Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 12
Elsa B. Friðfinnsdóttir r Avarp á hjúkrunarþingi „Hjúkrunarfræöingar eru þeir heilbrigðisstarfsmenn sem standa skjólstæöingum næst" Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, heiðursfélagar, ágætu hjúkrunarfræðingar, góðir gestir. Ég bíð ykkur öll hjartanlega velkomin til hjúkrunarþings 2004. Það er sérstaklega ánægjulegt hvað þingið er fjölmennt, hér ! eru yfir 200 þingfulltrúar. Við gerðum ráð fyrir að geta tekið á móti tvöfalt fleiri gestum en á hjúkrunarþingi 2002. Það gekk eftir og vel það, og svo fór, því miður, að lokum að ekki var hægt að skrá fleiri til þátttöku vegna húsrýmis. Ég fagna sér- staklega þessari miklu þátttöku og tel hana til marks um áhuga hjúkrunarfræðinga á mótun faglegrar stefnu félagsins og því að hafa áhrif á mótun íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga heldur hjúkrunarþing annað hvert ár en samkvæmt lögum félagsins skal þar fjalla um stefnu þess í faglegum málefnum hjúkrunar. Yfirskrift hjúkrunarþings 2004 er „Hjúkrun - hvert stefnir?" ! Líklega eiga sér meiri breytingar stað í heilbrigðisþjónustu hér á landi þessi misserin og árin en orðið hafa um allnokkurn tíma. Ekki einasta fleygir tækninni fram þannig að nú getum við gert það sem fyrir fáeinum árum taldist nánast óhugsandi - eins og að setja gervihjörtu í fólk, en eins og þið vitið stendur nú yfir söfnun til að koma því verkefni á laggirnar - heldur þarf íslensk heilbrigðisþjónusta að breytast með hliðsjón af hækkandi aldri þjóðarinnar, breytingum sem stafa af þeim lifnaðarháttum sem við höfum tamið okkur og fleira slíku. Þó tækniframfarir leiði oft til styttingar á legutíma sjúldinga á sjúkrahúsum þá kalla þær samhliða á meiri og sérhæfðari hjúkrunarþjónustu. Hið sama má segja um hækkandi meðal- aldur þjóðarinnar. Hlutverk og mikilvægi hjúkrunar og hjúkr- unarfræöinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu mun því aukast mjög á komandi árum. I stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum, sem sett var fram árið 1997, segir m.a. um hjúkrun: „Hjúkrunarfræðingar bera faglega ábyrgð á hjúkr- unarþjónustu í landinu. Þarfir þjóðfélagsþegna fyrir hjúkr- unarþjónustu eru það grundvallaratriði sem markar störf þeirra. Hjúkrunarfræðingar hafa fjölþætta menntun og reynslu af að starfa á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Því er mikilvægt að þeir séu virkir þátttakendur í stefnumótun og breytingum innan hennar þannig að þekking, reynsla og sjón- armið þeirra komi fram og nýtist til hagsbóta fyrir alla þjóðina. *°NA KÍ& „Framlag hjúkrunarfræðinga og reynsla þeirra er því afar mikilvæg þegar kemur að stefnumótun í heilbrigðismálum" Alls staðar þar sem ákvörðunartaka varðandi heilbrigðisþjónustuna fer fram er innlegg hjúkr- unarfræðinga mikilvægt, s.s. á Alþingi, í sveita- stjórnum, í ráðuneytum, innan stjórnmálaflokka, heilbrigðisstofnana og hagsmunahópa.'‘ Þetta segir í stefnu félagsins. Af þessum orðum má Ijóst vera að hjúkrunarfræðingar telja sig bæði þess megnuga og bera skyldu til að hafa áhrif á þróun heilbrigðisþjónustunnar. Hjúkrunarfræðingar eru þeir heilbrigðisstarfs- menn sem standa skjólstæðingunum hvað næst, hvort heldur er inni á stofnunum eða í samfé- laginu. Þeirra mat á aðstæðum og lífsskilyrðum þjóðarinnar er þess vegna kannski eitt það rétt- mætasta hverju sinni. Hjúkrunarfræðingar fara inn á heimili fólks til að hjúkra; hjúkra börnum í grunnskólum þessa lands; hjúkra ungum verð- andi foreldrum sem þurfa m.a. að glíma við þann vanda sem lífsgæðakapphlaupið setur þá í; hjúkra Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.