Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Qupperneq 11
öld setti Dewey fram hugmyndir um lærdóm af reynslunni. Þar var lærdómi af reynslunni skipt í lærdóm vegna viðfangsefnisins sjálfs og í lærdóm vegna hugarvinnu eða ígrundunar sem tengdist viðfangsefninu. Dewey taldi jafnframt að fólk lærði mest á því að velta viðfangsefninu og áhrifum þess fyrir sér (Powell, 1998). Að mati Mezirow (1981) á ígrundun sér einungis stað þegar einstaklingurinn lærir eitthvað sem síðan veldur því að hann fær nýja sýn á viðfangs- efnið. Bent hefur verið á að það sé ekki reynslan sjálf sem efli lærdóm eða færni heldur sé það ígrundunin um atburðinn sem sé undirstaða lærdómsins (Schön, 1987). Hjúkrunarfræðingar; þurfa að geta tengt saman fræðilega þekkingu og reynslu úr starfi en það eykur faglega færni og fagþróun viðkomandi. Benner (1984) álítur ígrundun forsendu þess að þróa innsæi sem aftur er undirstaða þess að hjúkrunarfræðingar verði góðir fagmenn. Igrundun Igrundun er samtvinnuð úr vitsmunalegum og til- finningalegum þáttum, en oft eru það tilfinning- arnar sem valda því að ígrundun á sér stað. Johns (2002) álítur lærdómsríkast fyrir hvern einstakl- ing ef atburður hefur vakið tilfinningar en hann telur vel hægt að rýna í venjubundna vinnu og oft gagnist það skjólstæðingum vel. Almennt er talið að ígrundunarferlið innihaldi þrjú stig. Fyrsta stigið, eða það sem kemur ígrunduninni af stað, eru tilfinningar, eitthvað óvænt gerist, oft líður hjúkrunarfræðingi sérstaklega vel eða illa eftir eitthvert atvik. Það leiðir til annars stigsins, að hann gerir gagnrýna greiningu á atburði þar sem skoðaðar eru tilfinningar, þekking og hugmyndir um atburðinn á uppbyggilegan hátt. Þriðja stigið felst í því að viðhorf fagmannsins til viðfangs- efnisins breytast (Atkins og Murphy, 1993; Palmer, Burns og Bulman, 1994). Mezirow greinir þrjár tegundir ígrundunar. Einfaldasta formið er þáttaígrundun (content reflection) og þar er spurt „hvað“ og lýsir þessi tegund ígrund- unar viðfangsefninu. Næst er ferlisígrundun (process reflection) en þar er vinnulag skoðað og spurt er „hvernig". Þriðja stigið er gagnrýnin ígrundun (critical reflection) sem snýst um „hvers vegna“ og viðfangsefnið er grandskoðað (Spencer og Newell, 1999). Mezirow (1981) telur að ígrundun eigi sér eingöngu stað þegar fólk efast um gildi fyrri þekkingar, þetta kallar hann í seinni skrifum gagnrýna ígrundun. Undir þessi sjónarmið tekur Greenwood (1998) sem álítur að til þess að sem mestur lærdómur náist við ígrundun þurfi sá sem ígrundar að setja spurningarmerki við gildismat, áskapað hlutverk og félagsleg ■ samskipti í víðri merkingu. Það hvetur hjúkrunarfræðinga til að rýna í að þeir eru að hjúkra fólki í umhverfi sem einatt er byggt upp samkvæmt læknisfræðilegu líkani og velta fyrir sér hvernig það mótar störf þeirra. Fram kom í rannsókn Glaze (2001) að hjúkrunarfræðingarnir (n= 14) greindu við ígrundun uppbyggingu heilbrigðiskerfis og áhrif uppbyggingarinnar á störf þeirra og veitti það þátttakendum aukið þor til að takast á við breytingar á starfsumhverfi. Mismunandi leiðir til ígrundunar Schön (1987) telur tvær leiðir til ígrundunar, ígrundun við athöfn og ígrundun eftir athöfn. ígrundun við athöfn á sér stað við athöfnina sjálfa og hefur áhrif á hvaða ákvarðanir eru teknar og hvaða hjúkrun er veitt. Fræðimenn halda því fram að unnt sé að greina vandamál sem koma upp við athöfn og leysa þau samtímis. Það er að segja hjúkrunarfræðingur breytir meðferð sinni á staðnum út frá viðbrögðum sjúklingsins. Þetta getur þó verið erfitt, því aðstæður sem upp koma eru venjulega ekki nákvæmlega þær sömu og hjúkrunarfræðingurinn hefur reynt áður. Hæfur hjúkrunarfræðingur á að geta greint á milli, blandað saman og notað viðbrögð frá öðrum aðstæðum þegar hann ákveður hvernig hann telur best að leysa viðkomandi viðfangsefni. Igrundun á eftir athöfn á sér stað þegar athöfn er lokið og viðkomandi rýnir í viðfangsefnið. Hann skoðar hvað gekk vel og hvað ekki. Hann reynir að greina og komast að hvaða þekkingu hann notaði með því að greina eða útskýra atburðinn nánar. Hinn ígrundandi hjúkrunarfræðingur hugsar um hvort hægt hefði verið að framkvæma eða taka á aðstæðum á annan hátt og hvaða þekkingu hann hefði þá notað (Johns, 2002; Schön, 1987). Greenwood (1998) heldur því fram að Schön hafi láðst að greina hve mikilvægt er að nota ígrundun áður en athöfn á sér stað. Þegar einstaklingurinn ígrundar áður en hann framkvæmir athöfn greinir hann hvernig best er að taka á viðfangsefninu og hverju hann ætli sér að ná fram með gjörðum sínum. Rýni áður en framkvæmd hefst getur dregið úr hættu á mistökum auk þess sem hún gefur tækifæri til að ræða við samstarfsfólk um viðfangsefnið. Allir geta lært af samræðum við samstarfsfólk en viss hætta er á að samræður- nar ýti ekki við ríkjandi gildismati og leiði ekki af sér gagnrýna ígrundun. Þessi skoðun fær byr frá rannsókn Teekmans (2000) meðal 10 hjúkrunarfræðinga en þar var ígrundun mest notuð til að lýsa hjúkrunaraðgerðum og skipuleggja þær fremur en að auka við þekkingu og ýta við ríkjandi viðhorfum og gildismati. Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 20041

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.