Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Page 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Page 26
Auður Ketilsdóttir Fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga er 10 ára um þessar mundir en hún var stofnuð 25. maí árið 1994. Hvatinn að stofnun fagdeiidarinnar var mikill áhugi á að efla hjartahjúkrun og stuöla að framþróun hennar. Mættu 13 hjúkrunarfræðingar á stofnfundinn og fyrsta starfsárið voru meðlimirnir 23, þeim hefur fjölgaö mikið, nú eru þeir orðnir 84. Efling og framþróun hjartahjúkr- unar er enn aðalmarkmið fag- deildarinnar en meðal annarra markmiða er að stuðla að fræðslu og faglegum tengslum hjarta- hjúkrunarfræðinga. A vegum deildarinnar hafa í gegnum árin verið haldin námskeið og fræðslu- fundir um hjartahjúkrun. Hinn 6. mars héldum viö dag hjarta- hjúkrunar i Smáralindinni. Þar var gestum og gangandi boöiö upp á mat á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma, blóöþrýstings- og blóðfitumælingar ásamt ráögjöf. Um 300 manns fengu mælingar og ráögjöf hjá hjartahjúkr- unarfræðingum þennan dag á einungis fjórum klukkutímum. Fræðslunefnd fagdeildarinnar hefur verið öflug og á síðasta ári stóð hún fyrir tveimur fræðslu- fundum fyrir hjúkrunarfræðinga sem ekki vinna á sérhæfðum hjartadeildum. Þessir fræðsludagar voru vel sóttir og greinilegt að mikil þörf var fyrir fræðslu um hjúkrun hjartasjúklinga. Því var ákveðið að bjóða upp á þetta efni aftur nú í lok apríl og í þetta sinn með fjarfundarbúnaði. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru þátttakendur 90 á níu stöðum víðs vegar um landið auk þátttakenda á Landspítala. Þá á fagdeildin fulltrúa í norrænu samstarfi fagdeilda hjarta- hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum. Meðal verkefna þess ; er að undirbúa norrænt hjartaþing sem halda á í Stokkhólmi á næsta ári. | Eitt af markmiðum fagdeildarinnar er að efla forvarnir meðal almennings, t.d. varðandi reyk- ingar, mataræði og hreyfingu. Þessu markmiði hefur fagdeildin líklega ekki sinnt sem skyldi fram að þessu og því fannst okkur tilvalið að bæta úr því á afmælisárinu. 6. mars síðastliðinn héldum við dag hjartahjúkrunar í Smáralindinni. Þar var gestum og gangandi boðið upp á mælingu á blóð- þrýstingi og blóð- fitu ásamt ráðgjöf og fræðslu um áhættuþætti krans- æðasjúkdóma. Um 300 manns fengu mælingu og ráðgjöf hjá hjartahjúkrunar Fyrirlesari frá Hollandi, dr. Tiny Jaarsma, en hún er aðstoðarprófessor viö háskólann i Groningen i Hollandi. Hún kom hingað til lands i boði Astra Zeneca á Islandi og hélt fyrirlestur um hjartabilun og hjúkrun aö aðal- fundinum loknum. Dr. Jaarsma hefur sinnt hjartabiluöum sjúklingum og stundaö rannsóknir tengdar hjúkrun þessa sjúklingahóps í ein 15 ár. Fyrirlesturinn var framúrskarandi og sköpuðust áhugaveröar umræður i lok hans. I fundarlok þáðu gestir glæsi- legar veitingar i boði Astra Zeneca. fræðingum þennan dag á einungis 4 klukkutímum. Það er augljóst að þörfin fyrir þessa þjónustu er mikil og fund- um við fyrir miklu þakklæti þeirra sem til okkar leituðu. Þetta verkefni var styrkt af Hjartavernd, Líru, Austurbakka og Thorarensenlyfjum. Seinni afmælisviðburðurinn var aðalfundurinn og koma fyrirlesara frá Hollandi, dr. Tiny Jaarsma, en hún er aðstoðarprófessor við háskólann í Groningen í Hollandi. Hún kom hingað til ; Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.