Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 8
Guðrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og formaður Samhjálpar kvenna / samhjalp@krabb.is I októbermánuði er vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi, sjöunda árið í röð, frætt um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Þetta er hluti af alþjóðlegu árveknisátaki, að frumkvæði Estée Lauder, en bleik slaufa er tákn átaksins. Upphaf bleiku slaufunnar má rekja aftur til ársins 1992 þegar Evelyn Lauder, stjórnarformaður snyrtivörufyrirtækisins Estée Lauder, kynnti hana í fyrsta sinn og hóf fjársöfnun til rannsókna á brjóstakrabbameini. Margar stofnanir og fyrirtæki víða um heim hafa fylgt á eftir og lýst því yfir að með rannsóknum, aukinni menntun og fræðslu, skimunum fyrir brjóstakrabbameini og bættri meðferð sé með tímanum hægt að sigrast á alvarlegum afleiðingum þessa algengasta krabbameins kvenna. Fyrstu dagana í október var Höfði í Reykjavík lýstur upp í bleikum lit, á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Hallgrímskirkja var lýst upp í október 2001, Perlan 2002, Stjórnarráðshúsið 2003, Ráðhúsið í Reykjavík 2004 og Bessastaðir 2005. Bleik lýsing verður einnig sýnileg annars staðar á landinu í október, m.a. á Akranesi, Isafirði, í Neskaupstað, á Selfossi og í Keflavík. Með hliðstæðum hætti verða lýst upp á annað hundrað mannvirki í ýmsum löndum í tilefni átaksins, meðal annars Empire State í New York, Niagarafossarnir í Kanada, Óperuhúsið í Sydney og Arena í Verona. í rúmlega þrjátíu verslunum hér á landi sem selja vörur frá Estée Lauder verða boðnar bleikar slaufur til sölu og þar verður tekið við frjálsum framlögum í Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.