stigum eru einkum tvær ráðleggingar mikilvægastar. Annars vegar eru ráðleggingar um hvernig skuli bregðast við afleiðingum nikótínskorts, s.s. nikótínfráhvarfi og möguleikum á að minnka það með nikótínlyfjum en með því að nota nikótínlyf er slegið á líkamlegu fráhvarfseinkennin og einstaklingurinn getur betur einbeitt sér að því að takast á við andleg og félags- leg fráhvarfseinkenni. Þessir einstaklingar hafa oftast reykt í langan tíma og kunna ekki lengur að vera reyklausir. Reykingarnar eru því stór hluti af hversdagslegum athöfn- um fólks sem það þarf að takast á við. Hins vegar eru ráðleggingar um hvernig eigi að yfir- vinna reykingaávanann. Fyrir flesta er það stórt vandamál að hætta reykingum. Steve de Shazer leggur til eftirfar- andi: „Ef þú átt við vandamál að stríða og það sem þú gerir til að leysa vandamálið virkar, gerðu þá meira af því. Ef það sem þú gerir virkar ekki, finndu þá eitthvað annað.“ Þannig þarf meðferðaraðilinn að reyna að virkja hugmyndir skjólstæðings og beina athyglinni að því jákvæða og því sem áður hefur virkað. Sérstaklega þarf að skoða hvaða hugmyndir viðkomandi hefur um að hætta að reykja. Dæmi M: „Reynsla mín er sú að einstaklingar sem koma til mín til að fá aðstoð við að hætta að reykja hafa yfirleitt 164 undirbúið sig áður og hafa hugmyndir um hvað þeir geti sjálfir gert. Hvað um þig?“ S: „Já.“ M: „Segðu mér frá hugmyndum þínum.“ Dæmi M: „Það virðist vera mikið vandamál fyrir þig að hætta að reykja. Segðu mér hvenær þú hættir síðast og hvað þú varst lengi reyklaus." S: „Ég hætti fyrir viku en var ekki reyklaus nema í tvo daga.“ M: „Hvernig tókst þér að vera reyklaus í tvo daga?" S: „Ég sagði við sjálfan mig að þetta væri búið og henti sígarettunum." M: „Hvað gerðir þú þegar löngunin í tóbak kom yfir þig?“ S: „Ég varð eirðarlaus og fór í langa göngutúra. Ég fór að heimsækja gamlan vin sem er líka hættur að reykja og fór í bíó um kvöldið." M: „Það virðist virka vel fyrir þig að aðhafast eitthvað. Heldur þú að það hjálpi þér næst þegar þú ætlar að hætta að reykja?" Dæmi M: „Hvenær í þinni reykingasögu hefurðu lengst verið reyklaus?" S: „Það er langt síðan. Fyrir 7-8 árum var ég reyklaus í 10 mánuði en svo var ég svo heimsk að fá mér eina sígarettu í samkvæmi og þá var ég fallin." M: „Hvað olli því að þú gast haldið út svona lengi?“ S: „Minni streita í vinnunni og samheldni hjá vinnu- félögum um að halda reykbindindi." Eins og fram kemur í tveim seinni dæmunum einblínir fólk oft á neikvæða reynslu eins og: „Ég hef engan viljastyrk og get þess vegna ekki hætt.“ Meðferðaraðili þarf því að beina athyglinni að hinu jákvæða. Einnig er hægt að nota þversagnakenndar spurningar til að nálgast einstaklinga. Dæmi M: „Þú hefur sagt mér að reykingarnar hjálpi þér við hið daglega líf. En það eru margir sem hafa svipað lífsmunstur og þú en reykja mun meira. Hvað gerir þú til að halda niðri reykingum?" S: „Það er takmarkað sem ég get reykt í vinnunni." M: „Er það þá ekki gott fyrir þig, þegar þú hættir, að vera á stöðum sem ekki má reykja?" S: „Jú, líklega." M: „Hvaða staðir væru það helst?" Hægt er að nota árangursríka reynslu einstaklinganna á öðrum sviðum í reykleysismeðferð. Þannig er gott að komast að hvað þeir hafa áður gert til að umbuna sér og hvernig það gekk og síðan hvað þeir geti gert í núverandi stöðu til að umbuna sér þegar vel gengur. Dæmi M: „Þú hefur nú ákveðið að hætta að reykja. Hefurðu áður sett þér markmið sem þér hefur tekist að ná og sem þú gætir nýtt þér nú?“ Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.