Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 55
brigðisþjónustu á sjúkrahúsi, sést að þau eru svo almennt orðuð að á þeim verður ekki byggð krafa um beinan rétt til meðhöndlunar. Þróun lagasetningar á sviði heilbrigðisþjón- ustu hefur verið sú að skýra hvaða reglur gildi um sam- band læknis/annarra heilbrigðisstarfsmanna og sjúklings en ekki í þá átt að skýra hvaða rétt einstaklingur eigi á hendur hinu opinbera um þjónustu.4 Þjónustusamningur Lagaheimild til að gera þjónustusamning er í 30. gr. laga nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins. 1. mgr. 30. gr. fjárreiðu- laganna heimilar einstökum ráðherrum, með samþykki fjármálaráðherra, að gera verksamninga og samninga um rekstrarverkefni til lengri tíma en eins árs við þá ríkisstofn- un sem sinnt hefur verkefninu, aðrar ríkisstofnanir, sveitar- félög eða einkaaðila enda sé áætlað fyrir verkefninu í fjárlögum. Með rekstrarverkefni er átt við afmarkaða rekstrarþætti eða rekstur ríkisstofnunar í heild sinni vegna viðfangsefna eða þjónustu sem ýmist er kveðið á um í lögum að ríkið skuli veita og standa undir kostnaði af eða eru liðir í því að ríkisaðili geti rækt hlutverk sitt. Ákvæðið felur í sér almenna heimild fyrir ráðherra, sem rekstrar- verkefnið heyrir undir, til að fela það einkaaðilum, með samþykki fjármálaráðherra. Með hliðsjón af markmiðum ákvæðisins, orðalagi þess svo og ummælum í lögskýr- ingargögnum virðist ákvæðið fela í sér að heimilt er að fela einkaaðilum að rækja þann hluta opinberrar stjórnsýslu sem nefndur er þjónustustarfsemi.5 í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins segir í athugasemdum með 30. gr. að áherslur í stjórnun ríkisrekstrar hafi tekið breyt- ingum á undanförnum árum. í stað þess að líta á stofnanir sem rekstrareiningu hefur athygli beinst meira að þeim verkefnum eða rekstrarþáttum sem ríkið annast. Litið er til þess hvernig þau eru leyst, hagkvæmni í vinnubrögðum, skilvirkni þjónustunnar, tilgangi verkefnisins og svo fram- vegis. Samhliða þessu hefur ábyrgð á framkvæmdaatrið- um verið færð til stofnana og þær hvattar til aukins sjálfstæðis í rekstri og um ákvarðanir. Þá er einnig gerð krafa um að auka útboð ýmissa rekstrarverkefna, sbr. lög nr. 52/1987 um opinber innkaup og reglugerð nr. 302/1996 um innkaup ríkisins. Þessar breytingar hafa leitt 4 Helle Bodker Madsen, Patientbehandling og forvaltningsret, bls. 4. 5 Páll Hreinsson, Þjónustusamningar við einkaaðila skv. 30.gr. laga nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins, kennslugögn í stjórnsýslurétti III við laga- deild Háskóla íslands. 6 Alþingistíðindi 1996 - 1997, A - deild, bls. 874. 7 Lagt fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995 - 1996. 8 Alþingistíðindi 1995 - 1996, A - deild, þls. 3580. 9 Alþingistíðindi 1996 - 1997, A - deild, bls. 860 - 861. 10 Arnljótur Björnsson, Bótaábyrgð heilbrigðisstétta og sjúkrastofnana, bls. 231. " Bo von Eyben o.fl., Lærebog i erstatningsret, bls. 4. til þess að þjónustusamningum hefur fjölgað en venjulega ná þeir út yfir fjárlagaárið og eru til nokkurra ára. Bæði þekkist að slíkir samningar séu gerðir við einkaaðila, sveitarfélög eða innan ríkisins.6 Árið áður en fjárreiðulögin voru samþykkt var lagt fram frumvarp til laga um þjónustu- samninga og hagræðingu í ríkisrekstri, það dagaði uppi.7 í fyigiskjali 1 frá fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins sem fylgdi frumvarpinu um þjónustusamninga segir að þjón- ustusamningar séu samningar um kaup á þjónustu við landsmenn sem kostuð er af almannafé. Slíka samninga geta ráðuneyti ýmist gert við ríkisstofnanir eða aðila utan ríkisins. Þjónustusamningur við aðila innan og utan ríkisins eigi margt sameiginlegt. Sá reginmunur er þó á að ríkið beri ótakmarkaða ábyrgð á stofnunum ríkisins en ekki á starfsemi annarra aðila þótt þeir veiti þjónustu sem kostuð er af ríkinu. Þessi munur lýsir sér í efnisatriðum samninga.8 Þegar frumvarp til laga um fjárreiður ríkisins var lagt fram var ákveðið að fella efni frumvarps til laga um þjónustu- samninga inn í 30. gr. laga um fjárreiður ríkisins.9 í 30. gr. fjárreiðulaga eru notuð hugtök eins og samn- ingur um rekstrarverkefni, verktaki, verkkaupi og verksali. Af tilvitnuðum ummælum í greinargerð með 30. gr. og orðalagi ákvæðisins má vera Ijóst að markmiðið er að heimila gerð samninga sem fela í sér sjálfstæða verktöku. Reglur um skaðabótaábyrgð heilbrigðisstarfsmanna Bótaábyrgð heilbrigðisstarfsmanna fer eftir almennum reglum um skaðabætur utan samninga.10 Samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins gildir sakarreglan um ábyrgð þeirra vegna mistaka í starfi. Samkvæmt henni þarf heilbrigðisstarfsmaður að sýna af sér sök til að verða skaðabótaskyldur vegna tjóns sem sjúklingur verður fyrir. 1. janúar 2001 tóku gildi lög nr. 111/2000 um sjúkl- ingatryggingu. Þau breyta reglum um ábyrgð heilbrigðis- starfsmanna en samkvæmt þeim stofnast skaðabótaréttur óháð sök heilbrigðisstarfsmanns. Almennar reglur skaða- bótaréttarins halda gildi sínu utan gildissviðs laganna. Þó telja verði líklegt að síður reyni á bótaskyldu samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins þá takmarkast bóta- réttur samkvæmt lögunum við fimm milljónir króna fyrir hvert einstakt tjón. Það getur því áfram reynt á sakarregl- una og regluna um vinnuveitandaábyrgð. Það má líta á lögfestar sérreglur um skaðabótarétt sem hlutlægar ábyrgðarreglur en gildissvið verndarinnar veltur á hvernig löggjöfin afmarkar tjón sem undir lögin falla." Skaðabótaábyrgð ríkisins Almennt Álitaefnið er hvaða réttarsamband þarf milli ríkis og tjónvalds svo að ríkið verði skaðabótaskylt. Réttarsam- band milli ríkis og tjónvalds getur verið margs konar. Ekki nægja þó hvaða tengsl til bótaskyldu. Þó að ríkið greiði alfarið fyrir þjónustu eins og til dæmis læknisþjónustu á 207 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.