Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Side 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Side 27
GREIN Ruslfæði gerir okkur vanmáttug og veik sem við setjum ofan í okkur og áhrifin sem það hefur á okkur.l Gestir geta líka prófað réttina í matsölunni. Við verðum líka með okkar fyrirlestra í tengslum við hvert þema og verður skipt um það á tveggja, þriggja mánaða fresti.“ Hagnýt læknisfræði Þorbjörg hefur ásamt Umahro haldið námskeið um hagnýta læknisfræði, hún er spurð að hvaða leyti hún sé frábrugðin venjulegri læknisfræði? „Þeir sem stunda hagnýta læknisfræði eru oftast læknar sem hafa farið í gegnum venjulegt læknisnám og hafa haft áhuga á að fara aðrar leiðir til að bæta við sig þekkingu. Það er hægt að nema hagnýta læknisfræði hjá Institute of Functional Medicine í Bandaríkjunum en þar geta læknar, sálfræðingar, geðlæknar, hnykkjarar og næringarráðgjafar farið í þetta framhaldsnám. Fram að þessu hefur eingöngu verið hægt að fara í framhalds- nám í Bandaríkjunum en við höfum verið að vinna að því að það sé hægt að fara á námskeið í Evrópulöndum. Sömuleiðis lerum við að velta fyrir okkur þeim möguleika að halda ráð- stefnu hér á landi en slíkar ráðstefnur eru mjög vel sóttar, um þúsund manns sækja þær, m.a. fólk frá Norðurlöndunum. I Osló er t.d. starfrækt ein læknamiðstöð með 13 læknum og þeir eru allir búnir að læra hagnýta læknisfræði. I Svíþjóð starfa einnig mjög margir læknar sem hafa numið hagnýta læknisfræði og þar er líka löng hefð fyrir menntun góðra nær- ingarráðgjafa. Þar eru líka læknar sem gera það gott í hagnýtri læknisfræði. Ég held það sé enginn hér á landi sem hefur til- |einkað sér þetta. Það er á döfinni hjá okkur Umahro að hefja kynningu og fyrirlestra á hagnýtri læknisfræði fyrir heilbrigðis- geirann hér heima. Við erum að undirbúa efnið. Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004 mikinn áhuga á næringu hjá honum, heilsu og h'fefnafræði og öllu því sem tengist næringu að hann hefur fengist við það síðan." Hún segir að þau séu með mörg önnur námskeið f undirbúningi sem haldin verða í Maður lifandi á næsta ári. „Við verðum venjulega með eitt- hvert þema, það getur t.d. verið insúlínofnæmi, áunnin sykursýki og offita. Það getur verið þema um heilsubresti í skammdeginu, það sem hellist yfir okkur þegar veturinn gengur í garð, þreyta, verkir í liðum og allt sem kemur fram þegar farið er að kólna mikið og myrkrið skellur á, og þung- lyndi sem margir finna fyrir. Við reynum með þessu að kenna fólki að skilja hvað er að gerast og losa sig þar með við óttann. Eg held fyrirlestur um efnið hverju sinni og svo hefst sýnikennslan í matreiðslunni sem hentar hverju sinni. Við notum hagnýta matreiðslu, notum það hráefni sem styrkir það sem við erum búin að tala um. Það er því alltaf samhengi á milli fyrirlesturs og matreiðslunnar. Við kennum fólki að matreiða og meðhöndla hráefnið á einfaldan og hagkvæman hátt þannig að fólk geti líka flýtt fyrir sér, og bent verður á hvernig hægt er að finna góðar og hollar lausnir sem eru líka hagkvæmar. Við verðum með þema um börn, þema kringum hagnýta lækn- isfræði sem við ætlum að vinna f samráði við Maður lifandi og það verður mjög spennandi. Við ætlum að hafa þrjú, kannski fjögur mismunandi þemu sem verða f gangi hér í Maður lifandi, í matsölunni og í versluninni, tengslin milli þess

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.