Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 51
Erla Kolbrún Svavarsdóttir, forseti hjúkrunarfræöideildar Háskóla Islands r Doktorsnám við hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands Mikill vöxtur hefur verið í framhaldsnami við Háskóla Islands á undanförnum árum og má segja að helsti vaxtarbroddurinn og eitt mikilvægasta stefnumál skólans sé frekari uppbygging á rannsóknartengdu framhalds- námi (meistara- og doktorsnámi). Háskólinn hefur sett sér það markmið að hlutfall nem- enda í framhaldsnámi verði að jafnaði um 20% af heildarfjölda nemenda við skólann en þetta markmið er mjög framsækiö og þýðir í raun byltingu í menntunarmálum þjóðar- innar. Öflugur rannsóknarháskóli er frumskil- yrði þess að efla samkeppni Islands í vísindum og atvinnuþróun bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Samkvæmt skilgreiningu Carnegie-stofnunarinnar í Bandaríkjunum er rannsóknaháskóli (university) háskóli sem útskrifar a.m.k. 10 doktora á a.m.k. þremur fræöa- sviðum á ári. Viö Háskóla íslands voru skráöir um 110 nemendur í doktorsnám kennsluáriö 2003-2004 og er hann eini innlendi háskólinn sem hefur útskrifað dokt- ora. Á árinu 2003 útskrifuðust 8 nemendur með dokt- orsgráöu frá 4 deildum skólans. Gæöi doktorsnáms miöast viö lög og reglur Haskóla Islands, en Háskólinn sem heild setur sér viðmiö og kröfur um gæöi doktorsnáms sem eru hluti af gæöa- kerfi Háskólans og eru þær í samræmi viö þaö sem gerist í erlendum Háskólum sem skólinn ber sig saman viö. Doktorsnám er skipulagt af deildum Háskólans sem bera ábyrgö á efni þess, uppbyggingu og framkvæmd. Sá ánægjulegi atburöur átti sér staö þann 25. febrúar s.l. aö háskólaráð Háskóla íslands samþykkti reglur um doktorsnám við hjúkrunarfræðideild H.í. Meö þessari samþykkt var brotið blaö í sögu hjúkrunarmenntunar hér á landi og langþráðu takmarki náö um að koma á fót formlegu doktorsnámi viö deildina. Þessum áfangasigri hefur verið fylgt markvisst eftir innan deildarinnar meö stór eflingu á framhaldsnámi, námsframboö hefur aldr- ei verið meira en nú og hefur aðsóknin í framhaldsnám deildarinnar tífaldast frá upphafi kennslu í meistaranámi (1998). Markmiö doktorsnáms við hjúkrunarfræöideild er aö veita nemendum þá þekkingu og færni sem nauðsyn- leg er til að þeir geti stundað sjálfstætt vísindalegar rannsóknir, aflað nýrrar þekkingar og gegnt hagnýtum störfum á innlendum sem og á erlendum vettvangi þar sem krafist er hæfni til aö beita vísindalegum aöferöum. Því eru faglegar kröfur til leiöbeinenda í doktorsnámi metnaðarfullar og Ijóst aö hjúkrunarfræði- deiid þarf aö hlúa vel að leiöbeinendum svo þeir geti sinnt þessu nýja og metnaöarfulla hlutverki vel í náinni framtíð. I reglum um doktorsnám við hjúkrunarfræðideild H.í. er kveðið svo á aö inntökuskilyröi í námiö sé M.S.-próf í hjúkrunarfræði eöa Ijósmóö- urfræði eða sambærilegt M.S./M.A-próf frá viðurkenndum rannsókn- arháskóla. Doktorsnámiö er 90 eininga nám aö loknu meistaraprófi og eru námskeið a.m.k. 30 einingar. Námskeiðin eiga að jafnaöi aö vera á doktorsstigi. Námiö er því þriggja ára fullt nám. Umsjónarkennari og leiöbeinandi koma aö jafnaði úr hópi fastra kennara deildarinnar og mun veröa lögö áhersla á samstarf viö erlenda fræöimenn í hjúkrunar- og Ijósmóöurfræöi viö leiðbeiningu nemenda. Doktorsnefnd er skipuð þremur til fimm sérfróðum einstaklingum sem rannsóknarnámsnefnd tilnefnir hverju sinni. Doktorsritgerö í hjúkrunarfræðideild getur veriö annaðhvort á formi heildstæðrar ritgeröar eöa safns greina sem hafa birst eöa verið sendar til birtingar í ritrýndum alþjóölegum tímaritum. Meö greinasafni á þó ávallt aö fylgja ítarleg samantekt á verkefninu og yfirlit yfir þekkingu á þeim fræöasviöum sem verkiö er unnið á. Gert er ráö fyrir aö doktors- ritgerö sé skrifuð á ensku. Umsóknafrestur um doktorsnám við hjúkr- unarfræöideild H.í. er til 15. mars vegna náms á haustmisseri en til 15. september vegna náms á vormisseri. Á þessu misseri hefur ein formleg umsókn borist til deildarinnar um doktorsnám og nokkrar eru í farvatninu. Rannsóknanámsnefnd hjúkr- unarfræðideildar hefur fjallaö um umsóknina og stefnt er aö afgreiöslu hennar á deildarfundi nú í desember. Þaö er mikiö fagnaðarefni fyrir íslenska hjúkrunarfræöinga og Ijósmæður að doktorsmenntun er að festa sig í sessi hér á landi og ætti þaö að vera metnaðarmál okkar allra aö hlúa vel aö þessum nýja vaxtarbroddi í menntunarsögu stéttanna. Heimildir: Reglur um doktorsnám viö hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands. Samþykktar af deildar- fundi hjúkrunarfræöideildar og staðfestar af háskólaráði 25. febrúar 2004 Viðmið og kröfur um gæði doktorsnáms. Samþykkt á 13. háskólafundi 21. mai 2004 Timarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.