Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Page 17
PISTILL
Þorbjörg Guðmundsdóttir:
Jólahugvekja
Jólahugvekja 2004
Jólin, þessi helgasta hátíð ársins er í nánd og
l’Iest okkar eru mitt í undirbúningnum. Ég rifja
upp fyrri ár og sé að hvernig sem aðstæður mínar
hafa verið frá einum tíma til annars þá er minn-
ing jólanna mér einkar kær, hvort heldur sorg
og erfiðleikar voru til staðar eða aðstæður góðar.
Það er eitthvað alveg sérstakt við þessa hátíð,
hún hefur tilhneigingu til að Iaða fram hið góða
í fari manna. Birtan og vonin, sem hátíðin felur
í sér, er kærkomin inn í þennan dimmasta tíma
ársins. Gleði, eftirvænting eða tregablandnar
tilfinningar bærast innra með okkur, allt eftir
aðstæðum. Amstrið er í algleymingi og auðvelt er
að hrífast með öllu því sem fylgir þessum árstíma
\hð kvörtum stundum yfir umstanginu en vitum
: að sjálf getum við haft nokkur áhrif þar á ef viðj
forgangsröðum og skiljum og skynjum hvað það
er sem raunverulega skiptir máli.
urðu til þess að hann skrifaði vinum sínum bréf þar sem hann
veltir fyrir sér hvernig hann myndi nýta tímann ef Guð gæfi
aðeins örlítið meira af honum. I bréfinu segir hann meðaf
annars að hann myndi ekki meta hluti eftir verðgildi þeirra
heldur merkingu og bætir við: „Ég myndi ekki segja allt sem
jég hugsa en ég myndi örugglega hugsa allt sem ég segi.“ Síðar
segir hann:
„Ég myndi ekki láta dag líða án þess að segja þeim sem ég
elska frá tilfinningum mínum.“ Bréfinu lýkur Márques síðan
með eftirfarandi heilræðum: „Enginn á sér tryggðan morgun-
dag, hvorki ungur né gamall. I dag kannt þú að sjá í síðasta
skipti þá sem þú elskar. Því skaltu ekki bfða lengur. Breyttu í
dag eins og morgundagurinn renni aldrei upp, þú munt örugg-
lega harma daginn þann þegar þú gafst þér ekki tíma fyrir
bros, faðmlag, koss og þú varst of önnum kafinn til að verða
við óskum annarra. Hafðu þá sem þú elskar nærri þér, segðu
þeim í heyranda hljóði hversu mjög þú þarfnast þeirra, elskaðu
þá og komdu vel fram við þá, taktu þér tíma til að segja „mér
þykir það leitt“, „fyrirgefðu mér“, „viltu vinsamlegast", „þakka
þér fyrir" og öll þau kærleikans orð sem þú þekkir." Heilræði
Marqués tengjast ekki jólum beint en eru samt mjög í anda
jólanna og það sem þau standa fyrir en það eru gieði, friður,
góðvild, kærleikur, miskunnsemi og fyrirgefning.
Okkur er öllum gjarnt að leggja ofuráherslu á ytri umbúnað
jólanna en hættir til að huga minna að inntaki þeirra. Auðvitað
er skemmtilegt að hafa fallega skreytt heimili og mat sem til-
heyrir hátíðum. En jólin koma hvort sem við erum „búin að
öllu“ eða ekki. Við fyrstu sýn virðist fátt jólalegt við sjúkradeild
þó einstaka jólaskraut finnist þar, en samt sem áður eru fáir
staðir þar sem helgi jólanna verður jafnáþreifanleg og einmitt
þar. Andrúmsloftið er sérstakt og Iíkist ekki því sem gerist á
venjulegri iaugardags- eða sunnudagsvakt. Það fer ekki fram
hjá neinum sem stendur vaktina á aðfangadagskvöld eða jóla-
nótt að það eru heilög jól. Það er sem englar fari hjá og jafnvel
döpur hjörtu geta glaðst því boðskapur jólanna: „Verið óhrædd-
ir, því sjá, ég boða yður mildnn fögnuð, sem veitast mun öllum
lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn"
nær einnig þangað, eins og um landið allt - um öll Iönd þar
:Sem jól eru haldin hátíðleg.
Fyrir nokkru las ég frásögn, sem birst hafði í einu
dagblaða landsins, um nóbelsskáldið Gabriel
García Márquez. Márquez hafði dregið sig í hlé
frá opinberu lífi vegna veikinda. Þessi veikindi
Kæru hjúkrunarfræðingar, megið þið og fjölskyldur ykkar eiga
gleðilegjól.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004'