Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 7
Samræður Samræðuþing var haldið í Háskólanum á Akureyri í september og aðalfyrirlesarinn þar var dr. Steinar Kvale en hann er mesti sérfræðingur félagsvísindamanna um viðtöl í eigindlegum rannsóknum. I þessu tölublaði er gerð grein fyrir samræðuþinginu og umfjöllun Steinars Kvale um viðtöl. Hann kom inn á marga mjög athygl- isverða þætti í fyrirlestri sínum og vinnusmiðju, svo sem þá goðsögn að eigindleg viðtöl væru í eðli sínu framsækin. Samtalið hefur verið notað frá dögum grísku heimspekinganna Platós og Sókretesar til að öðlast þekkingu og skilning á mönnum og umhverfi þeirra. Kvale hefur bent á samsetningu orðsins viðtal, það er gagnvirkt, tvær manneskjur tala saman um tiltekið efni og fá upplýsingar hvor um aðra um leið og þær skiptast á skoðunum. Orðið samræður er byggt upp á svipaðan hátt, ekki einræða í eina átt við einhvern tiltekinn aðila eða fjölda manna, heldur tvær manneskjur eða fleiri sem ræða saman um tiltekið efni, skiptast á skoðunum og fá upplýs- ingar um þá sem ræða saman í leiðinni. I eigindlegum rannsóknum er rannsakandinn sjálfur helsta „rannsóknartækið". Til að „tækið" verki sem best þarf heilmikinn undirbúning og þjálfun sem þarf að fara fram bæði innan og utan háskóla eins og Kvale benti á. Til að skilja aðra manneskju þarf stundum að setja sig í spor hennar, dærni eru um að rannsakendur, sem hafa viljað kanna þjónustu við sjúklinga, hafa látið leggja sig inn á sjúkrahús til að reyna sömu aðstæður og viðmælendur í tiltekinni rannsókn. Því meiri og betri undirbúningur sem rannsakandi hefur tekið þátt í þvf betri verða niðurstöðurnar og því líklegra er að þær séu sem sannastar. „Veldur hver á heldur," segir gamalt máltæki og eins og Kvale bendir á skiptir mestu hver rannsakandinn er, hvernig hann hefur undirbúið sig og hvernig hann notar niðurstöð- urnar. Það getur verið á framsækinn hátt en þarf ekki að vera það. RITSTJÓRASPJALL Valgerður Katrín Jónsdóttir Valgerður Katrín Jónsdóttir Kvale benti einnig á að rannsakendur sjái oft ekki flísina í auga viðmælenda því þeir sjái með þeirri flís. Hugsun okkar og menning mótar okkur miklu meira en við höldum oft og við gleymum oft að horfa opið á þær hugmyndir sem hafa mótað okkur og okkur finnast sjálfsagðar. Það er stundum ekki fyrr en við mætum framandi hugmyndum og menningu sem við sjáum flísina í eigin auga. 011 þurfum við að bæta okkur sem manneskjur og á jólum, sem fram undan eru, gefst tækifæri til að hugleiða það betur því flestir virðast löngu búnir að gleyma bjálkanum í eigin auga en eru uppteknari af flís náungans. Óska öllum lesendum góðra hugleiðinga og gleðilegra jóla! Tímarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 80. árg. 2004 BEDCO & MA.THIESEN EHF Bæjarhraun 10 - Hafnafjörður Sími 565 1000 - bedco@bedco.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.