Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 11
FRÁ FÉLAGINU Hjúkrunarþing 2004 Inga Valborg Ólafsdóttir Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir Lovísa Baldursdóttir og Þóra I. Árnadóttir undirbúa kynningu á niöurstöðum hópastarfs störfum sínum en sækja þyrfti um bætur til dóm- stólanna og benti á nýlegt dæmi þar að lútandi. Hún gerði jafnframt grein fyrir þeim viðræðum sem nú væru í gangi hjá BHM, BSRB og KÍ við samninganefnd ríkisins þar sem fjallað væri um aukna tryggingavernd. Lilja Oskarsdóttir sagði heilsugæsluna hafa burði til að gera heilmikið en það vantaði stöðuheimildir og tíma til að nýta þá þekkingu sem fyrir hendi er. Umræðum var þar með lokið og tvær ályktanir voru síðan samþykktar samhljóða. Ályktun 1 Ályktun 2 Hjúkrunarþing haldið í Reykjavík 5. nóvember 2004 krefst þess að yfirvöld menntamála tryggi nægjanlegt rekstrarfé til hjúkrunarmenntunar hér á landi. Vægi hjúkrunarmenntunar við núverandi aðstæður er ekki metið sem skyldi og ekki jafn- gilt í reikniiíkani og annað nám í háskóla. A komandi árum mun verða aukin eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum með sér- hæfða þekkingu á öllum sviðum hjúkrunar og þarf grunnnám og framhaldsnám í hjúkrun að taka mið af þeirri þróun. Þinginu var þar með lokið og þátttakendur fóru að tínast yfir í 85 ár afmælishóf félagsins sem haldið var í Listasafni Reykjavíkur. Hjúkrunarþing haldið í Reykjavík 5. nóvember 2004 mótmælir harðlega öllum áætlunum um að auka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigð- isþjónustunni frekar en þegar er orðið og hvetur stjórnvöld til að endurskoða núverandi greiðslu- kerfi. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigð- isþjónustu hefur stöðugt verið að aukast síðustu ár og er nú svo komið að einstaklingar eru farnir að veigra sér við að sækja nauðsynlega heilbrigð- isþjónustu vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir einstaklinginn. Hjúkrunarfræðingar vilja ítreka stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem kveðið er á um að tryggja beri rétt allra þjóðfélagsþegna til viðeigandi heilbrigðisþjón- ustu og leggja beri sérstaka áherslu á þarfir þeirra einstaklinga sem standa höllum fæti, t.d. þeirra sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður, lang- vinn veikindi eða fötlun. Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Tímarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 80. árg. 2004 9

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.