Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Qupperneq 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Qupperneq 47
FRA FELAGINU Þróun launa hjá hjúkrunar- fræöingum 2001- 2004 Hjúkrunarfræðingar, sem starfa á heilsugæslu- stöðum á landsbyggðinni, eru um 50 talsins í um 40 stöðugildum. I þessu safni eru heilsu- gæslustöðvar sem ekki eru í starfstengslum við heilbrigðisstofnanir. Eins og áður sagði eru heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni ekki inni í þessum tölum frá KOS. A mynd 4 má sjá hvernig röðun hjúkrunarfræðinganna er í mars 2002 og mars 2004. I mars 2002 röðuðust um 58% hjúkrunarfræðinga í launaramma B4-B7 miðað við um 22% í mars 2004. I mars 2004 röðuðust um 40% hjúkrunar- fræðinga í launaramma B6-B9. I mars 2002 röðuðust um 32% hjúkrunarfræðinga í C-ramma en um 36% í mars 2004. Meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga, sem störfuðu á heilsugæslu- stöðum á landsbyggðinni, voru um 213 þús. kr. í mars 2002 en 245 þús. kr. í mars 2004 og höfðu hækkað um 15%. ramma. Meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga starfandi á HSA í mars 2002 voru um 231 þús. en um 245. þús. í mars 2004 og hafa hækkað um 6%. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt flestum öðrum félögum innan BHM samdi um nýtt launakerfi í kjarasamn- ingum 1997. Sú kerfisbreyting hefur leitt til launabreytinga hjá mörgum hópum innan BHM. Mynd 7 sýnir launaþróun annars vegar hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og hins vegar hjá félögum innan BHM án Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, á árinu 2003 til mars 2004. Meðaldagvinnulaun félaga innan BHM eru á þessu tímabili alltaf hærri en meðaldagvinnulaun Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Minnstur er munurinn í júlí 2003 eða 4% en það sem af er árinu 2004 er munur dagvinnulauna um 10%. Að meðal- tali er munur dagvinnulauna hjá hjúkrunarfræðingum miðað við aðrar stéttir innan BHM um 7%. Dagvinnulaun félaga innan BHM hafa hækkað um 10% á tímabilinu janúar 2003 til mars 2004 en laun hjúkrunarfræðinga um 5% á sama tímabili. Stofnanasamningur var gerður við FSA í desem- ber 2002. Upplýsingar um laun og röðun í Iauna- flokka koma frá FSA. Fjöldi hjúkrunarfræðinga, sem starfa á FSA, er um 150 í um 130 stöðu- gildum. Á mynd 5 má sjá Iaunaþróun hjúkrunar- fræðinga á FSA í mars 2002 og janúar 2004. í mars 2002 röðuðust um 54% hjúkrunarfræðinga á FSA í launaflokka B4-B7 en 38% í janúar 2004. I janúar 2004 raðaðist um 51 % hjúkrunarfræðinga í launaflokka B6-B9. I janúar 2004 raðaðist um 10% hjúkrunarfræðinga í C-ramma. Meðallaun hjúkrunarfræðinga á FSA í mars 2002 voru um 195 þús. kr. en 207 þús. kr. í mars 2003 (ath. ekki 2004) og hafa á þessu ári hækkað um 6%, en á því tímabili hækkaði launataflan um 3%. Stofnanasamningur var gerður við Heilbrigðis- stofnun Austurlands (HSA) í maí 2003. Tölur vegna HSA koma frá HSA. Á HSA starfa um 40 hjúkrunarfræðingar í um 33 stöðugildum. Mynd 6 sýnir launaþróun á HSA annars vegar í mars 2002 og hins vegar í mars 2004. I mars 2002 röðuðust um 23% hjúkrunarfræðinga á HSA í launaflokka B4-B7 miðað við 11% í mars 2004. í mars 2004 raðast um 30% hjúkr- unarfræðinga í launaflokka í B6-B9, en um 40% í launarömmum B10-B18. I mars 2002 og mars 2004 röðuðust um 29% hjúkrunarfræðinga í C- Ef bornar eru saman tölur meðalheildarlauna félaga innan BHM og hjúkrunarfræðinga þá eru heildarlaun hjúkrunar- fræðinga hærri en annarra félaga innan BHM. En því ræður að mestu vinnutími hjúkrunarfræðinga. Heildarlaunin eru samsett annars vegar af dagvinnulaunum og hins vegar af ýmsum álagsgreiðslum sem rekja má til vaktavinnu hjúkrunar- fræðinga. Þess vegna er rétt að bera saman dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga og annarra félaga því það eru þau laun sem greidd eru fyrir fyrir 40 stunda vinnuviku. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Viö Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki með þjónustu allan Kiauskreytingar * Danarvottorð sólarhringinn. Erfidrykkja ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Timarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 80. árg. 2004 45

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.