Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 37
Fyrirmyndin að kassanum eru ráð konu nokkurrar sem missti mann sinn frá tíu
börnum þeirra um aldamótin 1900. Hún þurfti að láta frá sér átta elstu börnin.
Til að hjálpa þeim að halda voninni og að takast á við sorgina við föðurmissinn
og upplausn heimilisins útbjó hún að skilnaði kassa handa hverju og einu
þeirra. í kassana setti hún hluti sem höfðu mikið persónulegt gildi fyrir þau. í
suma kassana setti hún klúta sína, sem báru með sér lykt af henni, og leikföng
og annað smálegt. Börnin áttu að nota kassana ef þeim liði illa og draga upp
fallegar minningar og minnast um leið loforðs móður þeirra um að fjölskyldan
myndi sameinast aftur þótt síðar yrði. Það gekk eftir að lokum.
mikilvægt að byrja á að forgangsraða
eftir því hvað skiptir okkur máli í lífinu og
hverju má sleppa (Salbjörg Bjarnadóttir,
2006b). Geðorð nr. 7: „Reyndu að skilja
og hvetja aðra í kringum þig,“ á því vel við
í þessu sambandi. Til að geta hvatt aðra
til góðra verka af einlægni og þekkingu
þarf að hafa hæfni til að setja sig í spor
annarra auk þess að hafa ákveðna yfirsýn
yfir fólk, málefni og samhengi. Hrós er
hluti hvatningar en í því er fólgin endurgjöf
á orðræðu og gjörðir. Við þurfum að hafa
nægilegt sjálfstraust og sjálfsskilning til
að vera fær um slíkt. Innantómt hrós
verður öfugmæli, jafnvel háð. Hrós skyldi
því í hófi nota en ætíð.í hyggju hafa
(Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2006b).
Öll dreymir okkur um velgengi í lífinu
eins og boðskapur geðorðs nr. 8 ber
með sér: „Gefstu ekki upp, velgengni
í lífinu er langhlaup." En hvað er
velgengni? Skilgreiningin getur verið mjög
einstaklingsbundin og fer auk þess eftir
menningar- og samfélagslegu samhengi
hvers og eins. Ungt fólk er oft óþolinmótt
og á erfitt með að bíða eftir velgengninni
og margir láta bugast við mótlæti. En
gott er að hafa í huga að í mótlæti geta
líka falist tækifæri til að skoða aðrar leiðir
og ná árangri á öðrum vettvangi. Ýmsar
leiðir eru til velgengni og nauðsynlegt er
að vera opinn og sveigjanlegur gagnvart
þeim (Guðbjörg Sveinsdóttir, 2006b).
Þess vegna er geðorð nr. 9: „Finndu og
ræktaðu hæfileika þína,“ svo mikilvægt.
Allir hafa hæfileika og því skiptir það
miklu máli að hver og einn finni þá
hæfileika sem hann eða hún vill rækta hjá
sjálfum sér. Að læra að þekkja hæfileika
sína er ekki nægjanlegt til að ná árangri,
árangri sem hver og einn skilgreinir út frá
Geðræktarkassinn
Þeir sem eru undir miklu álagi eiga oft erfitt með að kalla fram jákvæðar hugsanir. Hjálplegt er að gera
sér grein fyrir því að það eru hugsanirnar sem eru neikvæðar en ekki öll tilveran. Mikilvægt er fyrir hvern
og einn að þekkja það hjá sjálfum sér sem kallar fram jákvæðar hugsanir og þar með hvað það er sem
veitir vellíðan. Gott er að gera þetta á markvissan hátt og grfpa til þess þegar vanlíðan færist yfir. Þar
kemur geðræktarkassinn að góðum notum.
eigin forsendum. Sjálfsræktin kemur ekki
af sjálfu sér (Eydís K. Sveinbjarnardóttir,
2006b). Geðorð nr. 10: „Settu þér
markmið og láttu drauma þína rætast,"
getur komið að góðum notum við það
verkefni. Mikilvægt er að setja sér raunhæf
markmið um hvernig maður ætlar að
rækta hæfileikana, finna leiðir til að ná
þeim markmiðum og hvað maður ætlar
að gefa sér langan tíma til að ná þeim.
Gott er fyrir hjúkrunarfræðinga sem og
alla aðra að hafa í huga að markmið og
draumar eru öllum mikilvægir. Hins vegar
má ekki gleyma því að markmiðin verða
að koma frá einstaklingunum sjálfum en
ekki frá fagfólki. Hlutverk fagaðila er fyrst
og fremst að benda á leiðir og að hlusta
á skjólstæðinga sína til að geta hjálpað
þeim við að setja sér raunhæf markmið
(Sigríður Bjarnadóttir, 2006b).
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006
35