Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 56
2004). Vanlíðan getur endurspeglast í óöryggi, sektarkennd og skertri sjálfsmynd (Kulkoski og Kilian, 1997). Hún getur einnig komið fram í þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum og - tilraunum. Þegar einstaklingur er misnotaður kynferðislega er brotið á rétti hans, hann iðulega Iftilsvirtur og niðurlægður. Slík reynsla getur jafnvel sfðar haft áhrif á það hvort hann getur myndað gott tilfinningalegt samband við annan einstakling (Thelen, Sherman og Borst, 1998). Unglingar, sem verða fyrir nauðgun, geta átt við fleiri hegðunarvandamál að stríða síðar á ævinni en eldri einstaklingar (Greenberg o.fl., 2004). í áttina að stefnumótun Það er margt í íslensku samfélagi sem ýtir undir nauðsyn þess að vinna að stefnumótun á þessu sviði. Það er ekki árangursríkt að grípa eingöngu til aðgerða þegar miklar ógnir steðja að heldur þurfa aðgerðir samfélagsins mun fremur að huga að fyrirbyggjandi leiðum. Því hefur verið haldið fram að ný kynlífsbylting eigi sér stað í Ijósi þeirra hröðu þjóðfélagslegu breytinga sem orðið hafa á undanförnum árum og því sé nauðsynlegt að leita leiða til að hlúa að kynheilbrigði fólks (Coleman, 2002). Allir hafa þörf fyrir nánd og tilfinningaleg tengsl. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur áherslu á nauðsyn þess að flétta kynlífsheilbrigði inn í lífsstíl fólks, sem hluta af lýðheilsu (Coleman, 2002). Það sem skipti mestu máli sé að vinna markvisst að ýmsum forvörnum á þessu sviði en jafnframt að huga að ýmsum aðgerðum gagnvart þeim vandamálum sem við blasi. Kynferðislega heilbrigt samfélag Árið 2000 lögðu PAHO og WHO áherslu á nauðsyn þess að stuðla að kynlífsheilbrigði með myndun kynferðislega heilbrigðs samfélags. Það grundvallaðist á átta meginatriðum (1. mynd). Þau eru: pólitísk ábyrgð, skýr stefna, lög, rannsóknir, menntun og þjálfun þeirra sem veita fræðslu og þjónustu, góð kynfræðsla, menning og eftirlit. Samkvæmt þessum hugmyndum þurfa að vera til staðar pólitískur skilningur, vilji og ábyrgð gagnvart því að kynlífsheilbrigði sé grundvallarréttur mannsins. Lög þurfa að vera til staðar sem verndi rétt einstaklingsins til kynlífsheilbrigðis. Nauðsynlegt er að standa að margvíslegum rannsóknum á þessu sviði til að geta þróað forvarnir og heilsueflingu. Jafnframt er mikilvægt að setja fram stefnuskrá þar sem greint er frá leiðum til að stuðla að þessu heilbrigðismáli. Alhliða kynfræðsla þarf að vera til staðar og greiður aðgangur að kynheilbrigðisþjónustu. Mennta þarf starfsfólk og sérþjálfa það á sviði kynheilbrigðismála. Samfélagið er jafnframt ábyrgt gagnvart því að stuðla að kynlífsheilbrigði þar sem opin umræða á sér stað um þennan málaflokk í fjölmiðlum. Einnig þarf að hafa nægjanlegt eftirlit til að fylgjast með framkvæmdum (WHO, 2002; PAHO og WHO, 2000, bls. 13). Hér verður fjallað um valda þætti kynferðislega heilbrigðs samfélags, þ.e. um pólitíska ábyrgð, skýra stefnu, lög og kynfræðslu, og er umfjöllunin ýmist tengd við erlendan eða íslenskan veruleika. 1. mynd. Kynferðislega heilbrigt samfélag. Pólitisk ábyrgð Hvað varðar pólitíska ábyrgð líta PAHO og WHO svo á að stjórnvöld þurfi að viðurkenna að kynlífsheilbrigði séu grundvallarmannréttindi. Þau þurfi jafnframt að axla þá ábyrgð að efla kynlífsheilbrigði samfélagsins. í kjölfar „fóstureyðingarlaganna" frá 1975 var pólitískur vilji fyrir því hér á landi að koma á stofn kynfræðsludeild á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem reynslan sýndi að einkum veitti ungum stúlkum fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir (Sóley S. Bender, 1990). Tæpum tuttugu árum síðar (1993) var ákveðið að leggja deildina niður en ekkert annað úrræði látið koma í staðinn. Ekki virtist vera pólitískur vilji fyrir því að stuðla að forvörnum á þessu sviði þrátt fyrir ungan aldur við fyrstu kynmök meðal ungmenna hér á landi og háa tíðni þungana meðal unglingsstúlkna borið saman við önnur Norðurlönd (Bender, 1999; Bender, o.fl., 2003). Það er athyglisvert að þróun kynheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk hérlendis hefur fyrst og fremst verið að frumkvæði heilbrigðisstarfsfólks en ekki heilbrigðisyfirvalda eins og tíðkast víða erlendis (Allen, 1991). Skýr stefna PAHO og WHO lögðu áherslu á að skýr stefna væri sett fram af viðeigandi stofnunum þar sem fram kæmi hvernig skyldi stuðla að kynlífsheilbrigði í hverju samfélagi fyrir sig. í kjölfar skýrslu PAHO og WHO hefur verið unnið að stefnumótandi skýrslum um kynlífsheilbrigði í ýmsum löndum (PAHO og WHO, 2000). Má þar sérstaklega geta skýrslu (framkvæmdaáætlunar) bandaríska landlæknisembættisins sem nefndist: The Surgeon General's call to action to promote sexual health and responsible sexual behavior (Office of the Surgeon General, 2001). Þessi framkvæmdaáætlun, sem er einn hluti af heilbrigðisáætlun 54 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.