Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 33
Geðorð nr. 9
„Finndu og ræktaðu hæfileika
þína“
Það er eitt af erfiðari verkefnum sem nokkur
tekur sér fyrir hendur að kynnast sjálfum
sér og sjaldnast endist ævin til að Ijúka því.
Líklega er þetta verkefni strembnara okkur
sem nú lifum en fyrri kynslóðum. Hraði
nútímans býður ekki upp á það að fólk
staldri við, líti inn á við og skoði hvað leyníst
í viðjum eígín sálarlífs. Þannig missa margir
af hæfileikum sínum sem þeir gætu annars
ræktað sér og öðrum til góðs. Sókrates
sagði að hin raunverulega þekking yrði að
koma að innan, sú þekking er raunverulegt
innsæi. „Þekktu sjálfan þig“ er því ein af
elstu setningum forngn'skrar heimspeki og
á enn fullt erindi til okkar.
Allir hafa hæfileika. Þess vegna skiptir
það miklu máli að hver og einn finni þá
hæfileika sem hann eða hún vill rækta hjá
sjálfum sér. Það er mikilvægt að maður
rækti þá eíginleika sína sem maður er
sáttur við sjálfur og treystir sér að lifa
með. Hver og einn þarf að skilgreina
sjálfan sig út frá eigin forsendum. Það
eru margir áhrifavaldar, m.a. fjölskyldan,
vinir og vinnufélagar, sem vilja skilgreina
hæfileikana fyrir mann og setja mann á
bás. Þarna er hættan. Hver maður þarf
nefnilega að finna sjálfan síg. Það er hægt
að fá hjálp við það að kynnast sjálfum sér,
t.d. hjá hlutlausum aðilum, sálfræðingum,
geðhjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum,
geðlæknum eða öðrum fagmönnum sem
kunna samtalsmeðferð.
En það er ekki nægjanlegt að læra að
þekkja hæfileika sína til að ná árangri,
árangri sem hver og einn skilgreinir út
frá eígin forsendum. Sjálfsræktin kemur
ekki af sjálfu sér. Mikilvægt er að setja
sér raunhæf markmið um hvernig maður
ætlar að rækta hæfileikana, finna leiðir til
að ná þeim markmiðum og hvað maður
ætlar að gefa sér langan tíma til að ná
þeim. Mörgum okkar sem eru feimin við
sjálf okkur finnst svona sjálfsvinna skrýtin
en flestir sem hafa þorað að takast á
við sjálfa sig og kjósa það að reyna að
kynnast sjálfum sér betur komast að því
að þeir verða hamingjusamari í kjölfarið
og sjálfstraustið eykst. Þannig verður til
jákvæður hringur sem gerir fólki kleift að
takast á við erfiðari verkefni og nýta fleiri
og fjölbreyttari hæfileika en áður. Það
þarf kjark til að kynnast sjálfum sér.
Eydís K. Sveinbjarnardóttir, geðhjúkrunar-
fræðingur MSN og sviðsstjóri á geðsviði
LSH.
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu alian
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Hjúkrunarfræðingar - munið
eftir minningarsjóðunum
Þeir sem gefa í minningarsjóði
Kristínar Thoroddsen og Hans
Adolfs Hjartarsonar styrkja
hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi.
Kristín Ólína Thoroddsen, f. 29.
apríl 1894, d. 28. febrúar 1961, var
forstöðukona Landspítalans 1931-
1954 og Hjúkrunarkvennaskóla
(slands frá stofnun hans 1931 til
ársins 1948. Fyrrverandi nemendur
skólans og aðrir hjúkrunarfræðingar
gengust fyrir stofnun þessa
minningarsjóðs við andlát Kristínar
í þakklætis- og virðingarskyni
við brautryðjendastörf hennar.
Minningarsjóður Hans Adólfs
Hjartarsonarframkvæmdastjóra var
stofnaður í mars 1951 af ættingjum
hans og bekkjarsystkinum, en
Hans lést í janúar 1951. Sjóðurinn
var stofnaður til að styrkja
hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi.
Var það samkvæmt ósk hins látna
og þess jafnramt getið að hann
hefði borið þakklæti í huga fyrir
góða hjúkrun á Landspítalanum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006
31