Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Síða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Síða 8
Léttsveit kvennakórsins Alþjóölegur hátíðisdagur hjúkrunarfræðinga 12. maí Haldiö var upp á 12. maí, alþjóölegan hátíðardag hjúkrunar- fræöinga, á Grand hóteli. Elsa B. Friöfinnsdóttir, formaöur Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga, setti fundinn en ræöu- menn voru þær Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur og Harpa Njáls félagsfræðingur. Milli erinda söng Léttsveit Kvennakórsins undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur nokkur lög viö góöar undirtektir. Aö erindunum loknum var boðið upp á kaffiveitingar. Margrét gerði grein fyrir samspili fátæktar og vanheilsu á lyrri hluta síðustu aldar. Þá var hreinlæti, eða öllu heldur ; skortur á því, eitt helsta heilbrigðisvandamál landsmanna. Mikill þrýstingur var á kvenfélög landsins að gera eitthvað í málinu. Konur voru krafðar um aðgerðir til úrbóta fyrir látæka íbúa, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Aðhlynning sjúkra var í höndum kvenna. Fæstir höfðu efni á að tryggja sig í sjúkrasamlagi Reykjavíkur og því beið fólk eins lengi og nokkur kostur var með að leita sér aðstoðar frá þess tíma heilbrigðiskerfi. Konur í Reykjavík, hjúkrunarkonur í félaginu Líkn, voru frumkvöðlar í uppbyggingu heilsugæslu, sinntu efnalitlu fólki í heimahúsum endurgjaldslaust, byggðu upp mæðravernd og ungbarnavernd í Reykjavík og svona mætti áfram telja. Konur voru frumkvöðlar í uppbyggingu heilbrigðisþjón- ustu á þessum tíma, heilbrigðisþjónustu sem sú þjónusta sem við þekkjum í dag er byggð á. I erindi sínu fór Harpa Njáls yfir helstu kenni- tölur hins íslenska velferðarkerfis. Hún gerði grein fyrir þeim breyti'ngum sem orðið hafa síðustu ár á stöðu fátækra á íslandi og hvað þeir sem höllustum fæti standa hafa raunveru- lega á milli handanna. Harpa nefndi að ekkert skorti á að ríkisstjórnir undanfarinna ára hefðu sett velferðarmarkmið. Vandinn væri sá að markmiðin og framkvæmdin hefðu ekki farið saman. Þá benti hún einnig á að lágar bætur ríkisins yllu því að fólk þyrfti að leita á náðir Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.