Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 17
henni. Jafnframt þurfti að vera liðið að minnsta kosti eitt ár frá greiningu sjúkdómsins þannig að vænta mætti að þátttakendur hefðu haft tíma til að velta fyrir sér atburðum, aðstæðum og eigin viðbrögðum. Eingöngu reyndist unnt að fá fimm þátttakendur og voru það allt mæður. Mæðurnar áttu unglinga á aldrinum 13-18 ára, þrjár stúlkur og tvo drengi. Tekið var eitt viðtal við hverja móður og var staður valinn í samráði við viðmælanda. Víða í umfjöllun um eigindlegar rannsóknir er rætt um mikilvægi þess að taka fleiri en eitt viðtal við hvern þátttakanda til að dýpka skilning á viðfangsefninu og auka réttmæti með því að árétta að rannsakandi hafi skilið viðmælanda sinn rétt (Benner, 1994, Polit og Hungler, 1997, Seidman, 1991). Þessi leið var ekki fær þar sem meirihluti viðmælenda bjó utan Reykjavíkursvæðisins en með því að bera saman fleiri einstaklinga töldu rannsak- endur að þeir fengju trúverðugri niðurstöður þar sem hægt væri að bera saman svör fleiri þátttakenda og finna sam- eiginleg þemu sem gæfu vísbendingar um reynslu fimm foreldra sem eiga unglinga með Crohnssjúkdóm. Var talið að grundvöllur skapaðist fyrir því að finna vísbendingar um hvað er líkt og hvað ólíkt í reynslu foreldra unglinga með Crohnssjúkdóm (Benner, 1994, Seidman, 1991). Ekkert er óbreytanlegt í mannlegu lífi og félagslegum samskiptum. Niðurstöður eigindlegra rannsókna verður því að skoða út frá þessum breytileika og einskorðast við þá rannsókn sem gerð var. Rannsakandi styrkir niðurstöður sínar með dæmum úr gögnum og lýsir vinnu sinni á þann hátt að lesandi átti sig á því á hvaða gögnum var byggt (Seidman, 1991). Gagnaöflun Fyrstu þrír höfundarnir tóku 1-2 viðtöl hver. Viðtölin voru tekin upp á segulband og þau síðan skrásett orðrétt. Til að gæta samræmis í upplýsingaöflun var búinn til viðtals- rammi sem var leiðbeinandi í viðtölunum. Benner (1994) hefur bent á mikilvægi þess að rannsakandi skilgreini eins margar hugmyndir og hægt er áður en rannsókn hefst og setji rannsókninni ramma. Þetta þurfi þó að gera með fyrir- vara þannig að hægt sé að víkja frá rammanum og víkka út eftir því sem upplýsingar í rannsókninni gefa tilefni til. Megináhersla í viðtölunum var lögð á: 1. Áhrif sjúkdómsins á fjölskylduna í heild og hvernig hún tekst á við sjúkdóminn. Dæmi: Geturðu lýst fyrir mér áhrifum sjúkdómsins á daglegt líf fjölskyldunnar? Hefur orðið mikil breyting á daglegu lífi eftir að sjúkdómurinn kom upp og ef svo er þá hvernig helst? 2. Unglingsárin og sjúkdómur unglingsins frá sjónarhóli foreldris. Dæmi: Hvernig tekst unglingnum að takast á við þroskaverkefni unglingsáranna samfara því viðbót- arálagi sem fylgir langvinnum sjúkdómi? Er unglingur- inn ábyrgur gagnvart sjúkdómi sínum? Hefur sjúkdóm- urinn áhrif á félagslega virkni unglingsins? 3. Framtíðarhorfur, skólaganga og starfsval. Dæmi: Hefur sjúkdómurinn áhrif á árangur unglingsins í skóla? Hefur hann sjúkdóminn í huga í sambandi við framtíðaráform sín? 4. Þörf fjölskyldunnar fyrir stuðning/þjónustu. Dæmi: Hverjir eru stuðningsaðilar fjölskyldunnar? Er stuðning að hafa hjá heilbrigðisstarfsmönnum? Gæti heilbrigðis- þjónustan betur sinnt einhverjum þáttum? Gagnagreining Rannsóknargögn voru vélrituð viðtöl og skráðar hugrenn- ingar rannsakenda. Þegar viðtal hafði verið skrásett var það lesið yfir, fyrst í heild til að fá almennan skilning á efninu en síðan voru valin atriði eða atburðir til frekari túlkunar. Farið var með opnum huga fram og aftur í textanum, bæði afmarkaða hluta hans og textann í heild. Setningar og orð í textanum, sem fólu í sér mikilvægar upplýsingar, voru undir- strikuð og tilvitnanir skráðar á spássíu til að auðvelda frekari vinnslu textans. Hvert og eitt viðtal var greint og fundnar tilvitnanir sem voru lýsandi. Síðan voru borin saman svör þátttakenda og sameiginleg þemu greind, studd tilvitnunum í texta, og þau sett í merkingarbæra heild. Markmiðið var að setja niðurstöður fram eins ýtarlega og hægt var og greina samhengi og ósamræmi (Benner, 1994). Niðurstöður Tveir meginþættir í viðtölum við mæður unglinga með Crohnssjúkdóm komu fram. Annars vegar eru áhrif sjúk- dómsins á mæðurnar og fjölskyldulífið sem birtust í eftirfar- andi þemum: Þrengt lífsrými - að vera alltaf á vakt, óvissa og vanlíðan mæðra tengd áhrifum sjúkdómsins á ungling- inn, stuðningur fjölskyldunnar og öryggisþörf mæðranna, minningar um erfiðleika kringum sjúkdómsgreiningu. Hins vegar komu fram þau áhrif sem mæðurnar lýstu að sjúkdómurinn hefði á unglingana og birtust á eftirfar- andi hátt: Þrengt lífsrými unglingsins, skert sjálfstæði ungl- ingsins og færri tækifæri vegna sjúkdómsins, skert sjálfs- mynd unglingsins. Leitast var við að raða þemum út frá mikilvægi þeirra en jafnframt sköruðust þau nokkuð innbyrðis. Þrengt lífsrými skar sig úr að því leyti að mæðurnar lýstu því bæði hjá sjálfum sér og unglingunum og kom það skýrt fram í öllum viðtölum. Þrátt fyrir að markmið rannsóknarinnar væri að lýsa reynslu mæðranna eru áhrif sjúkdómsins á unglingana samofin tilveru mæðranna á órjúfanlegan hátt. Þrengt lífsrými - að vera alltaf á vakt Áberandi var að það voru mæðurnar sem sáu um að sinna þörfum unglinganna og var þátttaka feðra í sumum tilvikum óljós. Mæðurnar höfðu tekið að sér hið hefð- bundna umönnunarhlutverk og jafnvel ýtt eigin þörfum til hliðar og leiddi það til þrengra lífsrýmis. Allar mæðurnar lýstu því hvernig líf þeirra hafði stjórnast að miklu leyti af “ 169 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.