Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 40
Hanna Björg sagði frá reynslu sinni af því að rannsaka fólk með þroskahömlun. Hún sagði algengt hér áður að fólki með þroskahömlun væri líkt við börn og ekki nema 15-20 ár síðan farið var að líta svo á að það hefði gildar skoðanir og rétt til að tjá þær. Hún lagði áherslu á mikilvægi tengsla rannsakenda við þátttakendur, ekki síst þegar þessi hópur á í hlut. Þá ræddu þau dr. Rannveig Traustadóttir, dósent við Háskóla i Islands, og Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna 78, um hver megi rannsaka hverja, um völd og rödd í rannsóknum. Rannveig gerði að umtalsefni hverjir mættu tala fyrir hverja og að hvaða leyti við erum lík eða ólík þeim sem við rannsökum. Hún varpaði fram spurningu um hvort við gætum verið fulltrúar hópa sem við tilheyrum ekki og ræddi áiitamál og vandamál sem fylgja því þegar rannsókn beinist að hópum sem rannsakandi tilheyrir ekki. Hún sagði ómetanlegt að rannsakandi öðlaðist traust til að gera rannsóknir með fólki en ekki eingöngu á fólki. Hún sagði frá reynslu sinni af því að gera rannsóknir á minni- hlutahópum, svo sem lesbíum og hommum, og sagði miklar upplýsingar að fá um hina vel metnu íslensku konu með því að rannsaka konur sem tilheyra jaðarhópum. Þorvaldur sagði frá reynslu sinni sem samkynhneigður og gagnkynhneigður maður, en framan af ævinni var hann gagnkynhneigður og sagði engan rannsakanda hafa haft áhuga á sér. Hann sagði frá reynslu sinni af því að vinna með ólíkum rann- sakendum og velti fyrir sér hver ætti þá þekkingu sem fram kæmi í rannsókninni, hvort hún tilheyrði rannsakanda eða hópnum sem væri rannsakaður. Kaffihlé milli fræða og starfs. Kristín ræddi um starf- endarannsókn sem unnin var á bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar sem var í senn rannsókn og breytingarferli var að innleiða það vinnulag á bæklunardeildinni að meðferðaráætlanir sjúkl- inga sem færu í liðskiptiaðgerðir yrðu notaðar sem fræðsluefni og umræðugrundvöllur Ingibjörg sagði frá þróunarverkefni í Oddeyrar- skóla en aðalmarkmið rannsóknarinnar var að kanna með hvaða hætti starfsmenn grunnskóla gætu þróað vinnubrögð sín til árangursríkara samstarfs við foreldra. Hún greindi frá vinn- unni, veikleikum og styrkleikum rannsóknarað- ferðarinnar og ögrunum sem á vegi urðu. Kristín og Ingibjörg veltu meðal annars fyrir sér hlut- verki rannsakanda en hann er virkur þátttak- andi í rannsókninni en ekki hlutlaus áhorfandi. Rannsakandinn í starfendarannsókn er sjálfur hluti af rannsókninni, hann rannsakar sjálfan sig og sína vinnu. Hefur það áhrif á niðurstöður rannsóknanna? Að loknu heilsuhléi fjölluðu dr. Kristín Björnsdóttir, dósent við Háskóla Islands, og dr. lngólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri, um orðræðugreiningu sem rannsóknaraðferð. Kristín ræddi um áhrif tungu- málsins og lagði áherslu á að það væri ekki hlut- laust né samsafn orða heldur flókin og margbrotin tjáningaraðferð sem mótast af menningu og sögu. Tungumálið byggist á reynslu og setur henni tiltekin mörk eða skorður. Orðræðugreiningin mótaðist í hugvísindum en væri notuð í aukn- um mæli í félagsvísindum og hefði verið kynnt í heilbrigðisvísindum. Orðræðugreining beinist að samspili tungumáls, þekkingar, reynslu og valda, hagsmuna eða áhrifa. Þau rannsóknargögn, sem notuð eru við orðræðugreiningu, eru allir prentað- ir textar, vélrituð viðtöl, þátttökukannanir, mynd- rænt efni auk þess sem líta má á alla tjáningu sem hugsanleg gögn. Ingólfur gerði að umtalsefni menntastefnu og sagði nútímamenntastefnu ein- kennast af tæknihyggju og lýðræði en jafnréttis- hugsjónin væri hins vegar ekki áberandi. Þá fjölluðu þær Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingur Háskólanum á Akureyri og Kristín Þórarinsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri um starfendarannsóknir, að byggja brú Síðasti dagskrárliðurinn var umfjöllun um fyrir- bærafræði sem rannsóknaraðferð og tóku þau dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri, Hildur Magnúsdóttir, Landspítala- Tímarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.