Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 16
sátu stjórnarfundina í sínu umdæmi, svo hafði Heilsuverndarstöðin sína sérstöku stjórn formenn stjórnanna mynduðu síðan samstarfsráð. Þetta var slæmt fyrirkomulag, að mínu mati allt of þungt í vöfum enda fór svo að ein stjórn var mynduð fyrir alla heilsugæsluna í Reykja- vík og nauðsynlegt að þar ættu hjúkr- unarforstjórar sinn fulltrúa." Úr kveðjuhófinu ásamt Guðmundi Einarssyni, forstjóra Þá hefur verið kominn tími á stöðu hjúkrunarforstjóra heilsugæslunnar? „Já, en það gerðist ekki strax. Stöðu hjúkrunarforstjóra heilsugæslunnar var komið á fót og auglýst til umsóknar árið 1999. Ég sótti að sjálfsögðu um enda með sérnám í heilsugæslu og stjórnun. Ég hafði lokið einu ári eða 30 eininga stjórnunarnámi sem var á háskólastigi en við vorum síðasti hópurinn sem útskrifaðist úr Hjúkrunarskólanum áður en hann var lagður niður. Þar að auki var ég með þessa gífurlegu starfsreynslu en auðvitað allir löngu orðnir þreyttir á mér, auk þess voru keppinautar ekki af verri endanum, allar með mikla starfsreynslu og sumar með meistaragráður og guð má vita hvað. Það var Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri heilsugæslunnar á Sel- tjarnarnesi, sem var ráðin. Það var oft afar erfitt að vera hjúkrunar- forstjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur sem var deyjandi stofnun, stofnun sem var kominn „þurrafúi" í að sögn eins yfirlæknis í heilsugæslunni en hélt þó uppi líflegri starfsemi. Eins og kunnugt er hefur skortur á hjúkrunarfræðingum verið viðvarandi en það hefur þó lagast í heilsugæslunni. Heilsuvernd naut ekki skilnings hjá yfirvöldum, var því afgangsstærð, ekki mátti keppa við spítalana, við fengum aldrei barnaheimilispláss, þar var fyrst og fremst um dagvinnu að ræða og launin því lægri, ef ég nefndi að mig vantaði hjúkrunarfræðinga var svarið: „Veistu hvað vantar mikið af hjúkrunarfræðingum á spítalana?" En ég var afar heppin með starfsfólk, flest af því kom til starfa vegna áhuga á heilsugæslu og margir sérmenntuðu sig í faginu. Þar eignaðist ég marga af mínum bestu vinum sem halda sambandi við mig enn í dag og halda mikilli tryggð við mig.“ Bergljót kenndi heilsuvernd smátíma við hjúkrunarskólann. „Ég spurði nemendur gjarnan hversu margir hefðu áhuga á heilsuvernd og sinna frísku fólki. Mér fannst þær tæpast vita um hvað ég væri að tala, þær voru að læra hjúkrun til að hjúkra veiku fólki enda það sem fólki dettur fyrst í hug. En það er langt síðan og mér virðist viðhorfin hafa breyst." Margar stéttír, hópar og einstaklingar í þeirri stöðu að geta ekki farið í verkfall Hvað með önnur störf fyrir Hjúkrunar- félagið? „Ég hef alltaf verið mjög lin í kjarabaráttu og því ævarandi þakklát þeim sem hafa sinnt henni. Ég er einhvern veginn vön að hugsa í lágum upphæðum. Ég hef ekki áhuga á kjaramálum, ef til vill er þetta einhvers konar sljóleiki. Það var einu sinni fyrir langa löngu orðað við mig hvort ég vildi gefa kost á mér til formennsku í félaginu en ég sagðist ekki vera góður kandidat af framangreindum ástæðum og til að bæta gráu ofan á svart var ég á móti því að hjúkrunarfræðingar fengju verkfallsrétt og er enn. Sumar stéttir eru einfaldlega ekki í þeirri stöðu að geta farið í verkfall, þar á meðal eru hjúkrunarfræðingar. Það skiptir til að mynda miklu minna máli ef þær stéttir sem stöðva ekki samfélagið fara í verkfall. Mér var sagt að hópur leik- ritahöfunda hefðu verið í verkfalli í tvö ár án þess að nokkur vissi af því. Hvað ætli Halldór okkar Laxness hefði getað verið lengi í verkfalli án þess að við tækjum eftir því? Læknar hafa að vísu verkfallsrétt en þeir hafa að því er mig minnir afar sjaldan notað hann, þeir nota aðrar aðferðir. Nú er ég komin á hálan ís því ég er ekki hlynnt því að konur, og þá ekki síst hjúkrunarfræðingar, eigi að sýna fórnarlund og vinna þegar þörf krefst án þess að hugsa um eigin hag. En það er ekki ástæðan, auðvitað á stéttin að fá mannsæmandi laun, láta í sér heyra, vera sjálfstæð og upplitsdjörf, láta engan troða á sér, en verkfall er ekki rétta leiðin að mínu mati. Enda hefur komið í Ijós að þegar hjúkrunarfræðingar hafa farið í verkfall hefur það verið mjög máttlaust. Sjúklinganna vegna hefur það stór hópur fengið undanþágu til að vinna að vopnið hefur misst bit. Mér sýnist verkföll vera forstig styrjaldar. Verkfallsréttur var áhrifamikið tæki hér áður fyrr þegar verkalýðshreyfingin hafði engin önnur ráð en með árunum hefur þessi réttur verið misnotaður, t.d. þegar hálaunastéttir eru að fara í verkfall og skaða þar með þjóðfélagið stórlega og það sem er sorgleg staðreynd, verkföll koma umfram allt niður á saklausu fólki." Þú ert þá á þeirri skoðun að það sé hægt að fara aðrar leiðir? „Já, eru verkföll ekki að verða úrelt baráttutæki í upplýstu velferðarríki eins og íslandi? Það kann ég í hagfræði að þegar skortur er á vöru hækkar verð hennar en lækkar þegar offramboð er. Af einhverjum ástæðum hefur þetta markaðslögmál aldrei gilt um hjúkrunarfræðinga, getur ekki ástæðan líka verið sú að þetta er kvennastétt? í jafnréttisbaráttunni hefur allt kapp verið lagt á að koma konum í há embætti, stjórnir o.s.frv., og er það vel og hefur árangur verið verulegur, en hvernig væri að leggja nú áherslu á að fá karlmenn í hefðbundin kvennastörf. Ég held að það sé næsta skref og þá munu launin örugglega hækka, en eins og kunnugt er er kynbundinn launamunur enn við lýði. En það er ekki nóg og það tekur tíma. Hvað eigum við að gera til Tímarit hjúkrunaríræöinga - 4. tbl: 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.