Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL
Elsa B. Friöfinnsdóttir
Forgangsröðun
í íslenskri
heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðiskerfið er útgjaldafrekasti þáttur
ríkisrekstrarins hér á landi. Um þessar mundir
heyrurn við og lesum í fréttum oft í viku að því er
haldið fram að útgjöld okkar Islendinga til heil-
brigðismála séu orðin allt of mikil. Þá er verið að
tala um útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu
hverrar þjóðar. Vissulega notum við ísiendingar
talsverðan hluta okkar skatta í heilbrigðiskerfið
; en er það ekki samkvæmt vilja almennings?
Flestir líta svo á að hluti þess að lifa og hrærast
í samfélagi sé að allir leggi í sameiginlegan sjóð
sem síðan er ætlaður til að greiða eða niðurgreiða
; ákveðna grunnþjónustu sem talin er hluti lífs-
gæða í því samfélagi. Flestir líta líklega einnig
þannig á að eðlilegt sé að þeir sem eru meira
megnugir leggi meira til samneyslunnar en hinir
sem minna mega sín. Flest erum við líka sam-
mála því að heilsan sé það dýrmætasta sem hver
og einn á, að hverjum og einum beri að hugsa vel
um heilsu sína og bera ábyrgð á henni. Einnig að
bjáti eitthvað á komi samfélagið til hjálpar. Það
hljóta þó að vera takmörk fyrir því hversu langt
samfélagið gengur til hjálpar, hversu mikið af
samneyslunni fer í að greiða heilbrigðisþjónustu.
Við getum jú ekki gert allt fyrir alla alltaf, því um
leið og færni heilbrigðisstarfsfólks eykst og tækja-
búnaður gerir næstum það ómögulega mögulegt,
aukast kröfur okkar. Kröfur um sífellt aukin lífs-
gæði, um „fullkomið" útlit, um líf án óþæginda,
allt eykur þetta kröfurnar á heilbrigðiskerfið og
eykur útgjöld kerfisins ef engin takmörk eru
sett. Því er ljóst, nú fremur en nokkru sinni, að
nauðsynlegt er að almenn skynsamleg umræða
um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu fari fram
hér á landi. Stefnumörkun yfirvalda, í framhaldi
slíkrar umræðu, er ekki síður nauðsynleg.
I ársbyrjun 1996 skipaði þáverandi heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra, Ingibjörg
Pálmadóttir, nefnd um forgangsröðun í íslensk-
um heilbrigðismálum. Nefndinni var ætlað að
gera tillögur til heilbrigðisráðherra um hvernig
hægt væri að standa að forgangsröðun í heil-
brigðismálum hér á landi og ekki síður að
athuga hvort setja ætti formlegar reglur um
hvort ákveðin sjúkdómstilvik skuli hafa for-
gang fram yfir önnur. Einnig átti nefndin að
Eisa b. Friðfinnsdóttir fjalla um hvort æskilegt væri að setja reglur
um hámarksbið eftir meðferð. I nefndinni
sátu fulltrúar allra þeirra stjórnmálaafla sem
þá áttu fulltrúa á Alþingi, fulltrúar fagstétta, stjórnenda í heil-
brigðisþjónustu og neytenda heilbrigðisþjónustunnar, ásamt
siðfræðingi. Nefndin fjallaði ítarlega um ofangreinda þætti,
leitaði umsagnar fjölmargra aðila á hugmyndum sínum, og
skilaði síðan viðamikilli skýrslu. Þótt gagnrýna megi skýrsluna
fyrir að vera full almenn, að ganga ekki lengra en raun ber
vitni í nákvæmum skilgreiningum á hvað skuli hafa forgang,
er skýrslan engu að síður góður leiðarvísir. Því miður fékk
þessi skýrsla ekki formlega afgreiðslu, þ.e. hvorki ráðherra né
Alþingi gerði hana að sinni. Því má segja að ekkert formlegt
opinbert plagg liggi fyrir um hvernig skuli forgangsraða verk-
efnum í heilbrigðisþjónustunni.
Umræðan um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni er erfið
en að sama slcapi nauðsynleg. Hún er erfið vegna þess að
röðun þýðir að eitthvað verður aftarlega í röðinni, ákveðin
sjúkdómstilvik, valfrjálsar aðgerðir, meðferðir sem ljóst er
að skila aðeins tímabundnum árangri, aldraðir einstaklingar,
einstaklingar sem hafa Iifað óheilbrigðum lífsstíl, eða eitthvað
enn annað, allt eftir því út frá hverju er gengið þegar raðað er.
Umræðan er erfið vegna þess að hún er siðfræðileg, hún snert-
ir grunngildi okkar í lífinu, hún krefst þess að við horfumst í
augu við okkar eigin lífsstíl. Hún krefst yfirvegaðrar umræðu,
yfirlegu og þjóðarsáttar.
Nú þegar klifað er á nauðsyn hagræðingar og sparnaðar í
heilbrigðiskerfinu, að það sé orðið allt of dýrt fyrir ríkissjóð,
verður að nást eining um hvaða heilbrigðisþjónusta skuli hafa
forgang, hvað skuli greiða af almannafé. Slík umræða verður að
vera opinber, ákvörðun verður að eiga sér stað hjá stjórnvöld-
um, rétt eins og þegar Heilbrigðisáætlun til ársins 2010 var
samþykkt samhljóða á Alþingi. Best væri að Alþingi myndi á
sama hátt ná einingu um hvernig skuli forgangsraða verkefnum
í heilbrigðisþjónustunni, hvað skuli greitt af almannafé og hvað
ekki. Þannig næðist stöðugleiki í þjónustunni óháð því hvaða
stjórnmálaöfl eru við stjórnvölinn hverju sinni. Þótt heilbrigðis-
starfsmenn forgangsraði að sjálfsögðu daglegum verkefnum
sínum er allsendis ófært að ætla þeim að ákveða hvaða þjón-
usta skal vera aðgengileg öllum og hvaða ekki. Það er pólitísk
ákvörðun. Til að undirbúa þá ákvarðanatöku er nauðsynlegt að
endurvekja forgangsröðunarnefndina og fara síðan að ráðum
hinnar fyrri nefndar þar sem hún leggur til að komið verði á fót
fastanefnd á sviði forgangsröðunar í heilbrigðismálum.
Timarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004