Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 64
Avallt til staðar: sameinaðir qean ofbeldi Alþjóðadagur hjúkrunarfræð- inga, 12. maí, var að þessu sinni helgaður barátt- unni gegn ofbeldi - hvar sem er og gegn hverjum sem er. Af því tilefni stóð Félag ísienskra hjúkr- unarfræðinga fyrir dagskrá í ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fjallað var um ofbeldi frá ýmsum hliðum. Svo mikið fáum við að sjá, nær daglega, af ofbeldisverkum í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna að enginn þarf að velkjast í vafa um að ofbeldi er beitt viða. Við fáum einnig ótrúlega margar fréttir af ofbeldisverkum hér á landi, t.d. því sem börn og unglingar verða fyrir af hendi jafnaldra sinna í skólum landsins og annars staðar, að ekki sé talað um ofbeldi sem fólk er beitt sem hætt hefur sér niður í miðbæ höfuðborgarinnar eftir að kvölda tekur. Aftur á móti berast okkur fáar eða engar fréttir af því ofbeldi sem viðgengst innan veggja heimilisins, likamlegu eða andlegu, fyrr en í óefni er komið. Og þannig er þessu því miður farið um allan heim. Það er því ekki að ástæðulausu að hjúkrunarfræðingar helga dag sinn baráttunni gegn þessari vá. Hér á eftir fer stutt samantekt á því sem fram kom í ráðhúsinu. Ofbeldi gagnvart öldruðum Jafnt konur sem karlar, börn sem gamalmenni eru beitt ofbeldi og í erindi Jónu Magnúsdóttur geðhjúkrunarfræð- ings kom fram að ofbeldi er til staðar hér á landi gagnvart öldruðum. Ofbeldi getur birst í margs konar myndum og ein þeirra er sú að fólki er sýnd óvirðing og mismunun. Dæmi um ofbeldi, sem aldraðir eru beittir, er fjárhagslegt ofbeldi en þar er stýring á fjármunum notuð til að gera hinn aldraða háðan umönnunaraðilanum. Aldraðir eru beittir kynferðis- legu ofbeldi m.a. með því að lítilsvirða nekt þeirra. Andlegu ofbeldi er t.d. beitt með því að tala niður til hins aldraða eða neita honum um það sem hann biður um og nefndi Jóna sem dæmi að öldruðum skjólstæðingum, sem reykja, er neitað um fylgd í reykherbergi að kvöld- eða næturlagi. Eru slys vanræksla? Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur og framkvæmda- stjóri Árvakurs fjallaði um það hvort slys á börnum væru slys eða vanræksla. Herdís telur að slysavarnir og ofbeldisvarnir eigi að standa jafnfætis. Af Norðurlöndunum er slysastíðni á börnum hæst á íslandi og eru slys í heima- húsum algengust. Fleiri drengir slasast en stúlkur og það hefur sýnt sig að drengir, sem slasast oft á unga aldri, lenda oftar en aðrir í vinnuslysum síðar á ævinni. Helstu ástæður slysa eru þær að barnið sjálft skynjar ekki hætturnar og eftirlit með börnum er ekki nægilegt hér á landi. Víða eru slysagildrur í umhverfi barnanna enda allt of margir staðir - oft á vegum opinberra aðila - þar sem reglugerðum um öryggi er alls ekki fylgt. Útrýma þarf hugsunarhættinum „slys er bara slys“. Fyrr er ekki hægt að koma markvisst í veg fyrir slys. Þar þarf m.a. að breyta umræðunni í fjölmiðlum þegar börn slasast. Nú er því t.d. slegið upp þegar barn bjargar öðru yngra frá slysi og jafnvel dauða en engin áfellisorð sjást um ástæðu þess að börnin voru í þessari hættu. Rannsóknir sýna að slys megi fyrirbyggja í 98% tilvika, segir Herdís en slysavaldinn sé aftur á móti oft erfitt að meta því fólk vilji ekki leita að sökudólgi. Þarna þurfum við að sýna meiri ábyrgð og helst ættum við að taka upp sömu reglur og t.d. Ástralir en þar fara öll dauðaslys á börnum fyrir barnaslysavarnanefnd. „Hýdd kona er góð kona“ „Hvað er ofbeldi?" spurði Ingólfur V. Gíslason félagsfræð- ingur í upphafi erindi síns. Er t.d. eignaleysi kvenna ofbeldi? Að líkami kvenna sé söluvara? Að hindra konur í að stunda atvinnu, eins og t.d. í Afghanistan? Að kona er undirgefin karli - með góðu eða illu - er orsök kynbundins ofbeldis; „hýdd kona er góð kona“ og „hýði maðurinn minn mig ekki þá elskar hann mig ekki“. Viðhorf sem þessi eru algeng víða um heim og einnig gagnvart börnum, þá sem þáttur í að aga þau. 216 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.