Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 11
! „Líklega hef ég viljað vera „karrierkona" hef aðhyllst kvenréttindi frá því ég var lítil en er sennilega ekki femínisti þar sem ég er ekki sátt við að nota kynjakvóta þegar verið er að velja fólk til starfa hvort sem það er í atvinnulífi eða stjórnmálum." Hún bætir við að hana hafi langað „að verða eitthvað", stúdentsprófið hefði ekki veitt nein sérstök réttindi, fyrst og fremst verið lykill að háskólanámi. Það var ekki algengt að stúlkur tækju háskólapróf á þessum árum, hættu oftast námi þegar þær giftu sig eins og flestar gerðu. „Margar fóru í húsmæðraskóla til að búa sig undir það hlutverk, innrituðu sig í BA-nám sem gárungarnir kölluðu BH-nám, þ.e. biðsalur hjónabandsins. Mér fannst mjög sorglegt þegar hjúkrunarnemar sögðust hafa hætt við að taka stúdentspróf ef þær ætluðu í hjúkrun vegna þess að það væru ekki kröfur um það, en því miður var algengt að fjárhagur spilaði inn í. En af hverju ekki að gera hvort tveggja, mennta sig, fá gott starf og eignast fjölskyldu, eins og karlarnir? Það var hins vegar afar erfitt á þessum árum, þjóðfélagið miðaðist ekki við það, mæðurnar áttu að vera heima og gæta bús og barna. Bergljót lengst til hægri ásamt herbergisfélögunum Soffíu Jensdóttur og Sesseliu Gunnarsdóttur, Sesselía er fyrir miðju Ég man eftir mörgum átakanlegum sögum og bíómyndum þar sem hæfileikaríkar konur urðu að velja, fórna annaðhvort starfsframa eða fjölskyldulífi. Á þeim árum þótti mörgum þær komnar í höfn ef þær giftust og hættu þá námi. En sú staða gat alltaf komið upp að þær þyrftu að standa á eigin fótum. Nú er þetta náttúrlega gerbreytt og þær vilja treysta á sjálfar sig, hvernig sem hjúskaparstaðan er. Ég vildi gera hvort tveggja, bæði eignast fjölskyldu og mennta mig til einhvers starfs. En á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur þessum árum þurfti að Ijúka námi strax, það var sjaldgæft að fara í nám á miðjum aldri, að ekki sé talað um á gamals aldri. Miðað við þessa stöðu var ég hrædd um að færi ég í mjög langt nám myndi ég senniiega ekki Ijúka því ef ég eignaðist fjölskyldu sem mig langaði líka til. Allar líkur þóttu mér á því að ég lyki þriggja ára námi í hjúkrun," segir hún brosandi. Það hefur ekki verið neinn í fjölskyldunni sem þrýsti á þig að fara þessa leið? „Nei, ég hafði lítið kynnst hjúkrun þegar skólinn hófst nema í gegnum tvær hjúkrunarkonur sem leigðu hjá okkur heima. Svo skemmtilega vildi reyndar til að önnur þeirra fór seinna að vinna hjá mér á Heilsuverndarstöðinni. Ég varð góð vinkona þeirra og fékk stundum að fara með þeim í heimsókn á vinnustaði þeirra, önnur vann á Hvítabandinu og hin á Landspítalanum. Mér fannst þetta að mörgu leyti spennandi vinnustaðir og hjúkrun bauð upp á margvíslega möguleika." Hún bætir við að hún hafi alltaf haft áhuga á fólki, vinna með því og fyrir það, glíma við og reyna að leysa alls konar mál og vandamál og stuðla að vellíðan fólks. „En ég hafði aldrei unnið á spítala eins og flestar skólasystur mínar. Við vorum 16 talsins sem byrjuðum saman í náminu. Þær hafa sennilega allar vitað hvað þær voru að gera, nema ég! Mér fannst þær svo duglegar og klárar en ég hálf- lítilmótleg. Þau forréttindi sem ég hafði notið hvað varðar skólagöngu nýtti ég mér út í ystu æsar, þar sem ég las .dönsku, en flestar bækurnar voru á dönsku í forskólanum. Latínunámið kom líka að notum þar sem líkams- og sjúkdómsheitin voru flest á latínu. Ég tók því náminu létt, með þeim afleiðingum að ég fékk aðra einkunn, sem var auðvitað bara gott á mig. Þorbjörg skólastjóri kallaði mig þá fyrir og sagði að nemandi, sem fengi fyrstu einkunn á stúdentsprófi, þyrfti ekki að fá aðra einkunn í forskólanum. Ekki byrjaði þetta vel! Ég var stundum spurð hvað ég væri að gera þarna, ég væri að ónýta stúdents- prófið, af hverju ég færi ekki í háskólann, ég ætti frekar að fara í læknisfræði. Ég svaraði því til að menntaskólanámið stæði alltaf fyrir sínu hvernig sem framtíðin yrði, ég ætlaði að læra hjúkrun, ekki læknisfræði". Námsval var á þeim tfma takmarkaðra en nú en ef hún hefði fetað í fótspor flestra í fjölskyldunni hefði lögfræði orðið fyrir valinu. Báðir afar hennar, faðir, bræður og börn þeirra og báðir synir hennar eru lögfræðingar. Hún segist hafa unnið á lögfræðiskrifstofu föður síns í sumarvinnu. „Þvílíkum leiðindum hafði ég aldrei á ævinni kynnst. Þarna voru aðeins þrír karlar og ég átti að vélrita á þunga og gamaldags ritvél, oft lítt læsilegan og leiðinlegan, handskrifaðan texta. Þetta var ekki freistandi. Lögfræðin tók auk þess sex ár. Niðurstaðan varð nám í hjúkrun, allt mjög praktískt, ekki köllun." Hún segist hafa velt því fyrir Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.