Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Side 32
Hrafn Óli Sigurðsson
Sérfræðingar í hjúkrun
30
Undanfarin ár hef ég mikið hugsað um stöðu sérfræðinga í hjúkrun á íslandi í Ijósi þeirra breytinga sem átt
hafa sér stað í heilbrigðisþjónustunni og enn eiga eftir að verða. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu eykst
frá ári til árs um allan hinn vestræna heim og endurskipulagning og sparnaðaraðgerðir hafa verið ráðandi
undanfarin 10 ár og gildir þar einu hvort litið er tii Evrópu eða Bandaríkjanna. Aö miklu leyti erum við heppin
á íslandi að þessi kostnaðarvitundarbylgja er nokkrum árum á eftir nágrönnum okkar þannig að við ættum
að geta nýtt okkur reynslu annarra og vonandi sieppt þeim atriðum úr sem reyndust ekki vel. Ein af þeim
aðgeröum til aö veita árangursríka þjónustu sem hafa gefist vel er að auka ábyrgð hjúkrunarfræðinga og nýta
menntun þeirra til þess að fylgja sjúklingum eftir og stytta með því legutíma. Þetta hefur verið gert með
því að fjölga stöðum sérfræðinga í hjúkrun sem eru öðrum hjúkrunarfræðingum til ráðgjafar, veita flókna
hjúkrunarmeðferð og taka líka beinan þátt í læknismeðferð sjúklinga meö því að taka ákvarðanir um meðferð
í samræmi við fyrirframgerða samstarfssamninga. Meö þessu móti hefur aðgengi almennings að heilbrigöis-
kerfinu aukist og einnig ánægja sjúklinga með þjónustuna.
Islensk lög og regIugeröir
Hugtakið sérfræðingur í hjúkrun á sér stoð í 3. grein hjúkr-
unarlaga nr. 8/1974 þar sem heimild fyrir reglugerðarsetningu
um sérfræðinga er gefin. Síðan hjúkrunarlögin voru sett hafa
þrjár reglugerðir verið settar til að skýra hvað við er átt og
hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að kallast sérfræðingur í
hjúkrun. I fyrstu reglugerðinni, nr. 98/1976, er tilgreind tíma-
lengd náms fyrir mismunandi sérgreinar hjúkrunar, (sjá töflu
1) sem fram gat farið á vegum skóla og heilbrigðisstofnana
sem höfðu til þess viðurkenningu „af viðkomandi yfirvöldum."
Meðal nýjunga í hjúkrunarlögunum frá 1974 var stofnun
hjúkrunarráðs sem var heilbrigðisráðuneytinu til ráðgjafar um
ýmis mál er varða hjúkrun (Ingibjörg Magnúsdóttir, 2003).
Hjúkrunarráði var í þessari’ fyrstu reglugerð um sérfræðinga
í hjúkrun ætlað að meta námsskrár og námsstöður í sér-
fræðinámi áður en viðurkenning fékkst til að halda slíkt nám
(Reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun, nr. 98/1976).
Með þessu var gert ráð fyrir utanaðkomandi eftirliti með fram-
haldsnámi hjúkrunarfræðinga, væntanlega til að tryggja gæði
og samhæfingu í náminu. Ekki var kveðið nánar á um hvernig
náminu skyldi háttað eða á hvaða skólastigi það færi fram.
Sérhæfing í hjúkrun hafði farið fram á sjúkrahús
um um árabil áður en fyrsta reglugerðin tók
gildi og hjúkrunarfræðingar sérhæfðu sig, til
dæmis í skurð- og svæfingahjúkrun, undir hand-
j leiðslu hjúkrunarfræðinga sem farið höfðu utan
og sérhæft sig þar. Þessir hjúkrunarfræðingar
byggðu upp sérhæfingu í hjúkrun á Islandi.
Nýi hjúkrunarskólinn starfaði um árabil til að
samræma og staða sérhæfingarmenntunina. Eins
og sjá má í töflu 2 fékk 661 hjúkrunarfræðingur
viðurkenningu samkvæmt reglugerðinni frá 1976
(Heilbrigðisráðuneytið, munnl. uppl. 6/6/2002)
og margir þeirra eru enn starfandi við sína sér-
grein.
QTCII Sérgreinar og tímalengd náms skv. reglugerð 98/1976
: Sérgrein Tímalengd náms
I. Barnahjúkrun Eitt ár
II. Geðhjúkrun 15 mánuðir
III. Heilsuvernd Eitt ár
IV. Ljósmóðurfræöi Eitt ár
V. Röntgenhjúkrun Tvö ár (þar af 3 mán. á geislalækningadeild)
VI. Svæfingahjúkrun Tvö ár
VII. Hjúkrun á lyfækningadeildum, handlækninga- deildum, elli- og endurhæfingardeildum,
gjörgæsludeildum, skurð- og slysadeildum Eitt ár
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004
Tafla 2
Fjöldi sérfræöileyfa skv. reglugerð
Sérgrein
Barnahjúkrun
Félagshjúkrun
Geöhjúkrun
Gjörgæsluhjúkrun
Hand- og lyflækningahjúkrun
Hjúkrun aldraðra
Ljósmóðurfræði
Röntgenhjúkrun
Skurðhjúkrun
Svæfingahjúkrun
Samtals
98/1976 veitttil 1993
Fjöldi
47
85
57
38
45
8
114
37
151
79
661