Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 20
myndina að geta sjaldnar verið með félögum, geta ekki stundað sumarvinnu og fengið þannig vasapeninga eins og aðrir unglingar. Mæðurnar sögðu flesta unglingana sýna góðan náms- árangur sem mætti ætla að hefði styrkjandi áhrif á sjálfs- mynd þeirra. Einn unglingurinn hafði bætt sér upp minni þátttöku í íþróttum og félagslífi með því að einbeita sér að tölvum og skólanámi. Mæðurnar töluðu allar um hversu geðgóðir unglingarnir þeirra væru og hefðu mikið jafnaðar- geð og nefndu engin hegðunarvandamál. Ein móðirin lýsti syni sínum þannig: ,,Hann er búinn að ganga í gegnum þetta eiginlega alla ævi, hann tekur þessu bara, er svo balanseraður og rólegur." Umræða Niðurstöður sýna mikil áhrif Crohnssjúkdóms á líf mæðr- anna og unglinganna. Sjúkdómurinn þrengdi lífsrými beggja og olli mikilli óvissu um framtíð unglinganna. Sjúk- dómur, sem greinist á barnsaldri og hefur áhrif á vöxt og þroska, hefur óhjákvæmilega áhrif á sjálfsmynd og sjálf- stæði unglingsins auk hinnar duldu fötlunar sem m.a. tíðar salernisferðir og þrekleysi valda. Unglingsárin eru álagstímabil fyrir alla fjölskylduna og það veldur viðbótarálagi að hafa langvinnan sjúkdóm. í rannsókn Copelands (1993) á foreldrum barna með lang- vinna sjúkdóma kom fram að það voru tvö tímabil sem foreldrum fundust erfiðust, smábarnsárin þegar barnið gat ekki gert sig skiljanlegt og svo unglingsárin þegar ungling- arnir kröfðust meira sjáifstæðis. Allar mæðurnar í þessari rannsókn töluðu um hversu geðgóðir unglingarnir þeirra væru og sýndu mikinn dugnað. Engin móðirin nefndi sér- stök hegðunarvandamál eða mótþróa. Þessar niðurstöður samræmast því ekki niðurstöðum rannsókna Engströms og Lindquists (1991) og Rabbetts og fleiri (1996) þar sem fram komu talsverð hegðunarvandamál hjá börnum og ungling- um með langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Ýmsar rannsóknir benda til þess að fjölskyldan hafi áhrif á heilbrigði og vellíðan meðlima hennar og einnig á sama hátt hafi fjölskyldan áhrif á veikindi og sjúkdóma einstaklinga hennar (Wright og Leahey, 1994). Líf mæðr- anna í þessari rannsókn var meira eða minna undirlagt af sjúkdómi ungiinganna þeirra. Þrengt lífsrými kom greini- lega fram hjá öllum mæðrum, svo sem í áhrifum í launa- vinnu og félagslífi þeirra. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir ( Stewart o. fl., 1994) sem sýna að mæðurnar gefa frá sér fjárhagslegt sjálfstæði með minni vinnu utan heimilis og einnig draga þær úr eða hætta þátttöku í félagslífi. Þessi rannsókn sýndi einnig að mæðurnar voru aðalumönnunaraðilar unglinganna. Þær tóku á sig ábyrgð á unglingunum hvort sem þeir voru nálægir þeim eða ekki. Þær voru stöðugt á vakt og unglingurinn hafði forgang í lífi þeirra. Þó svo að mæðurnar væru byrjaðar að láta unglingana sjá um suma hluti sjálfa, svo sem lyfin sín, þá 172 létti það ekki ábyrgðinni af þeim og þær héldu áfram að vaka yfir þeim nótt og dag. Óvissa er sterkur þáttur í lífi mæðranna með sama hætti og fram kemur í öðrum rannsóknum á áhrifum lang- vinnra sjúkdóma á foreldra (Taanila o. fl., 1996; Johnston og Marder, 1994; Copeland, 1993). Þessi óvissa veldur í raun stöðugum áhyggjum varðandi sjúkdóminn sjálfan, gang hans og framtíð unglinganna. Taanila o.fl. (1996) sýndu fram á að sambærilegar tilfinningar bærðust með foreldrum alira langveikra barna í rannsókn þeirra, óháð eðli sjúkdómsins. Þessar tilfinningar voru óöryggi, sorg og stöðugar áhyggjur varðandi heilsu barnsins, líðan þess og framtíðarhorfur. Fram kom hjá sumum mæðranna í þessari rannsókn að þær vissu aldrei hvernig morgundagurinn yrði og það var erfitt að gera nokkrar áætlanir. Allar yfirvofandi breytingar, svo sem það að skipta um lækni eða skóla, ollu óvissu og kvíða. Einnig fundu mæðurnar fyrir óvissu um hvort þær væru að meðhöndla unglingana rétt. Copeland (1993) lýsti í rannsókn sinni þeim erfiðleikum sem foreldrar fyndu til í sambandi við breytingar eins og til dæmis að skipta um kennara og skólastig. Crohnssjúk- dómurinn er breytilegur og skiptast á betri og verri tímabil. Þessi gangur sjúkdómsins kann að valda meiri óvissu hjá sjúklingunum og aðstandendum þeirra en hjá sumum öðr- um með langvinna sjúkdóma. Stöðug bið eftir betra tíma- bili eða hræðsla við að sjúkdómurinn versni og leiði jafnvel til sjúkrahúsvistar getur valdið áhyggjum. Líkt og í öðrum rannsóknum (Copeland og Clements, 1993; Stewart o.fl., 1994) kom fram að eiginmennirnir voru aðalstuðningsaðilar mæðranna. Það er hins vegar athyglis- og umhugsunarvert að hjúkrunarfræðingar virtust ekki koma fram sem afgerandi stuðnings- eða meðferðar- aðili í neinu tiivika þessarar rannsóknar. Hliðstætt við rannsókn Copeland (1993) þá var tíminn kringum sjúkdómsgreiningu barnsins eitt erfiðasta tímabil sem mæðurnar höfðu lifað. Þær urðu fyrir áfalli við veikindi barnsins en hins vegar var það léttir þegar sjúkdómsgrein- ing lá fyrir vegna þess hve greining tók langan tíma í flestum tilfellum og barnið búið að vera lengi veikt. Ein móðirin benti á mikilvægi þess að endurtaka þyrfti upplýs- ingar um sjúkdóminn aftur og aftur eftir að sjúkdómsgrein- ing lá fyrir og samræmist það kenningum Leahey og Wright (1987) um að foreldrar séu oft ekki móttækilegir fyrir upplýsingum sem þeir fá strax eftir sjúkdómsgreiningu. Crohnssjúkdómur á barnsaldri hefur áhrif á vöxt og þroska og þar af leiðandi á sjálfsmynd unglingsins. Fjórir af fimm unglingum höfðu vaxtartruflanir. Það var athyglisvert að sá unglingur, sem ekki hafði vaxtartruflun, hafði fengið reglubundna næringarráðgjöf og sondumeðferð öðru hverju. Þetta vekur spurningar um nauðsyn þess að leiðbeina og fylgjast með næringarástandi barna og unglinga með Crohnssjúkdóm þar sem ónóg næring er jafnvel talin megin- orsök vaxtartruflana (Grand o.fl., 1995). Þrekleysi og þreyta Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.