Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Page 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Page 27
Fréttamolar... Stjórnin þakkaði einnig eftirtöldum aðilum fyrir ómetanleg störf í þágu hjartahjúkrunar; Unnur Sigtryggsdóttir, Stefanía G. Snorradóttir, Brynja Ingadóttir og Margrét Sigmundsdóttir lands í boði Astra Zeneca og hélt fyrirlestur um hjúkrun hjartabilaðra að aðalfundinum loknum. Dr. Jaarsma hefur sinnt hjartabiluðum sjúkling- um og stundað rannsóknir tengdar hjúkrun þessa sjúklingahóps í ein 10 ár. Fyrirlesturinn var framúrskarandi og sköpuðust áhugaverðar umræður í lok hans og ljóst er að við getum margt lært af reynslu Hollendinga í þjónustu við þennan stækkandi sjúklingahóp. Viöurkenning til hjúkrunarnema fyrir framúrskarandi námsárangur Tveir hjúkrunarnemar, Berglind Hálfdánsdóttir og Elva Rut Jónsdóttir, hlutu viðurkenningu úr Minningarsjóði Kristínar Thoroddsen fyrir afburðaárangur í hjúkrunarnámi. Verðlaunin voru veitt við brautskrán- ingu stúdenta frá Háskóla íslands 19. júní 2004. Samkvæmt skipulags- skrá sjóðsins eru verðlaunin peningur úr bronsi. Á annarri hlið hans er upphleypt mynd af Kristínu Thoroddsen og á hinni hliöinni stendur Verðlaun Kristínar Thoroddsen, nafn nemanda sem peninginn hlýtur og ártal. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar þeim Berglindi og Elvu Rut til hamingju með verölaunin. Árleg sumarferð öldungadeildar Lagt var af stað frá Suðurlandsbraut 22 kl. 9 hinn 7. júní og ekið rak- leiðis aö Laugum í Sælingsdal, með stuttum stansi í Borgarnesi. Hádegisverður var snæddur á Laugum en síðan haldið af staö „fyrir Klofning". Ekið var um Svínadal og Saurbæ og síðan út á Skarðsströnd og numiö staðar á Skarði þar sem gamla bændakirkjan var skoðuö. Skarðskirkja á stórmerka gripi, fyrst og fremst altarisbrik með alabastursmyndum sem talið er aö Ólöf ríka Loftsdóttir hafi gefið kirkjunni um miöja 15. öld. Auk hefðbundinna fundarstarfa var nýtt merki fagdeildarinnar afhjúpað og má sjá það hér í grein- inni. Stjórnin þakkaði einnig eftirtöldum aðilum fyrir ómetanleg störf í þágu hjartahjúkrunar: Unni Sigtryggsdóttur, Stefaníu G. Snorradóttur, Brynju Ingadóttur og Margréti Sigmundsdóttur. I fundarlok þáðu gestir glæsilegar veitingar í boði Astra Zeneca. Meðal annarra starfa stjórnar má nefna vinnu við heimasíðugerð og undirbúning fyrir diplóma- nám. Þetta starfsár hefur verið annasamt en ánægjulegt og teljum við að mikið hafi áunnist, ekki síst í að gera hjartahjúkrun sýnilegri. Unnið hefur verið ötullega með markmið fagdeildar- innar að leiðarljósi og vonum við að fagdeildin megi halda áfram að vaxa og eflast. Frá Skarði var haldið áfram út Ströndina og næst var stoppað í Klofningi þar sem hópurinn gerði gott hressingarhlé. í Klofningi er mikið og fagurt útsýni yfir Suðureyjar Breiðafjarðar og til Snæfellsness. Síðan var haldið inn Fellsströndina og komið aftur að Laugum þarsem kaffi og meðlæti beið hópsins. Á heimleið var stansað í Búöardal en síöan var ekiö út Skógarstönd, um Heydal, suður Mýrar og áð stundarkorn í Borgarnesi. Til Reykjavíkur var komið kl. 21 um kvöldið. Veðrið var eins og best veröur á kosið í ferðalögum, hæfilegt sólskin, logn, bjart og fallegt. Gréta Aðalsteinsdóttir

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.