Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Page 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Page 47
RAÐSTEFNA Samtöl í eigindlegum rannsókn- um, frelsa þau eða þvinga? margir ganga yfir á rauðu Ijósi og skrifum það á blað. Og með því að spyrja fólk um lífsskoðanir og hugmyndir og líf þeirra, auðvitað er það hægt, en hvort niðurstöðurnar eru mikilvægar, það er svo aftur annað mál.“ Hann er spurður hvaða heilræði hann geti gefið nemendum sem eru að hefja feril sinn í eigind- legri aðferðafræði. Hvernig geta þeir sem best undirbúið sig til að ná sem bestum árangri og komist sem næst sannleikanum? Hann hefur t.d. sagt að meiri kröfur séu gerðar til þeirra sem stunda neytendarannsóknir, fólk þurfi t.d. að afla sér viðtalsreynslu í 1-2 ár áður en það getur tekið þátt í þeim. Hann segir rannsakendur á háskólastigi ekki fara í gegnum þann undirbún- ing og það sé ekki nægilega gott. Væri ef til vill gott að gera auknar kröfur um viðtalstækni hjá þeim sem stunda þannig rannsóknir? Hann segir miklu skipta að spyrjendur opinna viðtala séu vel þroskaðir einstaklingar, og að þeir þekki vel viðfangsefni sitt og hafi þróað hæfileika sína sem spyrjendur. Það síðastnefnda getur virst ósköp auðvelt því við spyrjum öll spurninga til að fá I > ' UA W" rk ■ \- Áhugasamir þátttakendur á samræðuþinginu svör við þeim. En spyrjendur verða að gæta vel að því hvað þeir segja, ekki bara spyrja spurninga heldur hlusta vel á öll blæbrigði málsins og þess sem sagt er. Sá sem er að hefja rannsóknir ætti að finna góðan rannsóknarhóp sem hann gæti unnið með og fylgst með og Iært af og komið sér þannig inn í rannsóknarstarfið. í fyrirlestrium drap Kvale á að rannsóknarniðurstöður gætu verið hættulegar. Hann er spurður nánar út í þá staðhæfingu, hvort ný þekking sé ekki alltaf „hættuleg“ á þann hátt að unnt sé að misnota rannsóknarniðurstöður, og fyrir hverja ný þekk- ing sé hættuleg. Þurfum við að hafa áhyggjur af þessu? Hann svarar því til að við eigum að hafa áhyggjur af því hvernig rann- sóknarniðurstöður eru notaðar. Auðvitað sé hægt að misnota allt en sumar rannsóknir í félagsvísindum eru að hans áliti mjög léttvægar og niðurstöðurnar segja svo sem ekki mikið, svo það er erfitt að misnota niðurstöðurnar. „En viðtalið er öflugt tæki til að öðlast mikilvæga þekkingu um fólk og félagslegar aðstæður og það er hægt að misnota hana á sama hátt og unnt er að misnota alla nýja þekkingu innan vís- indanna. Það sem ég er að gagnrýna er að sumir rannsakendur, sem nota eigindlegar rannsóknaraðferðir, líta á aðferðina sem framsækna í sjálfri sér, það sé gott að fá fólk til að tala, fá ;fulltrúa sem flestra sjónarmiða og koma þeim á framfæri. Eg held það sé ekkert sem er framsækið eða siðferðilega rétt sem er innbyggt í þessa aðferðafræði, það fer alveg eftir því hvernig niðurstöður eru notaðar og kringumstæðum hverju sinni.“ Á þinginu fóru fram umræður um mismunandi sjónarhorn eða fræðilegar forsendur sem liggja til grundvallar tiltekinni rannsókn. Þannig geti rannsakendur nálgast viðfangsefni sín með því að horfa í gegnum ólík fræðileg „gleraugu" og fá ólíkar niðurstöður út frá því sjónarhorni sem horft er á hverju sinni. Er þannig ekki til neinn einn sannleikur? „Nei, og það er ein- mitt gott, í mannlífinu eru margar merkingar og því eru ólíkar greiningar á sama viðfangsefninu til þess fallnar að auðga sldlning okkar á þeim, eða gætu gert það, þ.e. ef það þarf ekki að taka ákvörðun um eitthvert tiltekið atriði, svo sem að koma sjúklingi á sjúkrahús. En á öðrum sviðum, eins og að fá ólíkar lýsingar nemenda á því hvernig það er að vera nemandi í dag, það gerir ekkert annað en að auðga vitneskju okkar um það.“ ! Kvale er að lokum spurður út í tilvitnunina „let the object object" en hún er höfð eftir franska félagsfræðingnum Bruno Latour. I viðtölum og einkum í meðferðarviðtölum getur sjúkl- ingurinn mótmælt skilgreiningum meðferðaraðilans, hann les ekki bara viðtalið í einhverri grein heldur getur hann mótmælt skilgreiningum í viðtalinu sjálfu og þetta er líka hægt að gera í rannsóknarviðtölum, miklu meira en gert er í dag. „Ef félags- vísindamenn vilja verða hlutlausari þá er ráðið að láta þá sem taka þátt í viðtölum gagnrýna túlkun rannsakendanna." Hann bendir t.d. á hvernig femínistar hafa gagnrýnt túlkanir rann- sakanda og komist á þann hátt að eða nær sannleikanum, eða sannleika femínistanna. Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.