Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Qupperneq 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Qupperneq 21
FRÁ FÉLAGINU Hjúkrun 2004 ráðstefna t UTDRÆTTIR GESTAFYRIRl Útdráttur: Ferskir straumar varöandi kynl ífsheilbrigöi Sóley Bender Hugtakið kynlífsheilbrigði (sexual health) hefur verið að ryðja sér til rúms, einkum á síðasta áratug. í því felst að geta tjáð öðrum tilfinningar sínar, sýnt ábyrgð, nærgætni og tillitssemi og þannig stuðlað að gefandi sambandi sem skapar vellíðan. Jafnframt er lögö áhersla á kynlífsrétt (sexual rights) einstaklingsins sem felur það í sér að geta lifaö óþvinguöu kynlífi, notið sanngirni, haft .ESARA stjórn á eigin kynlífi, geta fengið kynfræðslu og tekið ákvaröanir um barneignir. Þjóðir heims hafa lagt mismikla áherslu á kynlífsheilbrigöi og oft verið ójafnvægi milli kynlífsheilbrigðis og frjósemisheilbrigðis (reproductive health). Alþjóðleg þing hafa samþykkt mikilvægi þess að stuðla að kynlífsheilbrigði, unnið hefur verið að áætlunum um það og þróuð hugmyndafræðileg líkön til aö vinna eftir. Ýmsir þættir hafa áhrif á kynlífsþroska einstaklingsins sem geta stuðlaö aö eða dregið úr kynlifsheilbrigði hans. í sögulegu samhengi má greina áhrifaþætti, eins og takmarkaða kynfræðslu, sem hvatti líklega ekki til kynlífsheilbrigðis meðal fólks. í nútímasamfélagi rignir stöðugt yfir skilaboðum um kyn- líf sem eiga ekkert skylt við heilbrigt kynlíf. Kvikmyndir, sjónvarp og tímarit draga upp margvíslegar myndir af tillitslausu, valdsmannslegu og oft hrottafengnu kynlífi. Netiö opnar heim sem getur gefið mis- vísandi skilaboð um kynlif og sýnt hefur verið fram á tengsl þess við kynferðislega misnotkun. Upplýsingar um vandamál kynlífs gefa fólki takmarkaðar hugmyndir um hvað sé eðlilegt, gefandi og gott kynlíf og geta skapað óvissu um hvað sé heilbrigt kynlíf. Hérlendis sem erlendis er vaxandi þörf fyrir að stuðla að kynlifsheilbrigði fólks. Útdráttur Hvernig nýtist eigindleg rannsóknaraðferö? David Kahn, PhD, RN, sínum. Hann sagði þessa rannsóknaraðferð hafa þurft að sanna sig undanfarin 25 ár sem leið til aö afla vísindalegrar þekkingar en fram að því byggðust vísindi aðallega á megindlegri rannsóknar- aðferð. Sjálfur hefur hann eingöngu notað þessa aðferð allan feril sinn sem hann sagöi brátt á enda. Á síðustu árum hefur áhugi á eigindlegri rannsóknaraðferð aukist til mikilla muna, svo mikið að oft er erfitt að finna nægilega marga kennara til að þjálfa þá sem eru áhugasamir, finna ritrýna til að lesa yfir greinar sem eiga að birtast í vísindatimaritum og finna hæft fólk til að sitja í dóm- nefndum. David L. Kahn, gestafyrirlesari frá Háskólanum i Texas fjallaöi um eigindlega rannsóknaraöferð í fyrirlestri Eiginleg rannsóknaraðferðhefurekki veriö hátt skrifaðar í gagnreyndri læknisfræði og gagnreyndri hjúkrun. Ein af ástæðunum er sú að Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004 19

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.