Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 27
halda hita á sjúklingnum er „Baie Hugger", eða hitablásari, settur yfir brjóst og handlegg hans. Nú er klukkan orðin 9.30 og Þóra þvær aðgerðar- svæðið fyrst með spritti en síðan joði. Það er hægri fót- leggurinn sem á að skera og á meðan Þóra er að þvo er fótleggurinn látinn hanga svo hann liggi ekki í bleytu. En hann má ekki hanga lengi því sjúklingurinn er jú með lélegt blóðflæði í fótleggnum. Þóra þvær fótlegginn með spritti og joði. Hinn fótiegginn er búið að bólstra sérlega vel til að koma í veg fyrir taugaskaða. Guðrún fylgist með. Þurfa ekki að tala saman Nú birtast þeir Halldór Jóhannsson, yfirlæknir, og Ari Konráðsson, aðstoðarlæknir. Halldór heilsar mér og til- kynnir viðstöddum glettnislega að við höfum áður eldað grátt silfur saman. Það er að vísu ekki alveg sannleikanum samkvæmt en ég hafði nokkru áður tekið viðtal við Halldór um hans aðaláhugamál, skotveiðina, sem birt er í nýjasta tölublaði Lyfjatíðinda. Guðrún aðstoðar skurðlæknana við að fara í dauðhreinsaða sloppa (ég sá reyndar ekki hver það var sem hjálpaði Guðrúnu í sinn). Guðrún færir Helga í dauðhreinsaðan sloppinn. Ekki verður betur séð en hún hljóti hlýtt augnaráð að launum. Nú hefst sjálf aðgerðin en setja á gerviæð eða „graft“ eins og þeir kalla það í stað stíflaðrar æðar í fætinum. Leiða á gerviæðina fram hjá skemmdunum í æðinni og tengja æðarnar saman við nára og niðri í fótlegg. Mest er ég hissa á hvað lítið sést af blóði. En ástæðan er auðvitað sú að Ari brennir fyrir æðarnar jafnóðum. Guðrún stendur hjá þeim Halldóri en með honum hefur hún unnið í meira en 20 ár og svo vön eru þau orðin samvinnunni að þau þurfa varla að tala saman í aðgerðinni; hvort veit fyrir fram hvað hitt er að fara að gera eða þarf á að halda. Þóra er til taks og sinnir þeim störfum sem þarf, m.a. sækir hún ýmsar dauðhreinsaðar vörur og áhöld sem á þarf að halda. Sjúkraliðar sjá um að taka til tæki og tól sem nota á í aðgerðinni skv. listum en skurðhjúkrunarfræðingarnir ná í það sem í Ijós kemur að þörf er á í viðbót. Helgi H. Sigurðsson skurðlæknir hefur nú bæst í hópinn en hann sér um þann hluta aðgerðarinnar sem snýr að fótleggnum. Hann er lítið hrifinn af grisjunum sem langur röntgenborði lafir út úr, finnst borðinn flækjast fyrir og segir að slíkar grisjur eigi heima í magaskurðaðgerðum og þess háttar en ekki í æðaskurðaðgerðum. Guðrún aðstoðar hér Helga við saumaskapinn. Helgi er með stækkunargleraugu við verkið en Halldór ekki vegna góðrar sjónar. Að eigin sögn, vill Helgi meina. Má ekki sjá bros í augum Guðrúnar við þessi orðaskipti? 179 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.