Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Page 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Page 26
Valgerður Katrín Jónsdóttir „Ruslfæði gerir okkur vanmáttug og veik" Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræöingur og næringar- ráögjafi, er hjúkrunarfræðingum aö góöu kunn en viðtal viö hana birtist hér í tímaritinu fyrir fimm árum, í 2. tbl. 2000 er hún hélt námskeiö, sem hún nefndi „Lífsorka kvenna", í Hvergeröi ásamt Sólveigu Eiríksdóttur sem kennd hefur veriö viö Grænan kost. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga hitti Þorbjörgu aftur fyrir skömmu, nú í hinni nýopnuðu verslun Maður lifandi en þar er verslað með lífrænt ræktaða matvöru, bætiefni og sérfæði án aukefna. Þar er einnig matstofa með hollusturétti og fræðslu- miðstöð nreð námskeið og þvf nýjasta um hollustu og bætta líðan eins og sjá má á heimasíðu þeirra, www.madurlifandi.is. En hvað hefur í stórum dráttum drifið á daga hennar frá því við hittum hana í Hveragerði? Hún segist hafa verið á eilífri hreyf- ingu síðan, alltaf á hlaupum en alltaf verið að fást á einhvern hátt við næringu og heilsu. Hún er enn búsett í Danmörku, hefur búið þar frá 1979 eða meira en helming ævinnar. „Ég kem reglulega til fslands, allt- af einu sinni í mánuði, stundum tvisvar, og eftir að ég byrjaði að vera næringarráðgjafi hér hjá Maður lifandi þá kem ég oltar. Ég er mjög þakklát fyrir að ég geta komið hingað heim reglulega." Hún bætir við að hún finni í auknum mæli fyrir því eftir því sem árin Iíða að hún til- heyri hér fólki og samfélagi, bæði faglega og tilfinn- ingalega. „ísland togar í mig, mér finnst gott að vera hér, mér finnst þjóðin skemmtileg og fólk mjög duglegt, orkan hér er svo mikil að það liggur við að hún sé of mikil. Ég finn það um leið og ég Iendi hér á landi. Mér finnst gott að vera hér viku, hálfan mánuð í einu, er mjög orkumikil meðan ég er hérna en þá þarf ég að fara heim og hvfla mig,“ segir hún og hlær. Frá því við ræddurn saman síðast er hún hætt að reka með- ferðarstofuna sem hún var nreð ásamt öðrum á Strikinu í Kaupmannahöfn. Þorbjörg er skilin við sambýlismann sinn og býr nú á Helsingjaeyri á Sjálandi, „á þrjár dætur með fyrr- verandi manni mínurn og yngsta dóttir okkar, sem er 10 ára, Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004 er tii skiptis hjá mér og pabba sínum. Það gengur vel, hún er ánægð með það og þegar hún er ánægð erum við ánægð. Hinar dætur mínar, Asta Lea, sem er 21 árs, og Ida Björk, Þorbjörg Hafsteinsdóttir sem er ag Verða 20 ára í janú- ar, koma þegar þær vilja en eru annars hjá pabba sínum. Ásta, elsta dóttir mín, hefur mestu tengslin við Island og kemur hingað til langdvalar annað slagið." Þorbjörg rekur ráðgjafarstofu á Helsingjaeyri sem hún á með öðrum og reynir að vera þar ekki oftar en þrjá daga í hverri viku. „Ég kenni einnig heilmikið, kenni næringarfræði og sjúkdóms- fræði, sem tengist næringu, í skóla sem mennt- ar næringarráðgjafa, held fyrirlestra og skrifa. Skólinn, sem ég kenni við, heitir Hover Sundhedshojskole, ég hef kennt þar síðustu þrjú árin." Hún segir að hún sé farin að vinna heil- mikið með unnusta sínum, Oscari Umahro Cadogan, í sambandi við kennslu, fyrir- lestra og matreiðslunámskeið, „heilmikið hér á Islandi líka og það er mjög skemmtilegt." Umahro er alveg sjállmenntaður en hefur menntað sig í lífefna- fræði. Hún segir ástæðu þess að hann fékk mikinn áhuga á næringarfræði þá að þegar hann var um tvítugt hafi hann orðið mjög veikur. „Hann fékk þarmabólgu (colitis ulcerosa), var lagður á spítala og var undir lækna- eftirliti í sex mánuði. Enginn gat samt hjálpað honum þannig að hann sá að ef hann ætlaði að ná bata yrði hann sjálfur að finna hvernig unnt væri að vinna bug á sjúkdómnum. Hann lór að lesa sig til um sjúkdóminn og tókst loks að ná skilningi á þarmabólgunni. Hann leitaði ráða hjá lækni í Danmörku sem fæst við hagnýta læknis- fræði og í sameiningu tókst þeim að lækna hann svo hann er alveg frískur núna. Þetta kveikti svo 24

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.